Innlent

Ánamaðkaþjófur gripinn glóðvolgur

Ánamaðkaþjófur var gripinn glóðvolgur með feng sinn uppi á miðri Bröttubrekku um helgina þegar hann var á leið suður í Borgarfjörð þar sem hann ætlaði að egna fyrir lax með þýfinu. Eigandi maðkanna og þjófurinn gistu á sama gistiheimili í Búðardal og skildi eigandinn maðkafötuna eftir utandyra. Þegar hún var horfin um morguninn, grunaði hann hverskyns var og lét lögreglu vita, sem hóf þegar eftirför. Þjófnum gafst hinsvegar ekki ráðrúm til að fleygja möðkunum út á ferð, eins og alsiða er í fíkniefnaheiminum, þar sem hann náði ekki til þeirra í skottinu. Ekki liggur fyrir hvaða viðurlög liggja við því að stela ánamöðkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×