ÍR

Fréttamynd

ÍR-ingar safna liði fyrir Olís-deildina

Nýliðar ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. ÍR-ingar hafa samið við Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV og hinn unga Róbert Snær Örvarsson frá Haukum.

Handbolti
Fréttamynd

Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Semple frá ÍR í KR

KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur kom fyrstur í mark á nýju mótsmeti

Hlauparinn Hlynur Andrésson úr ÍR kom fyrstur í mark í 5000 metra hlaupi á nýju mótsmeti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór um helgina. Í kvennaflokki var það Íris Anna Skúla­dótt­ir sem kom fyrst í mark.

Sport
Fréttamynd

Guðni Valur rétt marði sigur og Erna Sól­ey vann með yfir­burðum

Íslandsmethafinn í kringlukasti, Guðni Valur Guðnason úr ÍR, rétt marði sigur í kringlukasti karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Þá sigraði Íslandsmethafinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi kvenna.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar fá argentínskan Þórsara

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Luciano Massarelli um að leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Massarelli kemur til liðsins frá Þór Þorlákshöfn.

Körfubolti
Fréttamynd

Bætingar í Breið­holti á 115 ára af­mæli ÍR

Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.