Handbolti

Þórir á leið með norsku stelpurnar í tíunda úrslitaleikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í sinn tíunda úrslitaleik.
Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í sinn tíunda úrslitaleik. Getty/Baptiste Fernandez

Norska kvennalandsliðið í handbolta er á leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins eftir nokkuð öruggan sex marka sigur gegn heimakonum frá Spáni. Lokatölur urðu 27-21, en þetta er í tíunda skipti sem norska liðið fer í úrslitaleik á stórmóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar.

Norsku stelpurnar byrjuðu betur og komust fljótt í fjögurra marka forskot í stöðunni 7-3. Spænska liðið náði vopnum sínum og minnkaði muninn jafnt og þétt. Spánverjar náðu að jafna leikinn fyrir hálfleik, en staðan var 11-11 þegar gengið var til búningsherbergja.

Norsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik og náðu forystunni snemma. Hægt og rólega juku þær forskot sitt og unnu að lokum öruggan  marka sigur, .

Eins og áður segir er norska kvennalandsliðið nú á leið í sinn tíunda úrslitaleik undir stjórn Þóris. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en þar verða það Frakkar sem mæta norska liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×