Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 20:33 Vísir/Pjetur Seðlabankinn Íslands segir að þrátt fyrir að embættis sérstaks saksóknara hafi fellt niður mál gegn Samherja hf. og tengdum félögum vegna gruns um brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál sé fátt sem standi í vegi fyrir því að bankinn beiti „lögaðila stjórnvaldssektum.“ Áður en ákvörðum sé tekin um það muni bankinn þó fara yfir niðurstöðu sérstaks saksóknara sem upplýsti bankann um ákvörðun sína um að fella niður málið á föstudaginn síðastliðinn. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringum í tilkynningu sinni til fjölmiðla. Þar segir meðal annars að embætti sérstaks saksóknara hafi metið það sem svo að að erfitt hafi verið að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn Samherja. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Seðlabanki Íslands var upplýstur síðdegis á föstudag um ákvörðun embættis sérstaks saksóknara um að fella niður mál, sem Seðlabanki Íslands kærði til embættisins í september 2013, vegna gruns um brot í starfsemi Samherja hf. og tengdra félaga gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringumKæra Seðlabanka Íslands byggði á þeirri skyldu bankans samkvæmt gjaldeyrislögum að kæra til sérstaks saksóknara grun um meiriháttar brot á þeim lögum.Í upphafi beindist kæran að Samherja hf. og tengdum félögum. Við athugun embættis sérstaks saksóknara á þeirri kæru kom hins vegar í ljós að mistök voru gerð þegar fjármagnshöft voru sett í nóvember 2008 þannig að ekki var hægt að kæra lögaðila vegna brota á lögunum.Seðlabankinn kærði því málið að nýju, þar sem sakarefni voru eftir því sem mögulegt var heimfærð á einstaka fyrirsvarsmenn umræddra félaga.Í niðurstöðu sinni sem kynnt var bankanum síðastliðinn föstudag gerir embætti sérstaks saksóknara ekki athugasemd við að kærð háttsemi geti talist brotleg við lög.Hins vegar er erfitt að mati embættisins að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn.Þá er að mati embættisins ekki hægt að sakfella vegna meintra brota sem urðu á tímabilinu 15. desember 2008 til 31. október 2009 sakir þess að samþykki viðskiptaráðherra við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem settar voru í desember 2008 var ekki tryggt með viðunandi hætti.Taldi embættið því ekki líklegt að saksókn myndi leiða til sakfellingar stjórnenda félaganna og því rétt að endursenda málið til Seðlabanka Íslands til meðferðar og ákvörðunar um hvort ætluð brot í málinu gefi tilefni til beitingu stjórnsýsluviðurlaga.Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum.Þó hafa annmarkar sem urðu við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál frá desember 2008 áhrif á ákvarðanir sem Seðlabanki Íslands tekur vegna ætlaðra brota í tíð reglnanna. Ljóst er að þessir ágallar sem urðu í tengslum við breytingar á lögum um gjaldeyrismál í nóvember árið 2008 og komið hafa í ljós eftir að málið var kært í upphafi hafa haft áhrif á málið.Seðlabanki Íslands mun í framhaldinu fara yfir niðurstöðu embættis sérstaks saksóknara áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Eftir sem áður mun Seðlabanki Íslands sem endranær framfylgja lögum um gjaldeyrismál af staðfestu, samviskusemi og sanngirni, eins og lagaskylda hans býður. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Seðlabankinn Íslands segir að þrátt fyrir að embættis sérstaks saksóknara hafi fellt niður mál gegn Samherja hf. og tengdum félögum vegna gruns um brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál sé fátt sem standi í vegi fyrir því að bankinn beiti „lögaðila stjórnvaldssektum.“ Áður en ákvörðum sé tekin um það muni bankinn þó fara yfir niðurstöðu sérstaks saksóknara sem upplýsti bankann um ákvörðun sína um að fella niður málið á föstudaginn síðastliðinn. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringum í tilkynningu sinni til fjölmiðla. Þar segir meðal annars að embætti sérstaks saksóknara hafi metið það sem svo að að erfitt hafi verið að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn Samherja. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Seðlabanki Íslands var upplýstur síðdegis á föstudag um ákvörðun embættis sérstaks saksóknara um að fella niður mál, sem Seðlabanki Íslands kærði til embættisins í september 2013, vegna gruns um brot í starfsemi Samherja hf. og tengdra félaga gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringumKæra Seðlabanka Íslands byggði á þeirri skyldu bankans samkvæmt gjaldeyrislögum að kæra til sérstaks saksóknara grun um meiriháttar brot á þeim lögum.Í upphafi beindist kæran að Samherja hf. og tengdum félögum. Við athugun embættis sérstaks saksóknara á þeirri kæru kom hins vegar í ljós að mistök voru gerð þegar fjármagnshöft voru sett í nóvember 2008 þannig að ekki var hægt að kæra lögaðila vegna brota á lögunum.Seðlabankinn kærði því málið að nýju, þar sem sakarefni voru eftir því sem mögulegt var heimfærð á einstaka fyrirsvarsmenn umræddra félaga.Í niðurstöðu sinni sem kynnt var bankanum síðastliðinn föstudag gerir embætti sérstaks saksóknara ekki athugasemd við að kærð háttsemi geti talist brotleg við lög.Hins vegar er erfitt að mati embættisins að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn.Þá er að mati embættisins ekki hægt að sakfella vegna meintra brota sem urðu á tímabilinu 15. desember 2008 til 31. október 2009 sakir þess að samþykki viðskiptaráðherra við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem settar voru í desember 2008 var ekki tryggt með viðunandi hætti.Taldi embættið því ekki líklegt að saksókn myndi leiða til sakfellingar stjórnenda félaganna og því rétt að endursenda málið til Seðlabanka Íslands til meðferðar og ákvörðunar um hvort ætluð brot í málinu gefi tilefni til beitingu stjórnsýsluviðurlaga.Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum.Þó hafa annmarkar sem urðu við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál frá desember 2008 áhrif á ákvarðanir sem Seðlabanki Íslands tekur vegna ætlaðra brota í tíð reglnanna. Ljóst er að þessir ágallar sem urðu í tengslum við breytingar á lögum um gjaldeyrismál í nóvember árið 2008 og komið hafa í ljós eftir að málið var kært í upphafi hafa haft áhrif á málið.Seðlabanki Íslands mun í framhaldinu fara yfir niðurstöðu embættis sérstaks saksóknara áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Eftir sem áður mun Seðlabanki Íslands sem endranær framfylgja lögum um gjaldeyrismál af staðfestu, samviskusemi og sanngirni, eins og lagaskylda hans býður.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira