Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar 2. nóvember 2025 07:02 Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar