Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar 3. apríl 2025 14:30 Samkvæmt frumvarpi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi er lagður grunnur að því að fleiri nemendur fái hluta námslána sinna breytt í styrk en nú er. Þegar lögin um menntasjóðs námsmanna tóku gildi árið 2020 var meginmarkmið þeirra að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi. Óháð aðstæðum einstaklinga, meðal annars með því að veita þeim námstyrki sem ljúka námi inna tilgreindra tímamarka. Kerfið markaði breytingu frá fyrra fyrirkomulagi með áherslu á að umbuna námsframvindu með styrkjum, í stað þess að bjóða aðeins upp á lán án sérstakra hvata til að ljúka námi á tilteknum tíma. Færri hafa notið styrkja en stefnt var að Reynslan af þessu kerfi hefur hins vegar leitt í ljós að það hefur ekki nýst nægilega mörgum til að fá hluta lána sinna breytt í styrk. Í skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í lok árs 2023 kemur fram að umtalsverður hluti lánþega nær ekki að uppfylla skilyrðin til námsstyrks. Þetta eru ekki endilega einstaklingar sem skortir metnað til að ljúka námi. Oftar en ekki eru þetta námsmenn sem mæta aðstæðum sem þeir hafa enga stjórn á – eins og veikindum, aukinni fjölskyldu- eða umönnunarábyrgð eða efnahagslegum þrengingum sem geta seinkað náminu. Í frumvarpinu er lagt til að styrkjakerfinu verði breytt á þann veg að stuðningurinn dreifist betur yfir námsferilinn. Í stað þess að námsmaður þurfi að bíða eins og núverandi kerfi er útfært fram að námslokum eftir 30 prósenta niðurfellingu á námslánum sínum, hafi hann staðist tímaáætlun yfir allan námsferilinn. Styrkir á hverri önn Í frumvarpinu er lagt til að 20 prósenta námsstyrkur falli til við lok hverrar annar, standist nemandi lágmarksnámsframvindu á önninni. Til viðbótar breytist 10 prósent lána í styrk við námslok, ljúki nemandi námi innan tilskilins tíma. Þetta eru ekki bara tölur á blaði. Þetta eru raunverulegar umbætur í lífi námsfólks. Í fyrsta lagi færist stuðningurinn nær námsmönnum. Þeir fá umbun fyrr, eða eftir hverja önn. Þetta skiptir máli fyrir fólk sem lifir við óvissu, býr við takmarkað fjármagn eða þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni samhliða námi. Fyrirsjáanleiki og reglulegur stuðningur eykur öryggi og getur jafnvel ráðið úrslitum um hvort fólk haldi námi sínu áfram eða ekki. Í öðru lagi nær stuðningurinn til stærri hóps. Með þessu fyrirkomulagi má gera ráð fyrir að fleiri lánþegar uppfylli skilyrði til að hljóta námsstyrk. Nú þegar njóta um 70 prósent lánþega styrks en í upphafi var gert ráð fyrir að allt að 90 prósent lánþega uppfylltu skilyrði um styrk. Með þessum breytingum erum við að færa kerfið nær því markmiði. Sömuleiðis hefjast endurgreiðslur 18 mánuðum eftir að námi lýkur í stað þess að hefjast einu ári eftir að námi lýkur eins og nú er. Þetta nýja fyrirkomulag hefur notið stuðnings meðal fulltrúa námsmanna. Það endurspeglar bæði aðstæður og raunverulegar þarfir þeirra, sem kerfinu er ætlað að þjóna. Aðgengi að háskólanámi snýst ekki eingöngu um inntökupróf eða námsárangur mældan í einkunnum. Staða námsmanna snýst einnig um fjárhagslegt öryggi, fyrirsjáanleika og traust kerfi sem styður námsmenn allan námsferilinn. Þegar einstaklingar vita að þeir fá stuðning jafnt og þétt, fyrir það að halda áfram og standa sig í námi, skilar það sér í betri námsárangri, minna brottfalli og jafnari möguleikum til náms, óháð aðstæðum. Með því að dreifa stuðningnum, auka sveigjanleika og byggja á raunverulegum aðstæðum námsmanna erum við að byggja réttlátara og skilvirkara kerfi. Fyrra kerfi þar sem engir námsstyrki voru í boði hindraði marga til náms og eða gerði þeim erfitt fyrir að ljúka námi sínu. Langvarandi fjárhagsfjötrar fyrra kerfis Tökum dæmi af ungri konu sem hóf hjúkrunarnám árið 2002. Hún hafði ekki annan kost en að taka fullt verðtryggt námslán til að fjármagna menntun sína. Hún stóð sig vel í námi og fékk lánið því greitt út í lok hverrar annar. Heildarfjárhæð lánsins nam í lokin 4.6 milljónum króna. Fyrsta afborgun þess var árið 2008, ári eftir að námi lauk. Á þeim tíma var hún orðin móðir með þrjú börn á sínu framfæri og borgaði auk þess af verðtryggðum húsnæðislánum. Hún er enn þann dag í dag að greiða af þessu námsláni. Til þessa hefur hún greitt 4,9 milljónir inn á lánið en engu að síður stendur það nú í 6,2 milljónum. Sem sagt fyrsta afborgun var árið 2008 og nú 18 árum síðar hefur hún greitt tæpar 5 milljónir inn á það. En það stendur samt í ríflega 6 milljónum. Og gleymum ekki að húsnæðislánin eru verðtryggð líka. Þegar hún loks lýkur við að greiða námslánið árið 2043, þá orðin sjötug, verður heildarupphæðin sem hún hefur greitt til að ná að mennta sig, og þar með færast upp um einhverja launaflokka, komin upp í um það bil 14 milljónir króna. Hún mun sem sagt við áætluð starfslok sín hafa endurgreitt námslánið næstum fjórfalt. Þetta er veruleikinn sem við bjuggum til fyrir unga fólkið okkar! Námslán eru skuldafjötrar sem fylgt geta fólki alla starfsævi þess. Þetta er staðan sem við ætlum að breyta. Það er von mín að sú samheldna verkstjórn sem nú situr að völdum gangi lengra áður en kjörtímabilinu lýkur. Þá verði séríslenskt ákvæði um verðtryggingu námslána fellt úr gildi. Flokkur fólksins fagnar þessari breytingu sem styður við þá námsmenn sem búa við kröppustu kjörin. Námsmenn eru með ólíkan bakgrunn og búa við ólíkar aðstæður. Málefni námsmanna eru eitt af forgangsmálum okkar. Búi fólk við ójöfn kjör og óréttlæti þá er það áherslumál Flokk fólksins að leiðrétta það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi er lagður grunnur að því að fleiri nemendur fái hluta námslána sinna breytt í styrk en nú er. Þegar lögin um menntasjóðs námsmanna tóku gildi árið 2020 var meginmarkmið þeirra að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi. Óháð aðstæðum einstaklinga, meðal annars með því að veita þeim námstyrki sem ljúka námi inna tilgreindra tímamarka. Kerfið markaði breytingu frá fyrra fyrirkomulagi með áherslu á að umbuna námsframvindu með styrkjum, í stað þess að bjóða aðeins upp á lán án sérstakra hvata til að ljúka námi á tilteknum tíma. Færri hafa notið styrkja en stefnt var að Reynslan af þessu kerfi hefur hins vegar leitt í ljós að það hefur ekki nýst nægilega mörgum til að fá hluta lána sinna breytt í styrk. Í skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í lok árs 2023 kemur fram að umtalsverður hluti lánþega nær ekki að uppfylla skilyrðin til námsstyrks. Þetta eru ekki endilega einstaklingar sem skortir metnað til að ljúka námi. Oftar en ekki eru þetta námsmenn sem mæta aðstæðum sem þeir hafa enga stjórn á – eins og veikindum, aukinni fjölskyldu- eða umönnunarábyrgð eða efnahagslegum þrengingum sem geta seinkað náminu. Í frumvarpinu er lagt til að styrkjakerfinu verði breytt á þann veg að stuðningurinn dreifist betur yfir námsferilinn. Í stað þess að námsmaður þurfi að bíða eins og núverandi kerfi er útfært fram að námslokum eftir 30 prósenta niðurfellingu á námslánum sínum, hafi hann staðist tímaáætlun yfir allan námsferilinn. Styrkir á hverri önn Í frumvarpinu er lagt til að 20 prósenta námsstyrkur falli til við lok hverrar annar, standist nemandi lágmarksnámsframvindu á önninni. Til viðbótar breytist 10 prósent lána í styrk við námslok, ljúki nemandi námi innan tilskilins tíma. Þetta eru ekki bara tölur á