Ólga innan Eflingar

Fréttamynd

Vinnan heldur áfram

Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn Eflingar biður um frið frá fjöl­miðlum

Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. 

Innlent
Fréttamynd

Agnieszka tekur við af Sólveigu Önnu

Stjórn Eflingar kaus Agnieszku Ewu Ziólkowsku til að taka við embætti formanns stéttarfélagsins af Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér á sunnudagskvöld. Formanns- og stjórnarkosningar verða haldnar fyrir lok mars.

Innlent
Fréttamynd

Segir fram­­göngu trúnaðar­manna ó­­verjandi

Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg.

Innlent
Fréttamynd

Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman.

Innlent
Fréttamynd

Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður.

Innlent
Fréttamynd

Sólin að setjast á storma­­sama, tíðinda­­mikla, rót­tæka og her­­skáa for­­manns­­tíð Sól­veigar Önnu

Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil.

Innlent
Fréttamynd

Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi

Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Sól­veigu Önnu og fé­laga um út­­lendinga­and­úð

Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni

Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Kald­rifjað morð á verka­lýðs­leið­toga ofar­lega í huga Viðars

Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Bar­átta Sól­veigar

Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni.

Skoðun
Fréttamynd

Efling slaufar fræðslufundi um betri samskipti

Verkalýðsfélagið Efling hafði boðið til sérstaks fræðslufundar fyrir fyrirtæki undir yfirskriftinni „Betri vinnustaður og betri samskipti“ en honum virðist hafa verið frestað um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins.

Innlent