
Hrekkjavaka

Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum
Það var tryllt stemning á skemmtistaðnum AUTO um síðustu helgi þar sem fjöldi fólks skemmti sér fram á rauða nótt í mis óhugnanlegum búningum.

Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu
Hryllingurinn sveif yfir vötnum á hrekkjavökupartýinu Skuggamessunni á Ölveri um helgina. Metnaðurinn sem lagður var í búninga var mikill og fræga fólkið lét sig ekki vanta.

Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar
Hrekkjavökuteiti voru fyrirferðamikil hjá stjörnum landins í liðinni viku enda var hrekkjavakan haldin hátíðlega víðsvegar um heiminn síðastliðinn fimmtudag. Tónlistarkonan Salka Sól og félagar hennar héldu eitt flottasta hrekkjavökupartýið á laugardagskvöld þar sem stórstjörnur landsins komu saman.

Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna
Líkt og flestir vita fór hrekkjavökuhátíðin fram síðastliðinn fimmtudag. Stjörnurnar Hollywood eru ekki undanskildar og halda hátíðlega upp á hrekkjavökuna ár hvert og keppast um að klæðast flottasta búningnum.

Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi
Ofurfyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti með eiginmanni sínum, Tom Kaulitz, í þeirra árlega hrekkjavökupartí í New York í gærkvöldi, klædd upp sem geimveran E.T. úr samnefndri kvikmynd frá árinu 1982.

Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið
Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir.

Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans
Ungir umhverfissinnar bjóða á laugardaginn í matarveislu úr rusli og hrekkjavökuhátíð lífvera. Náttúruverndarfulltrúi hjá Ungum umhverfissinnum segir að samtökin vilji gera loftslagsmál heit aftur og draga úr efasemdum.

Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, er farin að telja niður dagana í hrekkjavökuna, sem fer fram þann 31. október næstkomandi. Í tilefni hátíðarinnar deildi hún tveimur hryllilega gómsætum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru fullkomnar í hrekkjavökuboðið.

Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna
Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum.

Horfði 10 ára á Exorcist
„Ég hef alltaf verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var lítill. Ég er fæddur og uppalinn í Venesúela og man eftir að hafa leigt Exorcist myndirnar á VHS og ég var aðeins 10 ára. Einmitt vegna þessarar ástríðu fyrir hryllingsmyndum fór ég í ár að sjá The Nun II í bíó og hugsaði: í ár gæti ég endurskapað The Nun,“ segir Junior Sanchez Montes, sigurvegari búningakeppninnar í Halloween partýi FM957 og LÚX nightclub sem fram fór helgina fyrir Hrekkjavöku.

Mannakjöt vakti lukku á Hrekkjavöku
Útgáfu ljóðabókarinnar Mannakjöts var fagnað rækilega í útgáfuhófi á Tryggvagötu 10 á þriðjudag. Um hundrað manns mættu til að hlusta á rithöfundinn Magnús Jochum Pálsson lesa upp úr bókinni, neyta veiga og kaupa árituð eintök beint frá höfundi.

Stjörnur landsins eins og þú hefur aldrei séð þær fyrr
Hrekkjavakan fór fram með pompi og prakt víðs vegar um landið þar sem heilu hverfin voru skreytt í anda hátíðarinnar. Ungir jafnt sem aldnir klæddu sig upp í allra kvikinda líki og gengu húsanna á milli í von um sælgæti. Stjörnur landsins létu sig ekki vanta í gleðina og birtu myndir af afrakstrinum á samfélagmiðlum.

Rúrik meðal gesta í klikkuðu partý hjá Heidi Klum
Rúrik Gíslason, athafnamaður og fyrirsæta, lagði land undir fót og mætti í árlegt Hrekkjavökupartí stórfyrirsætunnar Heidi Klum á næturklúbbnum Marquee í New York í gærkvöldi.

Heidi Klum toppar sig í búningadeildinni
Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir að taka hrekkjavökunni alvarlega, að minnsta kosti þegar kemur að búningum. Hún sló heldur betur í gegn í fyrra þegar hún mætti í sitt árlega hrekkjavökuteiti klædd sem ormur.

Eva Laufey hélt hræðilegt hrekkjavökuboð
Bakstursdrottningin og markaðsstýran Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran elskar að eigin sögn hrekkjavökuna. Hún lét því sitt ekki eftir liggja og galdraði fram glæsilegt veisluborð í tilefni dagsins.

Tryllt Halloweenpartý FM957 - myndaveisla
Hrekkjavökupartý FM957 fór fram um helgina á Lúx. Ströng búningaskylda var á viðburðinn og gestir stóðu sannarlega við sitt og mættu í hrikalega flottum búningum.

Seiðskrattinn og elddrottningin heimsækja Árbæjarsafn á Hrekkjavöku
Hrekkjavaka verður að vanda haldin hátíðleg á Árbæjarsafni í Reykjavík í kvöld þar sem seiðskrattinn ógurlegi og elddrottningin munu meðal annars sýna listir sínar.

Tannlæknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Selfossi
Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum.

Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti
Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti.

Hrikalega sýnileg
Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október.

Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag
Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs.

Hryllilegustu veisluborð allra tíma
Hrekkjavakan nálgast og verður haldin hátíðleg víða um land þann 31. október. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður og er orðinn siður á mörgum heimilum.

Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni
Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni.

Natalia skar út flottasta graskerið
Natalia Matak rúllaði upp Graskersleik FM957 og Fjarðarkaupa sem fram fór á dögunum en hún skar út hrikalega flott grasker fyrir Hrekkjavökuna.

Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar
„Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint.

Heidi Klum mætti sem ormur
Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í.

Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club
Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur.

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði
Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum
Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda.

Kónguló, kisa og Pamela Anderson: Búningar Kardashian fjölskyldunnar í gegnum árin
Kardashian fjölskyldan fer alla leið í því sem þau taka sér fyrir hendur og hrekkjavakan er engin undantekning á því. Hér er búið að taka saman nokkra af þeim búningum sem systurnar hafa klæðst í gegnum árin.