Handbolti

Danir stungu af í seinni hálfleik og eru á leið í undanúrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir eru á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í handbolta.
Danir eru á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images

Danska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í handbolta með öruggum fimm marka sigri gegn Brasilíu, 30-25.

Danir höfðu yfirhöndina mest allan fyrri hálfleikinn, en áttu í stökustu vandræðum með að hrista þær brasilísku af sér. Mestur varð munurinn þrjú mörk, en þegar flautað var tik hálfleiks var staðan 14-13, dönsku stelpunum í vil.

Danska liðið hafði áfram yfirhöndina í seinni hálfleik og hægt og bítandi juku þær forskot sitt. Undir lok leiksins var munurinn orðinn sex mörk og brekkan orðin of brött fyrir brasilíska liðið. Danir unnu að lokum fimm marka sigur, 30-25, og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þar sem þær mæta annað hvort Frökkum eða Svíum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×