Innlent

Fréttamynd

Danir hljóma gramir

Baugur, Straumur og fyrirtæki í eigu Birgis Þórs Bieltvedts hafa keypt stórverslunina Illum við Strikið í Kaupmannahöfn en sami hópur keypti nýverið Magasin du Nord þar í borg. Dönsk blöð greina frá þessum viðskiptum með ítarlegum hætti í morgun og er ekki laust við að úr textanum megi lesa að Dönum þyki berin súr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikið um veggjalýs hér á landi

Ólafur Sigurðsson hjá Meindýraeyðingu heimilanna segir óvenju mikið hafa verið um veggjalús í húsum Íslendinga síðustu misserin og vill brýna fyrir fólki að það sé á varðbergi gagnvart henni á ferðalögum erlendis. Auðvelt er að sjá ummerki lúsarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Enginn ætti að skrifa undir

Enginn ætti að skrifa undir samning á borð við þann sem Eskimo models gerði við hundruð aukaleikara í mynd Clints Eastwoods sem nú er verið að taka upp á Reykjanesi, segir aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Verkalýðshreyfingin er tilbúin að aðstoða leikarana við að knýja á um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún móðurfélag 365 miðla

Og fjarskipti hf. ráðgera að nýtt skipulag samstæðunnar muni taka gildi 1. október nk. Hið nýja nafn samstæðunnar mun verða Dagsbrún hf. Fjarskiptarekstri félagsins verður komið fyrir í dótturfélaginu Og fjarskipti (Og Vodafone) sem heyra mun undir móðurfélagið ásamt 365 prentmiðlum ehf. og 365 ljósvakamiðlar ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komnir heim með slitna skó

<font face="Helv"></font> Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. "Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki," sagði Guðbrandur, þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustugjöld ekki felld niður

Ekki er líklegt að þjónustugjöld bankanna verði felld niður í bráð eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til í gær. Bankarnir skiluðu allir methagnaði á fyrri hluta ársins, samtals um 54 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mastrið losnaði úr festingum

Mastrið á seglskútunni Svölu, sem togskipið Ársæll Sigurðsson er að draga í land, losnaði úr festingum sínum í nótt og féll. Skiperjar á Ársæli náðu því um borð í Ársæl en nokkur töf varð vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Dróst vegna fjarveru starfsmanna

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, hefur svarað fyrirspurnum Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, um umdeilda lífskjararannsókn sem unnin var fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Í svörum bæjarstjórans segir að ástæða þess að kynning niðurstaðna dróst frá maí fram í júlí hafi verið veikindi og fjarvera starfsmanna og bæjarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að stefnumörkun

"Stefnumörkun er í gangi þessa dagana og enn á eftir að ganga frá ýmsum lausum endum," segir Gísli Tryggvason, nýskipaður talsmaður neytenda. Rúmur mánuður er síðan Neytendastofa tók formlega til starfa fyrsta sinni en talsmaður neytenda heyrir undir hana.

Innlent
Fréttamynd

Engin íslensk hrossamafía

Íslenska hrossamafían stundar ekki skipulagða glæpastarfsemi eins og þýsk tollayfirvöld héldu fram fyrir nokkrum árum. Eftir margra ára rannsókn hafa þau komist að því að mál sem vakti mikla athygli byggðist allt á misskilningi.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgð helst óbreytt

"Ábyrgð Toyota helst óbreytt eins og verið hefur en viðurkennd breytingarverkstæði bera að sjálfsögðu ábyrgð á öllum breytingum sem gerðar eru," segir Bogi Sigurðsson, þjónustustjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vinna stöðvuð vegna mótmælenda

Öll vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð hefur verið stöðvuð eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið í morgun. Þeir hafa meðal annars strengt borða með áletruninni: „Alcoa græðir- Íslandi blæðir.“ Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað eru á vettvangi og handtaka fólk, að sögn Björns S. Lárussonar, samskiptafulltrúa verktakans Bechtel.