blaði. Þetta eru raunverulegar umbætur í lífi námsfólks. Í fyrsta lagi færist stuðningurinn nær námsmönnum. Þeir fá umbun fyrr, eða eftir hverja önn. Þetta skiptir máli fyrir fólk sem lifir við óvissu, býr við takmarkað fjármagn eða þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni samhliða námi. Fyrirsjáanleiki og reglulegur stuðningur eykur öryggi og getur jafnvel ráðið úrslitum um hvort fólk haldi námi sínu áfram eða ekki. Í öðru lagi nær stuðningurinn til stærri hóps. Með þessu fyrirkomulagi má gera ráð fyrir að fleiri lánþegar uppfylli skilyrði til að hljóta námsstyrk. Nú þegar njóta um 70 prósent lánþega styrks en í upphafi var gert ráð fyrir að allt að 90 prósent lánþega uppfylltu skilyrði um styrk. Með þessum breytingum erum við að færa kerfið nær því markmiði. Sömuleiðis hefjast endurgreiðslur 18 mánuðum eftir að námi lýkur í stað þess að hefjast einu ári eftir að námi lýkur eins og nú er. Þetta nýja fyrirkomulag hefur notið stuðnings meðal fulltrúa námsmanna. Það endurspeglar bæði aðstæður og raunverulegar þarfir þeirra, sem kerfinu er ætlað að þjóna. Aðgengi að háskólanámi snýst ekki eingöngu um inntökupróf eða námsárangur mældan í einkunnum. Staða námsmanna snýst einnig um fjárhagslegt öryggi, fyrirsjáanleika og traust kerfi sem styður námsmenn allan námsferilinn. Þegar einstaklingar vita að þeir fá stuðning jafnt og þétt, fyrir það að halda áfram og standa sig í námi, skilar það sér í betri námsárangri, minna brottfalli og jafnari möguleikum til náms, óháð aðstæðum. Með því að dreifa stuðningnum, auka sveigjanleika og byggja á raunverulegum aðstæðum námsmanna erum við að byggja réttlátara og skilvirkara kerfi. Fyrra kerfi þar sem engir námsstyrki voru í boði hindraði marga til náms og eða gerði þeim erfitt fyrir að ljúka námi sínu. Langvarandi fjárhagsfjötrar fyrra kerfis Tökum dæmi af ungri konu sem hóf hjúkrunarnám árið 2002. Hún hafði ekki annan kost en að taka fullt verðtryggt námslán til að fjármagna menntun sína. Hún stóð sig vel í námi og fékk lánið því greitt út í lok hverrar annar. Heildarfjárhæð lánsins nam í lokin 4.6 milljónum króna. Fyrsta afborgun þess var árið 2008, ári eftir að námi lauk. Á þeim tíma var hún orðin móðir með þrjú börn á sínu framfæri og borgaði auk þess af verðtryggðum húsnæðislánum. Hún er enn þann dag í dag að greiða af þessu námsláni. Til þessa hefur hún greitt 4,9 milljónir inn á lánið en engu að síður stendur það nú í 6,2 milljónum. Sem sagt fyrsta afborgun var árið 2008 og nú 18 árum síðar hefur hún greitt tæpar 5 milljónir inn á það. En það stendur samt í ríflega 6 milljónum. Og gleymum ekki að húsnæðislánin eru verðtryggð líka. Þegar hún loks lýkur við að greiða námslánið árið 2043, þá orðin sjötug, verður heildarupphæðin sem hún hefur greitt til að ná að mennta sig, og þar með færast upp um einhverja launaflokka, komin upp í um það bil 14 milljónir króna. Hún mun sem sagt við áætluð starfslok sín hafa endurgreitt námslánið næstum fjórfalt. Þetta er veruleikinn sem við bjuggum til fyrir unga fólkið okkar! Námslán eru skuldafjötrar sem fylgt geta fólki alla starfsævi þess. Þetta er staðan sem við ætlum að breyta. Það er von mín að sú samheldna verkstjórn sem nú situr að völdum gangi lengra áður en kjörtímabilinu lýkur. Þá verði séríslenskt ákvæði um verðtryggingu námslána fellt úr gildi. Flokkur fólksins fagnar þessari breytingu sem styður við þá námsmenn sem búa við kröppustu kjörin. Námsmenn eru með ólíkan bakgrunn og búa við ólíkar aðstæður. Málefni námsmanna eru eitt af forgangsmálum okkar. Búi fólk við ójöfn kjör og óréttlæti þá er það áherslumál Flokk fólksins að leiðrétta það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun