Innlent Lyf og heilsa styrkir PSÍ Parkinsonssamtök Íslands, PSÍ, hafa gert tveggja ára samstarfssamning við Lyf og heilsu um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili samtakanna. Innlent 13.10.2005 19:27 Tvíkjálkabrotinn fær bætur Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, aðfararnótt 17. júní í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:27 Fólk veit lítið um ráðherra Um það bil helmingur landsmanna hefur ekki hugmynd um hvaða ráðherra gegnir hvaða ráðherraembætti, samkvæmt könnun, sem Morgunblaðið greinir frá. Vitneskja fólks er greinilega mismunandi eftir aldri og menntun. Þannig veit fleira roskið fólk og menntað fólk hvaða ráðherra gegnir hvaða embætti og fleiri karlar hafa það á hreinu en konur. Innlent 13.10.2005 19:27 Eldur í eldhúsi við Rauðarárstíg Á áttunda tímanum í kvöld varð eldur laus í eldhúsi íbúðar sem stendur við Rauðarárstíg. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur voru tveir slökkvibílar sendir á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. Innlent 13.10.2005 19:27 Krefjast skattalækkunar á bensín Félag íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara fram á við íslensk stjórnvöld að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. Innlent 13.10.2005 19:27 Mikill munur á matarverði Mikill munur var á hæsta og lægsta verði margra vörutegunda í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands framkvæmdi í byrjun mánaðarins. Innlent 13.10.2005 19:27 Sótt um lóðir í Þingahverfi Á milli tvö og þrjú þúsund manns sóttu um lóðir fyrir rúmlega 200 íbúðir í landi Kópavogs, svokölluðu Þingahverfi á Vatnsenda. Byrjað var að úthluta gögnum vegna lóðanna fyrir þremur vikum, en frestur til að skila inn gögnum rann út klukkan þrjú í dag. Að sögn fulltrúa á skrifstofu bæjarskipulags Kópavogs er gert ráð fyrir að niðurstða liggi fyrir í ágúst. Innlent 13.10.2005 19:27 Ók á konu og flúði Ekið var á konu við Vaglaskóg í nótt og ökumaðurinn stakk síðan af. Þegar hann var kominn nokkuð frá vettvangi beið lögreglan á Akureyri eftir honum og gómaði hann. Þá var einnig ekið á mann á Flúðum seint í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:27 Vegurinn opnaður um níuleytið Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða mun verða opnaður um klukkan níu í kvöld að sögn Vegagerðarinnar. Unnið hefur verið að því frá því upp úr hádegi að ryðja veginn eftir að aurskriður féllu á hann. Ökumönnum er þó bent á að fara varlega því fleiri aurskriður gætu fallið. Innlent 13.10.2005 19:27 Skessuhorn kaupir vefinn 847.is Fyrirtækið Skessuhorn ehf, sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi og vefmiðilinn skessuhorn.is, hefur fest kaup á hestavefnum 847.is. Innlent 13.10.2005 19:27 GSM-sendir Og Vodafone úti GSM-sendir hjá Og Vodafone er úti á Egilsstöðum vegna bilunar í ljósleiðara á Austurlandi. Þá hefur bilunin einnig áhrif á ADSL-notendur á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og á Djúpavogi. Innlent 17.10.2005 23:41 Sigur Rós syngur á íslensku Upptökum á nýrri geislaplötu hljómsveitarinnar Sigur Rósar er lokið en þær hafa staðið með hléum síðasta eina og hálfa árið. Innlent 13.10.2005 19:27 Ljósleiðari rofnaði fyrir austan Ljósleiðari Símans rofnaði um hádegið í dag, að því er talið er vegna aurskriðunnar sem féll á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bilunin hefur engin áhrif á talsímasamband Símans á þessu svæði. Aftur á móti liggur útsending Ríkisjónvarpsins niðri en útsending Ríkisútvarpsins er inni. Innlent 13.10.2005 19:27 Húsbíll fauk út af Síðdegis í gær fauk húsbíll út af veginum við Böðvarsholt í Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur en allir sem í bílnum voru sluppu nokkuð vel og fengu að fara heim eftir læknisskoðun. Innlent 13.10.2005 19:27 Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Innlent 13.10.2005 19:27 Umferðin dreifðari en oft áður Ein mesta ferðahelgi ársins er afstaðin. Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en víða urðu minniháttar óhöpp einkum vegna veðurs. Innlent 13.10.2005 19:27 Ók próflaus á hús Um klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Austurborginni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að komast undan. Það tókst þó ekki betur en svo að bíllinn hafnaði inni í húsagarði á gatnamótum Skeiðarvogs og Langholtsvegs og rakst þar á húsvegg. Innlent 13.10.2005 19:27 Talsvert tjón vegna rigninga Gríðarleg rigning á Austurlandi olli víða tjóni í gær. Um hádegisbil féllu skriður á veginn í Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og var veginum fljótlega lokað vegna skemmda og hættuástands. Vegurinn var lokaður allan daginn í gær. Innlent 13.10.2005 19:27 200 bíða eftir að komast í meðferð Eftirmeðferðarstöðvum SÁÁ, Vík og Staðarfelli, þarf að loka í sex vikur yfir sumarmánuðina. Þórarinn Tyrfingsson segir nauðsynlegt að loka til að spara peninga. Innlent 13.10.2005 19:27 Sviftivindasamt víða um land Það er mjög sviftivindasamt víða um land og vill Umferðarstofa beina þeim tilmælum til ökumanna, og þá sérstaklega þeirra sem að eru með eftirvagna, að halda löglegum hraða. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarfulltrúa slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu gengur umferðin yfirleitt vel fyrir sig og það virðist ekki vera mikið um framúrakstur Innlent 13.10.2005 19:27 Enginn handtekinn í nauðgunarmáli Enginn hefur enn verið handtekinn vegna nauðgunarmáls sem kom upp í Ólafsvík í fyrrinótt. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun og taldi að sér hefði verið byrlað ólyfjan. Tvær aðrar stúlkur tilkynntu lögreglu líka að þær teldu að þeim hafi verið byrlað einhverju álíka. Innlent 13.10.2005 19:27 Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. Innlent 13.10.2005 19:27 Kaup 10-11 einn ákæruliða Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Innlent 13.10.2005 19:27 Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. Innlent 13.10.2005 19:27 Sjö bílar hið minnsta fastir Að minnsta kosti sjö bílar eru fastir á milli aurskriða sem féllu á veginn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í dag. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og búast má við að ástandið vari að minnsta kosti fram á kvöld. Innlent 13.10.2005 19:27 Stakkst réttindalaus inn í garð Sautján ára ökumaður en réttindalaus reyndi að hrista lögregluna af sér um hálfþrjúleytið í nótt með þeim afleiðingum að hann stakkst inn í garð á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og staðnæmdist harkalega á húsinu. Innlent 13.10.2005 19:27 Viðgerð lokið á Farice-strengnum Viðgerð er lokið á Farice-strengnum lauk í nótt en ekkert samband hefur verið um hann um nokkura daga skeið. Viðgerðin hófst um miðnætti og var samband komið á um klukkan þrjú. Innlent 13.10.2005 19:27 Davíð þyrlar upp ryki Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir þingmenn stjórnarandstöðunnar eki þora að spyrja um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir því þeir óttist svarið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á allt öðru máli. Innlent 13.10.2005 19:27 Samfylkingin tilnefnir síðust Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn. Innlent 13.10.2005 19:27 Varað við veðurofsa á Kjalarnesi Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og endaði utan vegar þegar skyndileg vindhviða reið yfir í Kollafirði fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík er talið að meiðsl mannsins séu minniháttar. Veðurofsi er þessa stundina á Kjalarnesi og beinir lögregla þeim tilmælum til ökumanna að fara mjög varlega. Bílar með tjaldvagna og fellihýsi í eftirdragi gætu jafnvel þurft að bíða á meðan veðrið gengur yfir.</font /> Innlent 13.10.2005 19:27 « ‹ ›
