Innlent Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43 Strætó í góðum gír Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. Innlent 13.10.2005 19:43 Prammar fluttir vegna mikils brims Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina <em>Flags of Our Fathers</em> í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. Innlent 13.10.2005 19:43 Þrír slösuðust á Reykjanesbraut Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43 Ungt fólk fái tækifæri í kosningum Samband ungra framsóknarmanna hvetur flokksmenn um allt land að leggja áherslu á sem öflugasta aðkomu ungra að framboðum á vegum flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Í tilkynningu frá SUF segir að ungt fólk í Framsóknarflokknum sé tilbúið að taka að sér ábyrgðarmikið starf við að byggja upp flokkinn til framtíðar og standa að hugsjónum flokksmanna. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjórða manninum sleppt úr haldi Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:43 Ástandið slæmt eftir Menningarnótt Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Innlent 13.10.2005 19:43 Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Innlent 13.10.2005 19:44 Landhelgisgæslan skömmuð "Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. Innlent 13.10.2005 19:43 Segist hafa heimild til gjaldtöku Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. Innlent 13.10.2005 19:43 Tugþúsundir í bænum allan daginn Talið er að um 90 þúsund manns hafi fylgst með flugeldasýningunni í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Menningarhátíðin yfir daginn gekk mjög vel og voru tugþúsundir manna í miðborginni frá morgni til kvölds. Innlent 13.10.2005 19:43 Óvissa meðal foreldra í Landakoti "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. Innlent 13.10.2005 19:44 Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:44 Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:43 Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. Innlent 13.10.2005 19:43 Úr öndunarvél eftir hnífsstungu Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur. Innlent 13.10.2005 19:43 Fimm í röð hjá Hannesi Hlífari <font face="Helv"> Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni. </font> Innlent 13.10.2005 19:43 Kynslóðaskipti í skipulagsmálum Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjárhundarnir slógu í gegn Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. Innlent 13.10.2005 19:43 Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna." Innlent 13.10.2005 19:44 Tvö fíkniefnamál á Akureyri Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn. Innlent 13.10.2005 19:43 Mannlausan bát rak upp í Aðalvík Mannlausan bát rak upp í fjöru í Aðalvík í Ísafjarðardjúpi í nótt. Legufæri bátsins slitnaði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöruna. Báturinn er talsvert skemmdur en björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið á vettvang ásamt björgunarmönnum. Innlent 13.10.2005 19:43 Bætur fyrir Kópavogshöfn Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum. Innlent 13.10.2005 19:43 Hugsanleg bótamál vegna Vioxx Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. Innlent 13.10.2005 19:43 Grænmetissnakk á markað Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:43 Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. Innlent 13.10.2005 19:43 Tugþúsundir í miðbænum Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum. Innlent 13.10.2005 19:43 Á flótta með fíkniefni Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. Innlent 13.10.2005 19:43 Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. Innlent 13.10.2005 19:43 Hélt upp á 108 ára afmælið Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43 « ‹ ›
Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43
Strætó í góðum gír Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. Innlent 13.10.2005 19:43
Prammar fluttir vegna mikils brims Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina <em>Flags of Our Fathers</em> í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. Innlent 13.10.2005 19:43
Þrír slösuðust á Reykjanesbraut Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43
Ungt fólk fái tækifæri í kosningum Samband ungra framsóknarmanna hvetur flokksmenn um allt land að leggja áherslu á sem öflugasta aðkomu ungra að framboðum á vegum flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Í tilkynningu frá SUF segir að ungt fólk í Framsóknarflokknum sé tilbúið að taka að sér ábyrgðarmikið starf við að byggja upp flokkinn til framtíðar og standa að hugsjónum flokksmanna. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjórða manninum sleppt úr haldi Maður sem handtekinn var síðdegis í fyrradag, vegna rannsóknar á tildrögum þess að tvítugur maður var stunginn til bana á Hverfisgötu 58 á laugardagsmorgun, var látinn laus síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:43
Ástandið slæmt eftir Menningarnótt Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Innlent 13.10.2005 19:43
Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Innlent 13.10.2005 19:44
Landhelgisgæslan skömmuð "Þeir voru víst alveg foxillir yfir þessu í Warnes Bros," segir Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni en hann tók myndir af Óðni og Tý á tökustað myndarinnar Flags of our fathers við Stór-Sandvík á Reykjanesi. Morgunblaðið birti myndirnar á forsíðu sinni 13. ágúst síðastliðinn og voru aðstandendur myndarinnar afar ósáttir við það. Innlent 13.10.2005 19:43
Segist hafa heimild til gjaldtöku Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. Innlent 13.10.2005 19:43
Tugþúsundir í bænum allan daginn Talið er að um 90 þúsund manns hafi fylgst með flugeldasýningunni í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Menningarhátíðin yfir daginn gekk mjög vel og voru tugþúsundir manna í miðborginni frá morgni til kvölds. Innlent 13.10.2005 19:43
Óvissa meðal foreldra í Landakoti "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. Innlent 13.10.2005 19:44
Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:44
Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:43
Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. Innlent 13.10.2005 19:43
Úr öndunarvél eftir hnífsstungu Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur. Innlent 13.10.2005 19:43
Fimm í röð hjá Hannesi Hlífari <font face="Helv"> Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni. </font> Innlent 13.10.2005 19:43
Kynslóðaskipti í skipulagsmálum Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum má þakka kynslóðaskiptum í skipulagsmálum borgarinnar. Þetta segir Trausti Valsson sem kynnti hugmyndir að flugvelli á þessum stað fyrir nákvæmlega 30 árum. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjárhundarnir slógu í gegn Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. Innlent 13.10.2005 19:43
Þrýstingi beitt á Ólafsfirðinga Hart var lagt að bæjarstjórnarmönnum á Ólafsfirði að ræða við Norðurorku á Akureyri um sölu á Hitaveitu Ólafsfjarðar frekar en önnur orkufyrirtæki, bæði af bæjarstjórnarmönnum á Akureyri og einnig þingmönnum kjördæmisins. "Þeir voru æfir yfir því að við skyldum vilja selja hitaveituna." Innlent 13.10.2005 19:44
Tvö fíkniefnamál á Akureyri Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn. Innlent 13.10.2005 19:43
Mannlausan bát rak upp í Aðalvík Mannlausan bát rak upp í fjöru í Aðalvík í Ísafjarðardjúpi í nótt. Legufæri bátsins slitnaði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöruna. Báturinn er talsvert skemmdur en björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið á vettvang ásamt björgunarmönnum. Innlent 13.10.2005 19:43
Bætur fyrir Kópavogshöfn Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segist líta svo á að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs sé til viðræðu um nýjan flugvöll höfðuborgarsvæðisins á Lönguskerjum. Innlent 13.10.2005 19:43
Hugsanleg bótamál vegna Vioxx Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. Innlent 13.10.2005 19:43
Grænmetissnakk á markað Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:43
Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. Innlent 13.10.2005 19:43
Tugþúsundir í miðbænum Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum. Innlent 13.10.2005 19:43
Á flótta með fíkniefni Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. Innlent 13.10.2005 19:43
Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. Innlent 13.10.2005 19:43
Hélt upp á 108 ára afmælið Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning