Innlent

Fréttamynd

Býður sig fram í fyrsta sætið

Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hlupu frá slysstað

Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni.  Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. 

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur um könnun

"Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Tólf íslenskir strandaglópar

Fjórar íslenskar fjölskyldur, 12 manns, eru strandaglópar á Hjaltlandseyjum eftir að Norræna ákvað að sleppa viðkomu í eyjunum í síðustu ferð sinni vegna veðurs. Fólkið átti að koma hingað til lands með ferjunni síðasta fimmtudag, en tefst um viku vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Taka verður á launamálum

Ekki er hægt að útdeila plássum sem losnað hafa nýlega á leikskólanum Nóaborg fyrr en tekist hefur að ráða fólk í þrjú stöðugildi. Borgarstjóri telur að taka verði á launamálum í kjarasamningum en segir ástandið ekki eiga að seinka loforðum um gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn í fyrsta sætið

Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í haust. Stuðningsmenn Gísla Marteins boðuðu til fundar í Iðnó í gær þar sem Gísli Marteinn tilkynnti þessa ákvörðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi eiturlyfjafíkla þrefaldast

Fleiri á biðlistum eftir vímuefnameðferð deyja en áður, og fíklarnir eru veikari nú en nokkru sinni fyrr, að sögn yfirlæknis á Vogi. Fjöldi eiturlyfjafíkla hefur þrefaldast hér á landi á síðustu tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari

Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Verðlaunahafarnir vinna saman

Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylkingin og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsóknarflokkurinn fengi ekki mann í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn með fund í Iðnó

Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Afsönnum kannanirnar

"Þetta eru svipaðar tölur og birtust manni lengi fram eftir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nema land á fíkniefnamarkaði hér

Glæpahópar í Eystrasaltslöndunum eru með afkastamestu framleiðendum amfetamíns og e-taflna í Evrópu. Smygltilraun Litháa á brennisteinssýru til landsins er talin vísbending um að erlendir glæpamenn vilji flytja þekkingu sína hingað

Innlent
Fréttamynd

Samvinna í jarðhitamálum

Það er margt hægt að læra af Íslendingum í jarðhitamálum segir fulltrúi sendinefndar frá Níkaragva sem kominn er til landsins til að kynna sér tækni og þekkingu á því sviði. Sendinefndin undirbýr fyrirhugaða samvinnu stjórnvalda í Níkaragva og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í jarðhitamálum.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með brennisteinssýru

Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Brennisteinssýra er nauðsynlegt efni við amfetamínframleiðslu og segir Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli að þessu fundur sé skýr vísbending um að framleiðsla þess eigi sér stað hér á landi í nokkrum mæli.

Innlent
Fréttamynd

Í túninu heima

Menningar- og útivistardagar standa yfir í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni, "Í túninu heima". Margt er þar til skemmtunar og má þar nefna tónleika, leiklist, söngvakeppni, listasýningu og íþróttakeppni.  Hátíðinni lýkur á morgun með tónleikum Eyþórs Gunnarssonar, Ellenar Kristjánsdóttur og KK í Lágafellskirkju.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Hluti íbúa og fyrirtækja í Vesturbæ Reykjavíkur voru án rafmagns í um klukkustund laust eftir klukkan átta í gærmorgun sökum þess að háspennustrengur fór í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur á Selfossi

Níu ökumenn voru teknir fyrir ofhraðan akstur í nótt á Selfossi, þar af voru tveir innanbæjar. Sá hraðskreiðasti ók á 123 kílómetra hraða á kafla þar sem keyra mátti mest á 90 en innanbæjar ók sá hraðskreiðasti á 77 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er  50 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Níu mínútur frá útkalli að björgun

Ung kona liggur á gjörgæsludæld Landspítalans með reykeitrun og alvarleg brunasár eftir eldsvoða í Hlíðunum í morgun. Blaðberi tilkynnti um eldinn og liðu aðeins níu mínútur frá útkalli og þar til búið var að ná konunni út úr íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kona lífshættu í eftir eldsvoða

Ung kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss með alvarleg brunasár og reykeitrun eftir eldsvoða í kjallara í tveggja hæða húsi í Stigahlíð í Reykjavík snemma í gærmorgun. Aðra íbúa hússins sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu sökum elds og reyks.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði í Hlíðunum

Ung kona er lífshættulega slösuð eftir eldsvoða í kjallaraíbúð í Hlíðunumn í Reykjavík snemma í morgun. Þegar slökkviliðsmenn náðu konunni út var hún meðvitundarlaus og illa brennd. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Idolið byrjað

Hátt í þúsund manns mættu í fyrsta áheyrnarprófið fyrir þriðju Idol stjörnuleitina í gær. Alls voru þátttakendur í forvali fjögur hundruð og munu 160 þeirra koma fram fyrir dómnefndina í dag, að sögn Sigmars Vilhjálmssonar, annars þáttastjórnendanna í Idol stjörnuleit.

Innlent
Fréttamynd

Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi

Össur Skarphéðinsson gagnrýnir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði að Stefán Jón hafi gengið með borgarstjórann í maganum og því komi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar ekki á óvart. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fjarskipti á Vestfjörðum í ólagi

Ástandi fjarskiptamála í dreifbýli á Vestfjörðum er líkt við ástand í vanþróuðum ríkjum í greinargerð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga vann. Frá áramótum hefur ljósleiðari sem liggur um vestfirði rofnað tvisvar.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að smygla brennisteinssýru

"Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Í vikunni voru upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu amfetamíns.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni í Stjörnuleit

Hátt í þúsund manns mættu eldsnemma á Hótel Loftleiðir í morgun þar sem fyrstu áheyrnarprufur Idol - Stjörnuleitar hófust þriðja árið í röð. Ívið fleiri tóku þátt í áheyrnarprufunum í Reykjavík en í fyrra og virðist því enginn skortur á hæfileikafólki.

Innlent
Fréttamynd

Öll hækkunin afturkræf

Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Erill í sjúkraflugi á Akureyri

Sex beiðnir um sjúkraflug bárust til Slökkviliðs Akureyrar og Flugfélags Íslands í gær. Hægt var að sinna þeim öllum að einu undanskyldu sem varð að fresta vegna veðurs. Fyrsta flugið var farið snemma morguns og því síðasta lauk í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Amfetamín framleitt á Íslandi

Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir að maðurinn hafi verið tekin í hefðbundna tollskoðun við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hryggskekkja æ algengari

Tuttugu og sex prósent 15 ára stúlkna horfa meira en fjóra klukkutíma á dag á sjónvarp og tæp fjörutíu prósent 15 ára drengja eru fjóra tíma eða meira í tölvuleikjum á degi hverjum. Sjúkraþjálfarar segja hryggskekkju hjá unglingum orðna mun algengari vegna langvarandi setu og hreyfingarleysis.

Innlent