Hæfileikaþættir

Stórfenglegur flutningur Sólveigar dugði ekki til sigurs
Sólveig Birta Hannesdóttir keppti í gær í úrslitum The Voice Kids Germany. Sólveig stóð sig frábærlega en tókst ekki að vinna keppnina.

Stóra stundin rennur upp hjá Sólveigu Birtu í kvöld
Í kvöld fara fram úrslit í söngvakeppninni The Voice Kids Germany. Sólveig Birta Hannesdóttir, 13 ára Íslendingur, er einn keppanda.

Sólveig Birta komin í úrslit The Voice Kids
Sólveig Birta Hannesdóttir, sem sló í gegn í þýska Voice fyrir um mánuði síðan, komst fyrr í kvöld áfram í úrslit keppninnar.

Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi
Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni.

Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti
Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út.

Sólveig Birta komst áfram í The Voice Kids
Sólveig Birta Hannesdóttir, sem sló í gegn í þýska Voice fyrir um mánuði síðan, komst rétt í þessu áfram í keppninni.

Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“
Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni.

Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice
Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice og kepptust dómarar þáttarins við að fá Íslendinginn í sitt lið.

Bubbi spáði Laufeyju velgengni fyrir átta árum og reyndist sannspár
Íslendingur sem fékk boð um að syngja í hinum sívinsæla bandaríska spjallaþætti Jimmy Kimmel segir að það hafi verið súrrealískt að fá boð í þáttinn. Hún segir spennandi hluti á döfinni og er að eigin sögn að lifa drauminn.

„Kannski stærra en maður áttaði sig á“
Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn.

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu
Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Bjóst aldrei við því að eiga möguleika á sigri
Birkir Blær Óðinsson komst á föstudag í úrslitin í sænska Idol. Birkir segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund að hann ætti möguleika á að vinna.

Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol
Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn.

Birkir Blær kominn í undanúrslit í Svíþjóð
Velgengni Birkis Blæs Óðinssonar í sænska Idol hélt áfram í kvöld og er hann nú kominn í undanúrslit keppninnar.

Birkir Blær nálgast úrslitaþáttinn: „Nú er komið aðeins meira keppnisskap í mann“
„Ég bjóst alls ekki við því að komast svona langt,“ segir hinn 21 árs gamli Birkir Blær sem mun stíga á svið í fimm manna úrslitum sænsku söngvakeppninnar Idol á föstudaginn.

Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð
Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara.

Idol-ævintýri Birkis heldur áfram
Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Birkir Blær kominn í níu manna úrslit
Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu.

X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu
Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri.

Cowell breytti reglunum fyrir níu ára óperusöngkonu
Simon Cowell, dómari í hæfileikaþáttunum America‘s Got Talent, breytti reglum þáttanna í vikunni vegna níu ára óperusöngkonu. Victory Brinker kom síðast fram í síðasta þætti AGT og sló hún heldur betur í gegn.