Lyf og heilsa styrkir PSÍ Parkinsonssamtök Íslands, PSÍ, hafa gert tveggja ára samstarfssamning við Lyf og heilsu um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili samtakanna. Innlent 13.10.2005 19:27
Tvíkjálkabrotinn fær bætur Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, aðfararnótt 17. júní í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:27
Fólk veit lítið um ráðherra Um það bil helmingur landsmanna hefur ekki hugmynd um hvaða ráðherra gegnir hvaða ráðherraembætti, samkvæmt könnun, sem Morgunblaðið greinir frá. Vitneskja fólks er greinilega mismunandi eftir aldri og menntun. Þannig veit fleira roskið fólk og menntað fólk hvaða ráðherra gegnir hvaða embætti og fleiri karlar hafa það á hreinu en konur. Innlent 13.10.2005 19:27
Eldur í eldhúsi við Rauðarárstíg Á áttunda tímanum í kvöld varð eldur laus í eldhúsi íbúðar sem stendur við Rauðarárstíg. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur voru tveir slökkvibílar sendir á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. Innlent 13.10.2005 19:27
Krefjast skattalækkunar á bensín Félag íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara fram á við íslensk stjórnvöld að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. Innlent 13.10.2005 19:27
Mikill munur á matarverði Mikill munur var á hæsta og lægsta verði margra vörutegunda í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands framkvæmdi í byrjun mánaðarins. Innlent 13.10.2005 19:27
Sótt um lóðir í Þingahverfi Á milli tvö og þrjú þúsund manns sóttu um lóðir fyrir rúmlega 200 íbúðir í landi Kópavogs, svokölluðu Þingahverfi á Vatnsenda. Byrjað var að úthluta gögnum vegna lóðanna fyrir þremur vikum, en frestur til að skila inn gögnum rann út klukkan þrjú í dag. Að sögn fulltrúa á skrifstofu bæjarskipulags Kópavogs er gert ráð fyrir að niðurstða liggi fyrir í ágúst. Innlent 13.10.2005 19:27
Ók á konu og flúði Ekið var á konu við Vaglaskóg í nótt og ökumaðurinn stakk síðan af. Þegar hann var kominn nokkuð frá vettvangi beið lögreglan á Akureyri eftir honum og gómaði hann. Þá var einnig ekið á mann á Flúðum seint í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:27
Vegurinn opnaður um níuleytið Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða mun verða opnaður um klukkan níu í kvöld að sögn Vegagerðarinnar. Unnið hefur verið að því frá því upp úr hádegi að ryðja veginn eftir að aurskriður féllu á hann. Ökumönnum er þó bent á að fara varlega því fleiri aurskriður gætu fallið. Innlent 13.10.2005 19:27
Skessuhorn kaupir vefinn 847.is Fyrirtækið Skessuhorn ehf, sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi og vefmiðilinn skessuhorn.is, hefur fest kaup á hestavefnum 847.is. Innlent 13.10.2005 19:27
GSM-sendir Og Vodafone úti GSM-sendir hjá Og Vodafone er úti á Egilsstöðum vegna bilunar í ljósleiðara á Austurlandi. Þá hefur bilunin einnig áhrif á ADSL-notendur á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og á Djúpavogi. Innlent 17.10.2005 23:41
Sigur Rós syngur á íslensku Upptökum á nýrri geislaplötu hljómsveitarinnar Sigur Rósar er lokið en þær hafa staðið með hléum síðasta eina og hálfa árið. Innlent 13.10.2005 19:27
Ljósleiðari rofnaði fyrir austan Ljósleiðari Símans rofnaði um hádegið í dag, að því er talið er vegna aurskriðunnar sem féll á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bilunin hefur engin áhrif á talsímasamband Símans á þessu svæði. Aftur á móti liggur útsending Ríkisjónvarpsins niðri en útsending Ríkisútvarpsins er inni. Innlent 13.10.2005 19:27
Húsbíll fauk út af Síðdegis í gær fauk húsbíll út af veginum við Böðvarsholt í Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur en allir sem í bílnum voru sluppu nokkuð vel og fengu að fara heim eftir læknisskoðun. Innlent 13.10.2005 19:27
Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Innlent 13.10.2005 19:27
