Innlent

Lenti í vanda í briminu

Kjartan Jakob Hauksson ræðari varð fyrir smávægilegum skakkaföllum þegar hann fór út úr briminu við Ingólfshöfða þaðan sem hann ýtti úr vör á ellefta tímanum í gærmorgun. Kjartan var fyrir utan Skaftafellsfjöru þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum í gærkveldi. Hann sagði festingu fyrir sleða í sæti hafa brotnað í briminu en kvað bráðabirgðaviðgerð þó halda öllu í sínu horfi. Kjartan Jakob stefnir að því að ná landi í Vík um hádegisbil í dag en þá hefur hann róið í rúman sólarhring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×