Hvenær er maður saklaus? Jón Kjartan Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun