Innlent

Svala á leið til lands

Skútan Svala, sem fjórmenningar í sjávarháska urðu að skilja eftir á reki um 150 sjómílur suðaustur af landinu í fyrrinótt, er fundinn. Skipstjórinn á fiskibátnum Ársæli frá Hafnarfirði sá skútuna í radar um hálf tvö í gærdag og ákvað að taka hana í tog en Ársæll var að koma frá Færeyjum. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, var ekki að sjá að skútan hafi orðið fyrir tjóni frá því hún var skilin eftir en hún hafði rekið um sextán sjómilur frá því hún var yfirgefinn. Ársæll er væntanlegur í Hafnarfjarðarhöfn með Svölu í eftirdragi í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×