HM 2021 í handbolta

Fréttamynd

Þórir þjálfari ársins í fyrsta sinn

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2021 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Hún hefur valið rétta foreldra“

Ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta var hin 22 ára Henny Reistad. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir hana einstakan leikmann.

Handbolti
Fréttamynd

„Vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð“

Það að Þórir Hergeirsson stýri norska kvennalandsliðinu í handbolta í verðlaunasæti á stórmótum er orðinn jafn fastur hluti af aðventunni og kertaljós, mandarínur og skata. Á sunnudaginn varð Noregur heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi, 29-22. Þórir segir vinnusemi og góðan liðsanda lykilinn að árangrinum sem hann tekur svo sannarlega ekki sem sjálfsögðum hlut.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir á leið með norsku stelpurnar í tíunda úrslitaleikinn

Norska kvennalandsliðið í handbolta er á leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins eftir nokkuð öruggan sex marka sigur gegn heimakonum frá Spáni. Lokatölur urðu 27-21, en þetta er í tíunda skipti sem norska liðið fer í úrslitaleik á stórmóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Leikmenn hverfa á miðju HM kvenna í handbolta

Íranska landsliðið er að keppa á HM kvenna í handbolta sem nú stendur yfir á Spáni. Það lítur út fyrir það að það munu ekki allir leikmenn liðsins skila sér heim af mótinu. Þá sögu geta fleiri lönd sagt.

Handbolti
Fréttamynd

Spánverjar í undanúrslit á heimavelli

Spænska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsin í handbolta sem fram fer á Spáni um þessar mundir með fimm marka sigri gegn Þjóðverjum, 26-21.

Handbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.