Innlent
Fréttamynd

Djöfulleg breyting fyrir aldraða

Ellilífeyrisþegi í Árbæ segir að með nýju leiðakerfi Strætó bs. sé í raun búið að gera ófært fyrir marga að taka strætisvagn þaðan og niður í bæ. Hann segir þetta einkum bitna á gamla fólkinu og fólki með skerta hreyfigetu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Slasaður sjómaður sóttur nærri Vík

Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út klukkan ellefu í morgun til að sækja slasaðan sjómann um borð í bát sem staddur var rétt fyrir utan Vík. Björgunarsveitarmenn fóru á hjólabát ásamt lækni til að sækja manninn.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti tindurinn 2110 metrar

Hvannadalshnúkur á Öræfajökli, hæsti tindur landsins, er níu metrum lægri en áður var talið. Niðurstaða GPS- mælinga á honum er sú að hnúkurinn sé 2109,6 metra hár, en ekki 2119 metrar eins og lengst af var talið. Hann er þó enn hæsti tindur landsins.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hætt í smyglmáli Hauks ÍS

Saksóknari í Bremerhaven hefur formlega hætt rannsókn á því hvernig töluvert magn kókaíns og hass komst um borð í Hauk ÍS fyrr á þessu ári. Tveir úr áhöfn skipsins voru handteknir í kjölfar leitar þýska tollsins um borð og játaði annar þeirrar að hafa tekið á móti tösku fyrir hönd þriðja manns í áhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í samstarfi við bæjaryfirvöld

Vestmannaeyjabær er ekki í samstarfi við kvikmyndagerðarmennina sem vinna að heimildamynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í fréttum Stöðvar 2 var haft eftir einum forsvarsmanna myndarinnar að hún væri unnin í samstarfi við bæinn og að myndbrot þar sem Hreimi Heimissyni söngvara og Árna Johnsen lendir saman yrði ekki sýnt til að vernda Vestmannaeyjabæ.

Innlent
Fréttamynd

Klifruðu upp í byggingarkrana

Þrettán mótmælendur voru handteknir eftir að þeir fóru inn á byggingarsvæði álvers Alcoa í Reyðarfirði á ellefta tímanum í gærmorgun. Stöðva þurfti framkvæmdir í fjórar klukkustundir vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsráð mælti með Sigrúnu

Útvarpsráð mælti í morgun með því að Sigrún Stefánsdóttir verði ráðin forstöðumaður Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Vífill gefur kost á sér

Júlíus Vífill Ingvarsson ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Júlíus sagði í samtali við fréttastofu að fjöldi fólks hefði haft samband við hann síðustu daga og skorað á hann að snúa sér aftur að stjórnmálum en hann sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1998 til 2002.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um afdrif manns

Lögreglan í Reykjavík kallaði út björgunarsveitir upp úr miðnætti þar sem óttast var um mann sem hafði sjósett smábát á Seltjarnarnesi fyrr um kvöldið og ekki sést síðan. Bíll hans og tómur bátavagn stóðu í fjöruborðinu og ekki náðist neitt samband við manninn.

Innlent
Fréttamynd

Lenti í vanda í briminu

Kjartan Jakob Hauksson ræðari varð fyrir smávægilegum skakkaföllum þegar hann fór út úr briminu við Ingólfshöfða þaðan sem hann ýtti úr vör á ellefta tímanum í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Forstöðumaður KB hyggst kæra

Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, hyggst kæra álagningu skatta hvað sig varðar en samkvæmt opinberum álagningarskrám er hann ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera. Gjaldkerarnir hafa að meðaltali 170 þúsund krónur á mánuði en forstöðumaðurinn rúmar 9,3 milljónir, ef trúa má álagningarskránum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hringferðinni lýkur í dag

Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson sem lögðu gangandi af stað hringveginn 20. júní síðastliðinn loka hringnum við Rauðavatn klukkan hálf fjögur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Biður Hreim afsökunar

Árni Johnsen, kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hefur beðið Hreim Örn Heimissonar söngvara afsökunar á atviki sem átti sér stað við lok Brekkusöngs á Þjóðhátíð, en Hreimur hefur ásakað Árna um að hafa slegið sig.

Innlent
Fréttamynd

Svala á leið til lands

Skútan Svala, sem fjórmenningar í sjávarháska urðu að skilja eftir á reki um 150 sjómílur suðaustur af landinu í fyrrinótt, er fundinn. Skipstjórinn á fiskibátnum Ársæli frá Hafnarfirði sá skútuna í radar um hálf tvö í gærdag og ákvað að taka hana í tog en Ársæll var að koma frá Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Friðrik keypti 52% í Tölvumyndum

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt 52 prósenta hlut í Tölvumyndum, 41 prósent af Burðarási og 11 prósent af dótturfélagi Straums. Burðarási verður skipt milli Straums og Landsbankans. Friðrik vildi ekki staðfesta þessar upplýsingar þegar Stöð 2 sagði fréttina í gær en staðfestir þær hins vegar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu

Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ánamaðkaþjófur gripinn glóðvolgur

Ánamaðkaþjófur var gripinn glóðvolgur með feng sinn uppi á miðri Bröttubrekku um helgina þegar hann var á leið suður í Borgarfjörð þar sem hann ætlaði að egna fyrir lax með þýfinu.

Innlent