Nýráðinn þjálfari Þróttar: Ég veit allt um fótbolta 1. júlí 2013 13:57 Zoran Miljkovic. Þróttarar eru í fallbaráttu í 1. deild og þeir brugðu á það ráð að skipta um þjálfara í dag. Þá þurfti Þróttaragoðsögnin Páll Einarsson að víkja fyrir Serbanum Zoran Miljkovic. Zoran hefur þjálfað bæði Leikni og Selfoss með góðum árangri hér á landi og hefur aldrei farið leynt með þann vilja sinn að þjálfa hér á landi. "Þetta verður erfitt verkefni en við höfum nægan tíma til þess að snúa blaðinu við. Fólkið hjá Þrótti vildi prófa eitthvað nýtt og þess vegna hringdu þeir í mig. Takmarkið er eðlilega að halda sér í deildinni. Ég vil samt alltaf vinna alla leiki. Mín framtíðarsýn er að berjast á toppnum en ekki á botninum," sagði Zoran kokhraustur við Vísi í dag. "Ég er mjög metnaðarfullur þjálfari og vil alltaf ná hámarksárangri. Ég er fæddur sigurvegari og mín ástríða er að vinna." Þjálfarinn hefur verið fastagestur hér á landi síðustu ár og beðið eftir starfi. Það hefur varla farið fram leikur síðustu vikur hér á landi þar sem Zoran er fjarverandi. "Það er kannski ekki alveg satt að ég hafi séð alla leiki. Ég kom til landsins fyrir þrem vikum síðan og hef séð leiki í öllum deildum. Ég hef séð að minnsta kosti 20 leiki á þessum þrem vikum. "Ég er atvinnumaður og ég vil vinna á Íslandi því hér eru möguleikar á að gera góða hluti. Það er fullt af góðum leikmönnum hér á landi og miklir möguleikar á því að bæta sig. Þess vegna vil ég vinna hérna og þess vegna kem ég hingað á hverju ári." Zoran segist hafa verið að vinna í heimalandi sínu og sé því alltaf með puttana í boltanum. "Ég vil búa hér áfram og vera í vinnu hérna. Fótboltinn er mitt líf og vinna. Fótbolti er líka viðskipti," segir Zoran en hann hefur mikla trú á sjálfum sér og ætlar að koma inn af krafti. "Ég var atvinnumaður í 15 ár og veit allt um fótbolta. Það er ekkert nýtt fyrir mér í þessum bransa. Ég er ríkur maður því ég hef þekkingu á öllu í fótbolta. Ég hef mikið sjálfstraust og er jákvæður. Það er nauðsynlegt. Annars á maður ekki möguleika á að ná árangri." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Páll rekinn og Zoran tekur við Páll Einarsson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar. Í hans stað hefur verið ráðinn Serbinn Zoran Miljkovic. 1. júlí 2013 13:08 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Þróttarar eru í fallbaráttu í 1. deild og þeir brugðu á það ráð að skipta um þjálfara í dag. Þá þurfti Þróttaragoðsögnin Páll Einarsson að víkja fyrir Serbanum Zoran Miljkovic. Zoran hefur þjálfað bæði Leikni og Selfoss með góðum árangri hér á landi og hefur aldrei farið leynt með þann vilja sinn að þjálfa hér á landi. "Þetta verður erfitt verkefni en við höfum nægan tíma til þess að snúa blaðinu við. Fólkið hjá Þrótti vildi prófa eitthvað nýtt og þess vegna hringdu þeir í mig. Takmarkið er eðlilega að halda sér í deildinni. Ég vil samt alltaf vinna alla leiki. Mín framtíðarsýn er að berjast á toppnum en ekki á botninum," sagði Zoran kokhraustur við Vísi í dag. "Ég er mjög metnaðarfullur þjálfari og vil alltaf ná hámarksárangri. Ég er fæddur sigurvegari og mín ástríða er að vinna." Þjálfarinn hefur verið fastagestur hér á landi síðustu ár og beðið eftir starfi. Það hefur varla farið fram leikur síðustu vikur hér á landi þar sem Zoran er fjarverandi. "Það er kannski ekki alveg satt að ég hafi séð alla leiki. Ég kom til landsins fyrir þrem vikum síðan og hef séð leiki í öllum deildum. Ég hef séð að minnsta kosti 20 leiki á þessum þrem vikum. "Ég er atvinnumaður og ég vil vinna á Íslandi því hér eru möguleikar á að gera góða hluti. Það er fullt af góðum leikmönnum hér á landi og miklir möguleikar á því að bæta sig. Þess vegna vil ég vinna hérna og þess vegna kem ég hingað á hverju ári." Zoran segist hafa verið að vinna í heimalandi sínu og sé því alltaf með puttana í boltanum. "Ég vil búa hér áfram og vera í vinnu hérna. Fótboltinn er mitt líf og vinna. Fótbolti er líka viðskipti," segir Zoran en hann hefur mikla trú á sjálfum sér og ætlar að koma inn af krafti. "Ég var atvinnumaður í 15 ár og veit allt um fótbolta. Það er ekkert nýtt fyrir mér í þessum bransa. Ég er ríkur maður því ég hef þekkingu á öllu í fótbolta. Ég hef mikið sjálfstraust og er jákvæður. Það er nauðsynlegt. Annars á maður ekki möguleika á að ná árangri."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Páll rekinn og Zoran tekur við Páll Einarsson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar. Í hans stað hefur verið ráðinn Serbinn Zoran Miljkovic. 1. júlí 2013 13:08 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Páll rekinn og Zoran tekur við Páll Einarsson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs Þróttar. Í hans stað hefur verið ráðinn Serbinn Zoran Miljkovic. 1. júlí 2013 13:08