Samherji og Seðlabankinn

Fréttamynd

Már upptekinn í útlöndum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss.

Innlent
Fréttamynd

Samherji segir rangt sagt frá

Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál

Innlent
Fréttamynd

Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð

Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar

Dómi héraðsdóms, þar sem ógilt var staðfesting ríkissaksóknara á ákvörðun lögreglu um að hefja ekki rannsókn á röngum sakargiftum stjórnenda Seðlabankans, hefur verið áfrýjað. Dómurinn gengur gegn fordæmi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Hinir vammlausu á Kalkofnsvegi

Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds.

Skoðun
Fréttamynd

Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka

Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefst þess að stjórnendur sæti ábyrgðar

Þorsteinn Már Baldvinsson vill að æðsta stjórn Seðlabanka Íslands axli ábyrgð á þeirri rannsókn sem hann og aðrir starfsmenn Samherja sætti vegna meintra brota á gjaldeyrislögum og kalli menn til ábyrgðar til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögreglan eini aðilinn sem geti upplýst

Dómarinn sem dótturfélag Samherja kærði fyrir brot í opinberu starfi veitti úrskurði til leitar og haldlagningar hjá 29 mismunandi fyrirtækjum á rúmlega tveimur tímum frá því honum barst beiðni frá Seðlabankanum.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.