Besta deild karla

Fréttamynd

Björgólfur fór á djammið

Björgólfur Takefusa mun líklega yfirgefa herbúðir Valsmanna í félagsskiptaglugganum sem opnar 15. júlí næstkomandi. Leikmaðurinn var settur í agabann á dögunum og því út úr leikmannahópi Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vítavörslurnar hans Páls Gísla skila ekki sigri

Páll Gísli Jónsson, markvörður Skagamanna, er mikill vítabani og tókst á miðvikudagskvöldið að verja víti annan leikinn í röð í Pepsi-deildinni. Páll Gísli hefur nú varið fimm af tíu síðustu vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í efstu deild, þar af þrjár af þeim fjórum síðustu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn skoða Ondo

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, var mættur út á Keflavíkurflugvöll í morgun til þess að sækja sóknarmanninn Gilles Mbang Ondo.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á metið hjá þremur félögum

Gunnleifur Gunnleifsson jafnaði á sunnudagskvöldið félagsmet Breiðabliks yfir að halda marki sínu lengst hreinu í efstu deild. Hann á þar með þetta met hjá þremur félögum; HK, KR og Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Þór 1-2

Þórsarar unnu góðan útisigur, 2-1, á ÍA í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum upp á Akranesi. Tvö mörk voru skoruð í viðbótartímanum og ótrúlegur endir. Hlynur Atli Magnússon var hetja Þórs undir lokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH og Ajax í samstarf

Íslandsmeistarar FH og Hollandsmeistarar Ajax frá Amsterdam hafa náð samkomulagi um samstarf milli félaganna tveggja. Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar FH og Ajax online academy gerðu þriggja ára samning. Samstarfið felur í sér að þjálfarar FH fá aðgang að upp undir þúsund æfingum auk þess sem þetta kerfi auðveldar þjálfurum að skipuleggja æfingar, gera áætlanir og halda betur utan um sína iðkendur. Þetta kemur fram á heimasíðu FH-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar hefði átt að fá rauða spjaldið

KR-ingurinn Brynjar Björn Gunnarsson þótti sleppa ansi vel í leiknum gegn Fylki í gær. Þá virtist hann brjóta á Fylkismanninum Viðari Erni Kjartanssyni en Valgeir Valgeirsson dómari spjaldaði Viðar fyrir leikaraskap. Hann var allt annað en sáttur við það.

Íslenski boltinn