Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Við ætlum ekki að vera Titanic“

Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann.

Sport
Fréttamynd

Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu

Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt

Innlent
Fréttamynd

Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu

Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Júní nú út úr myndinni hjá UEFA

UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingar líkast til enn staddir í 93 löndum

Utanríkisráðuneytið vinnur enn hörðum höndum að því að koma Íslendingum örugglega heim. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hefur það stærðarinnar verkefni meira og minna tekið yfir alla starfsemi ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.200

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.220 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 85 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur

Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum

Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 

Innlent