Hagsmunir stúdenta

Fréttamynd

Hafa sent HÍ kröfu um endur­greiðslu aftur til 2014

Stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands krefst þess að há­skólinn endur­greiði skráningar­gjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nem­endum undan­farin ár. Skoða þurfi hve langt aftur krafan nái en hún nái nokkur ár aftur í tímann. Full­trúi Vöku, í minni­hluta í Stúdenta­ráði segist efast um að endur­greiðsla sé það besta fyrir stúdenta.

Innlent
Fréttamynd

Styttum skulda­hala stúdenta

Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast ekki að fleiri fái ó­verð­skuldaðar gráður

Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu.

Innlent
Fréttamynd

Frí­tími stúdenta er enginn

Jóna er í BS-námi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka því á tilsettum tíma, þ.e. þremur árum. Hún hefur alltaf búið á Akureyri en flutti á stúdentagarða í Reykjavík meðan á náminu stendur. Hún stundar líkamsrækt og spilar á selló auk þess að mæta reglulega í vísindaferðir og skemmtanir hjá nemendafélaginu sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Sýndar­sam­ráð á öllum skóla­stigum

Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka leiguna á stúdenta­görðum

Leigugrunnur íbúða og herbergja á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta mun hækka um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er sögð vera til komin vegna aukins rekstrarkostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Arent Orri nýr formaður Vöku

Ný stjórn Vöku, hagsmunafélags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins í gær. Arent Orri Jónsson lögfræðinemi var kjörinn nýr formaður félagsins en hann tekur við keflinu af Viktori Pétri Finnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Víta­hringur í boði Mennta­sjóðs náms­manna

Ég byrjaði í lögfræði haustið 2017, kláraði BA námið 2020 og byrjaði strax í meistaranámi. Á þessum tíma skall á Covid faraldurinn og mér bauðst vinna með skóla sem ég þáði með þökkum. Þegar leið á önnina fann ég að ég hafði ekki tíma til þess að sinna bæði náminu og vinnunni að fullu og því minnkaði ég við mig í skólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Röskva fékk tólf menn en Vaka fimm

Röskva vann kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningarnar fóru fram í dag og í gær en Vaka fékk fimm fulltrúa af sautján og Röskva tólf. Vaka fékk síðast tvo menn kjörna í ráðið.

Innlent
Fréttamynd

Þú getur haft áhrif

Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir hverja er í boði að mennta sig?

Menntasjóður námsmanna er okkar mikilvægasta verkfæri til þess að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann sé eitt af okkar miklvægustu jöfnunartólum.

Skoðun
Fréttamynd

Hafðu sam­band ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undir­mönnuð)

Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni.

Skoðun
Fréttamynd

„Ein-stærð-fyrir-öll”

Menntakerfið er ekki réttur staður fyrir stífa ,,ein-stærð-fyrir-öll” umgjörð, heldur þarf það að vera sveigjanlegt eftir ólíkum þörfum stúdenta og tryggja þarf aðgengi fyrir öll. Hagsmuna fjölbreyttrar nemendaflóru í menntakerfinu er ekki fyllilega gætt, sérstaklega erlenda nemendur, foreldra í námi, kynsegin nemendur og fatlað fólk. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða af­leiðingar hefur fjár­sveltið?

Tilvist félagsvísinda skiptir lykilmáli vegna þess að félagsvísindin snúa að öllu því sem viðkemur þróun samfélaga, hjálpar okkur að skilja umhverfið okkar betur, hegðun fólks, samskipti, áföll, aðstæður og önnur félagsleg fyrirbæri. Undirfjármögnun háskólans kemur sérstaklega illa niður á félagsvísindum.

Skoðun
Fréttamynd

Trúir þú á réttlæti?

Skrásetningagjöldin hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið, þá sér í lagi vegna beiðni rektora opinberu háskólanna til háskólamálaráðherra um heimild til hækkunar á skrásetningargjöldum úr 75.000 kr. í 95.000. Röskva leggst alfarið gegn hækkun á skrásetningargjaldinu og hefur barist fyrir lækkun eða afnámi þess.

Skoðun
Fréttamynd

Vaka kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Vöku - hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í í gærkvöldi. Kosningarnar fara fram 22.-23. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólann vantar milljarð, núna!

Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. 

Skoðun
Fréttamynd

Eru þetta hags­munir stúdenta?

Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts

Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær.

Innlent