Innlent Áherslubreytingar hjá RÚV Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Hann segir áherslubreytingar örugglega munu eiga sér stað. Innlent 13.10.2005 19:36 Mótmælaakstrinum lokið Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni. Innlent 13.10.2005 19:36 Losaralegt ráðningarferli Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal." Innlent 13.10.2005 19:36 Sameinast um löggæslu Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum. Innlent 13.10.2005 19:36 Bíla- og flugumferð gengur vel Búist er við að umferð frá höfuðborgarsvæðinu fari að þyngjast upp úr hádeginu en margir lögðu land undir fót síðdegis í gær. Ekki er vitað um slys eða teljandi óhöpp í umferðinni. Þá gengur innanlandsflug vel til allra áfangastaða og ætla flugfélögin að fljúga fjölmargar ferðir til Vestmannaeyja í dag. Lífið 13.10.2005 19:36 Páll skipaður útvarpsstjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. Innlent 13.10.2005 19:36 Hvorki slys né óhöpp "Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær. Innlent 13.10.2005 19:36 Páll næsti útvarpsstjóri RÚV Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. Innlent 13.10.2005 19:36 Lögreglan sektar með posum Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru. Innlent 13.10.2005 19:36 Kaupa breska verslanakeðju Baugur og Kaupþing banki hafa keypt bresku tískuverslanakeðjuna Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, eða rúmlega þrettán milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið rekur þrjátíu og níu verslanir og fimmtíu og sex sérleyfisverslanir í Bretlandi og á Írlandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Læstirðu dyrunum? Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann. Innlent 13.10.2005 19:36 Gæsla á kostnað réttinda fanga Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra. Innlent 13.10.2005 19:36 Lögreglan gerir allt sem hún getur Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan muni gera allt til þess að umferðin geti gengið snurðulaust fyrir sig, þrátt fyrir að atvinnubílstjórar ætli að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 13.10.2005 19:36 Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. Innlent 13.10.2005 19:36 Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. Innlent 13.10.2005 19:36 Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. Innlent 13.10.2005 19:36 Ódrekkandi vatn í Höfnum Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin. Innlent 13.10.2005 19:36 Vörubílstjórar gera sig klára Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Innlent 13.10.2005 19:36 Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Innlent 13.10.2005 19:36 Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Innlent 13.10.2005 19:36 Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36 Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. Innlent 13.10.2005 19:36 Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36 Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36 Methalli á vöruskiptum landsmanna Methalli var á vöruskiptum landsmanna í júní og nam hallinn 10,2 milljörðum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam halli á vöruskiptum landsmanna 34,3 milljörðum samanborið við halla upp á 13,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Sáttir við verðið Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Skuldir heimilanna aukast Skuldir heimilanna námu í árslok 2004 um 760 milljörðum og hafa vaxið um 15,2 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins um helstu niðurstöður álagningar opinberra gjalda. Innlent 13.10.2005 19:35 Gríðarlegur hagnaður bankanna Hagnaður KB banka eftir skatta nam tuttugu og fjórum komma sjö milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs, sem er 280 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Bankinn er nú kominn í hóp tvö hundruð stærstu banka heims. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Garðbæingar ánægðir með Garðabæ Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem fyrirtækið IMG Gallup vann fyrir Garðabæ fyrr á þessu ári eru að íbúar eru almennt ánægðir með bæjarfélagið og þjónustu þess. Innlent 13.10.2005 19:35 Össur fjárfestir í Bandaríkjunum Össur hf. hefur keypt bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding fyrir fjórtán milljarða króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á stuðningstækja á borð við hálskraga og spelkur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 « ‹ ›
Áherslubreytingar hjá RÚV Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Hann segir áherslubreytingar örugglega munu eiga sér stað. Innlent 13.10.2005 19:36
Mótmælaakstrinum lokið Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni. Innlent 13.10.2005 19:36
Losaralegt ráðningarferli Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal." Innlent 13.10.2005 19:36
Sameinast um löggæslu Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum. Innlent 13.10.2005 19:36
Bíla- og flugumferð gengur vel Búist er við að umferð frá höfuðborgarsvæðinu fari að þyngjast upp úr hádeginu en margir lögðu land undir fót síðdegis í gær. Ekki er vitað um slys eða teljandi óhöpp í umferðinni. Þá gengur innanlandsflug vel til allra áfangastaða og ætla flugfélögin að fljúga fjölmargar ferðir til Vestmannaeyja í dag. Lífið 13.10.2005 19:36
Páll skipaður útvarpsstjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. Innlent 13.10.2005 19:36
Hvorki slys né óhöpp "Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær. Innlent 13.10.2005 19:36
Páll næsti útvarpsstjóri RÚV Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. Innlent 13.10.2005 19:36
Lögreglan sektar með posum Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru. Innlent 13.10.2005 19:36
Kaupa breska verslanakeðju Baugur og Kaupþing banki hafa keypt bresku tískuverslanakeðjuna Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, eða rúmlega þrettán milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið rekur þrjátíu og níu verslanir og fimmtíu og sex sérleyfisverslanir í Bretlandi og á Írlandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Læstirðu dyrunum? Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann. Innlent 13.10.2005 19:36
Gæsla á kostnað réttinda fanga Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra. Innlent 13.10.2005 19:36
Lögreglan gerir allt sem hún getur Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan muni gera allt til þess að umferðin geti gengið snurðulaust fyrir sig, þrátt fyrir að atvinnubílstjórar ætli að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 13.10.2005 19:36
Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. Innlent 13.10.2005 19:36
Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. Innlent 13.10.2005 19:36
Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. Innlent 13.10.2005 19:36
Ódrekkandi vatn í Höfnum Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin. Innlent 13.10.2005 19:36
Vörubílstjórar gera sig klára Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Innlent 13.10.2005 19:36
Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. Innlent 13.10.2005 19:36
Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. Innlent 13.10.2005 19:36
Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. Innlent 13.10.2005 19:36
Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. Innlent 13.10.2005 19:36
Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Innlent 13.10.2005 19:36
Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Innlent 13.10.2005 19:36
Methalli á vöruskiptum landsmanna Methalli var á vöruskiptum landsmanna í júní og nam hallinn 10,2 milljörðum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam halli á vöruskiptum landsmanna 34,3 milljörðum samanborið við halla upp á 13,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Sáttir við verðið Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Skuldir heimilanna aukast Skuldir heimilanna námu í árslok 2004 um 760 milljörðum og hafa vaxið um 15,2 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins um helstu niðurstöður álagningar opinberra gjalda. Innlent 13.10.2005 19:35
Gríðarlegur hagnaður bankanna Hagnaður KB banka eftir skatta nam tuttugu og fjórum komma sjö milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs, sem er 280 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Bankinn er nú kominn í hóp tvö hundruð stærstu banka heims. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Garðbæingar ánægðir með Garðabæ Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem fyrirtækið IMG Gallup vann fyrir Garðabæ fyrr á þessu ári eru að íbúar eru almennt ánægðir með bæjarfélagið og þjónustu þess. Innlent 13.10.2005 19:35
Össur fjárfestir í Bandaríkjunum Össur hf. hefur keypt bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding fyrir fjórtán milljarða króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á stuðningstækja á borð við hálskraga og spelkur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35