Nýráðinn þjálfari Þróttar: Ég veit allt um fótbolta 1. júlí 2013 13:57 Zoran Miljkovic. Þróttarar eru í fallbaráttu í 1. deild og þeir brugðu á það ráð að skipta um þjálfara í dag. Þá þurfti Þróttaragoðsögnin Páll Einarsson að víkja fyrir Serbanum Zoran Miljkovic. Zoran hefur þjálfað bæði Leikni og Selfoss með góðum árangri hér á landi og hefur aldrei farið leynt með þann vilja sinn að þjálfa hér á landi. "Þetta verður erfitt verkefni en við höfum nægan tíma til þess að snúa blaðinu við. Fólkið hjá Þrótti vildi prófa eitthvað nýtt og þess vegna hringdu þeir í mig. Takmarkið er eðlilega að halda sér í deildinni. Ég vil samt alltaf vinna alla leiki. Mín framtíðarsýn er að berjast á toppnum en ekki á botninum," sagði Zoran kokhraustur við Vísi í dag. "Ég er mjög metnaðarfullur þjálfari og vil alltaf ná hámarksárangri. Ég er fæddur sigurvegari og mín ástríða er að vinna." Þjálfarinn hefur verið fastagestur hér á landi síðustu ár og beðið eftir starfi. Það hefur varla farið fram leikur síðustu vikur hér á landi þar sem Zoran er fjarverandi. "Það er kannski ekki alveg satt að ég hafi séð alla leiki. Ég kom til landsins fyrir þrem vikum síðan og hef séð leiki í öllum deildum. Ég hef séð að minnsta kosti 20 leiki á þessum þrem vikum. "Ég er atvinnumaður og ég vil vinna á Íslandi því hér eru möguleikar á að gera góða hluti. Það er fullt af góðum leikmönnum hér á landi og miklir möguleikar á því að bæta sig. Þess vegna vil ég vinna hérna og þess vegna kem ég hingað á hverju ári." Zoran segist hafa verið að vinna í heimalandi sínu og sé því alltaf með puttana í boltanum. "Ég vil búa hér áfram og vera í vinnu hérna. Fótboltinn er mitt líf og vinna. Fótbolti er líka viðskipti," segir Zoran en hann hefur mikla trú á sjálfum sér og ætlar að koma inn af krafti. "Ég var atvinnumaður í 15 ár og veit allt um fótbolta. Það er ekkert nýtt fyrir mér í þessum bransa. Ég er ríkur maður því ég hef þekkingu á öllu í fótbolta. Ég hef mikið sjálfstraust og er jákvæður. Það er nauðsynlegt. Annars á maður ekki möguleika á að ná árangri." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Páll rekinn og Zoran tekur við Páll Einarsson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar. Í hans stað hefur verið ráðinn Serbinn Zoran Miljkovic. 1. júlí 2013 13:08 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Þróttarar eru í fallbaráttu í 1. deild og þeir brugðu á það ráð að skipta um þjálfara í dag. Þá þurfti Þróttaragoðsögnin Páll Einarsson að víkja fyrir Serbanum Zoran Miljkovic. Zoran hefur þjálfað bæði Leikni og Selfoss með góðum árangri hér á landi og hefur aldrei farið leynt með þann vilja sinn að þjálfa hér á landi. "Þetta verður erfitt verkefni en við höfum nægan tíma til þess að snúa blaðinu við. Fólkið hjá Þrótti vildi prófa eitthvað nýtt og þess vegna hringdu þeir í mig. Takmarkið er eðlilega að halda sér í deildinni. Ég vil samt alltaf vinna alla leiki. Mín framtíðarsýn er að berjast á toppnum en ekki á botninum," sagði Zoran kokhraustur við Vísi í dag. "Ég er mjög metnaðarfullur þjálfari og vil alltaf ná hámarksárangri. Ég er fæddur sigurvegari og mín ástríða er að vinna." Þjálfarinn hefur verið fastagestur hér á landi síðustu ár og beðið eftir starfi. Það hefur varla farið fram leikur síðustu vikur hér á landi þar sem Zoran er fjarverandi. "Það er kannski ekki alveg satt að ég hafi séð alla leiki. Ég kom til landsins fyrir þrem vikum síðan og hef séð leiki í öllum deildum. Ég hef séð að minnsta kosti 20 leiki á þessum þrem vikum. "Ég er atvinnumaður og ég vil vinna á Íslandi því hér eru möguleikar á að gera góða hluti. Það er fullt af góðum leikmönnum hér á landi og miklir möguleikar á því að bæta sig. Þess vegna vil ég vinna hérna og þess vegna kem ég hingað á hverju ári." Zoran segist hafa verið að vinna í heimalandi sínu og sé því alltaf með puttana í boltanum. "Ég vil búa hér áfram og vera í vinnu hérna. Fótboltinn er mitt líf og vinna. Fótbolti er líka viðskipti," segir Zoran en hann hefur mikla trú á sjálfum sér og ætlar að koma inn af krafti. "Ég var atvinnumaður í 15 ár og veit allt um fótbolta. Það er ekkert nýtt fyrir mér í þessum bransa. Ég er ríkur maður því ég hef þekkingu á öllu í fótbolta. Ég hef mikið sjálfstraust og er jákvæður. Það er nauðsynlegt. Annars á maður ekki möguleika á að ná árangri."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Páll rekinn og Zoran tekur við Páll Einarsson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar. Í hans stað hefur verið ráðinn Serbinn Zoran Miljkovic. 1. júlí 2013 13:08 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Páll rekinn og Zoran tekur við Páll Einarsson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar. Í hans stað hefur verið ráðinn Serbinn Zoran Miljkovic. 1. júlí 2013 13:08