Frjósemi

Fréttamynd

Minnkandi frjó­semi á­hyggju­efni

Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót.

Erlent
Fréttamynd

Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni

„Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki bara mál feitra kvenna“

Andrea Eyland ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli.

Lífið
Fréttamynd

„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“

Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Kveður legið sátt og þakklát

Kristborg Bóel Steindórsdóttir segir að sér hafi verið mjög brugðið þegar það uppgötvaðist á dögunum fyrir tilviljun stórt vöðvaæxli í legi hennar. Kristborgu hafði ekki grunað að það væru breytingar á leginu en æxlið var fjarlægt með skurðaðgerð og legnám gert í leiðinni.

Lífið
Fréttamynd

Valdi að eignast börnin ein

Börn Önnu Þorsteinsdóttur eiga aðeins eitt foreldri en Anna hefur þurft að svara dónalegum spurningum um ákvörðun sína að eignast þau ein og segir að fólk hafi mikla skoðun á því að þetta val geti haft skaðleg áhrif á börnin til framtíðar

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.