Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sæunn Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2015 14:46 Þorsteinn Már Baldvinsson sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Eftir skoðun á málinu hefur skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu í sakamáli sérstaks saksóknara á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja.Vísir greindi frá því þann 4. september síðastliðinn að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður mál tengd Samherja, niðurstaða embættisins var að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Þorsteinn sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi einnig Seðlabankann, og taldi þörf á að bankinn fjármálaráðherra og Alþingi tækju afstöðu til þess hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. Í frétt á vef Samherja segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við það sem þeir hafi alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hafi verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan sé að starfsfólk Samherja og dótturfélaga þeirra hafi unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt segir að ítreka skuli að staðfest hafi verið að ávirðingar Seðlabankans hafi verið efnislega rangar og hafi ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hafi frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að Samherja, félaginu og starfsfólki, verði því ekki kölluð annað en ljót og sé bankanum til minnkunar. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Eftir skoðun á málinu hefur skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu í sakamáli sérstaks saksóknara á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja.Vísir greindi frá því þann 4. september síðastliðinn að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður mál tengd Samherja, niðurstaða embættisins var að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Þorsteinn sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi einnig Seðlabankann, og taldi þörf á að bankinn fjármálaráðherra og Alþingi tækju afstöðu til þess hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. Í frétt á vef Samherja segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við það sem þeir hafi alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hafi verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan sé að starfsfólk Samherja og dótturfélaga þeirra hafi unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt segir að ítreka skuli að staðfest hafi verið að ávirðingar Seðlabankans hafi verið efnislega rangar og hafi ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hafi frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að Samherja, félaginu og starfsfólki, verði því ekki kölluð annað en ljót og sé bankanum til minnkunar.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04