Umferðin dreifðari en oft áður Ein mesta ferðahelgi ársins er afstaðin. Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en víða urðu minniháttar óhöpp einkum vegna veðurs. Innlent 13.10.2005 19:27
Ók próflaus á hús Um klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Austurborginni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að komast undan. Það tókst þó ekki betur en svo að bíllinn hafnaði inni í húsagarði á gatnamótum Skeiðarvogs og Langholtsvegs og rakst þar á húsvegg. Innlent 13.10.2005 19:27
Talsvert tjón vegna rigninga Gríðarleg rigning á Austurlandi olli víða tjóni í gær. Um hádegisbil féllu skriður á veginn í Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og var veginum fljótlega lokað vegna skemmda og hættuástands. Vegurinn var lokaður allan daginn í gær. Innlent 13.10.2005 19:27
200 bíða eftir að komast í meðferð Eftirmeðferðarstöðvum SÁÁ, Vík og Staðarfelli, þarf að loka í sex vikur yfir sumarmánuðina. Þórarinn Tyrfingsson segir nauðsynlegt að loka til að spara peninga. Innlent 13.10.2005 19:27
Sviftivindasamt víða um land Það er mjög sviftivindasamt víða um land og vill Umferðarstofa beina þeim tilmælum til ökumanna, og þá sérstaklega þeirra sem að eru með eftirvagna, að halda löglegum hraða. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarfulltrúa slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu gengur umferðin yfirleitt vel fyrir sig og það virðist ekki vera mikið um framúrakstur Innlent 13.10.2005 19:27
Enginn handtekinn í nauðgunarmáli Enginn hefur enn verið handtekinn vegna nauðgunarmáls sem kom upp í Ólafsvík í fyrrinótt. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun og taldi að sér hefði verið byrlað ólyfjan. Tvær aðrar stúlkur tilkynntu lögreglu líka að þær teldu að þeim hafi verið byrlað einhverju álíka. Innlent 13.10.2005 19:27
Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. Innlent 13.10.2005 19:27
Kaup 10-11 einn ákæruliða Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Innlent 13.10.2005 19:27
Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. Innlent 13.10.2005 19:27
Sjö bílar hið minnsta fastir Að minnsta kosti sjö bílar eru fastir á milli aurskriða sem féllu á veginn um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í dag. Slæmt veður er á þessum slóðum, rigning og rok, og búast má við að ástandið vari að minnsta kosti fram á kvöld. Innlent 13.10.2005 19:27
Stakkst réttindalaus inn í garð Sautján ára ökumaður en réttindalaus reyndi að hrista lögregluna af sér um hálfþrjúleytið í nótt með þeim afleiðingum að hann stakkst inn í garð á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og staðnæmdist harkalega á húsinu. Innlent 13.10.2005 19:27
Viðgerð lokið á Farice-strengnum Viðgerð er lokið á Farice-strengnum lauk í nótt en ekkert samband hefur verið um hann um nokkura daga skeið. Viðgerðin hófst um miðnætti og var samband komið á um klukkan þrjú. Innlent 13.10.2005 19:27
Davíð þyrlar upp ryki Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir þingmenn stjórnarandstöðunnar eki þora að spyrja um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir því þeir óttist svarið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á allt öðru máli. Innlent 13.10.2005 19:27
Samfylkingin tilnefnir síðust Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn. Innlent 13.10.2005 19:27
Varað við veðurofsa á Kjalarnesi Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og endaði utan vegar þegar skyndileg vindhviða reið yfir í Kollafirði fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík er talið að meiðsl mannsins séu minniháttar. Veðurofsi er þessa stundina á Kjalarnesi og beinir lögregla þeim tilmælum til ökumanna að fara mjög varlega. Bílar með tjaldvagna og fellihýsi í eftirdragi gætu jafnvel þurft að bíða á meðan veðrið gengur yfir.</font /> Innlent 13.10.2005 19:27