Innlent Lélegt lundavarp í Vestmannaeyjum Kalt vor, lítið æti í sjónum og norðanhretið á stóran þátt í því að lundavarp hefur verið lélegt í Vestmannaeyjum og fáar pysjur komist á legg. Sandsílið er horfið úr sjónum og lundinn leitar nú á önnur mið en sænál hefur verið hans aðalæti í sumar. Innlent 14.10.2005 06:39 Ólæti í miðborginni Hópur manna reyndi að koma í veg fyrir handtöku tvítugs manns með því að ráðast að lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Það varð úr að fjórir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Tveir þeirra gistu fangageymslur á samt sjö öðrum sem ýmist sátu inni fyrir ölvunarakstur eða ölvunarlæti. Alls voru sjö teknir fyrir ölvun við akstur. Innlent 14.10.2005 06:39 Ísland og Víetnam semja Fyrir helgi skrifuðu Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Vu Dung, sérlegur fulltrúi forsætisráðherra Víetnam, undir tvíhliða samning Íslands og Víetnam um viðskipti milli landanna. Innlent 14.10.2005 06:39 Alfreð um könnun "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Innlent 14.10.2005 06:39 Borgarstjóri fáorður um gagnrýni Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, segist ekki mikið hafa að segja um gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar, fyrrum formanns Samfylkingarinnar, á hennar orð í gær. Innlent 14.10.2005 06:39 Fjöldi fíkla hefur þrefaldast Fjöldi fíkla sem nota ólögleg vímuefni hefur þrefaldast undanfarin tíu ár að því er fram kemur í ársriti SÁÁ. Vandinn er meiri en nokkru sinni fyrr og eru vímuefnafíklar veikari en nokkru sinni fyrr. Innlent 14.10.2005 06:39 Yrðu slæm úrslit fyrir borgarbúa "Það væri slæmt fyrir borgarbúa ef úrslit kosninga yrðu á þennan veg," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta ef kosið væri nú. Innlent 14.10.2005 06:39 Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Innlent 14.10.2005 06:39 Verðlaunahafarnir vinna saman Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Innlent 14.10.2005 06:39 Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylkingin og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsóknarflokkurinn fengi ekki mann í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39 Gísli Marteinn með fund í Iðnó Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag. Innlent 14.10.2005 06:39 Afsönnum kannanirnar "Þetta eru svipaðar tölur og birtust manni lengi fram eftir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:39 Nema land á fíkniefnamarkaði hér Glæpahópar í Eystrasaltslöndunum eru með afkastamestu framleiðendum amfetamíns og e-taflna í Evrópu. Smygltilraun Litháa á brennisteinssýru til landsins er talin vísbending um að erlendir glæpamenn vilji flytja þekkingu sína hingað Innlent 14.10.2005 06:39 Hryggskekkja æ algengari Tuttugu og sex prósent 15 ára stúlkna horfa meira en fjóra klukkutíma á dag á sjónvarp og tæp fjörutíu prósent 15 ára drengja eru fjóra tíma eða meira í tölvuleikjum á degi hverjum. Sjúkraþjálfarar segja hryggskekkju hjá unglingum orðna mun algengari vegna langvarandi setu og hreyfingarleysis. Innlent 13.10.2005 19:46 Össur: Höfnuðu Stefáni Jóni! Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar fullyrðir að Framsóknarflokkurinn hafi hafnað Stefáni Jóni Hafstein, sem borgarstjóra í fyrra í stað Þórólfs Árnasonar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa verið hræddan um að með því væri verið að búa til enn einn hershöfðingjann fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:46 Órói á Suðurnesjum Tveir menn ruddust inn í hús í Sandgerði í nótt en þeir áttu óuppgerðar sakir við húsráðanda. Lögreglan var kölluð á staðinn þar sem henni tókst að handsama annan manninn. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:46 Akkur að hafa verkið á Íslandi "Til skamms tíma hef ég verið með stærri kaupendum íslenskrar myndlistar og stuðningsmaður," segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður. Hann stefnir nú að því að kaupa Blind Pavillion eftir Ólaf Elíasson og er það eitt dýrasta verk sem einstaklingur hér á landi hefur fjárfest í. Innlent 13.10.2005 19:46 Minna haldlagt en oft áður Lögregla lagði hald á tvö hundruð grömm af fíkniefnum í Kópavogi í fyrrinótt. Lítið hefur verið um stóra fíkniefnafundi lögreglu undanfarið og segir yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík að stór mál komi í bylgjum. Innlent 13.10.2005 19:46 Amfetamínframleiðsla á Íslandi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli telur öruggt að amfetamín sé framleitt hér á landi með skipulögðum hætti. Hann segir vísbendingar um að erlend glæpasamtök séu að ná hér fótfestu. Lithái sem var tekinn í Leifsstöð með tvær flöskur af brennisteinssýru í vikunni, hefur verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. Innlent 13.10.2005 19:46 Sumir blaðamenn styðja Sigmund Á vef Eyjafrétta er birt stuðningsyfirlýsing blaðamanna á Suðurlandi við Sigmund Sigurgeirsson. Í yfirlýsingunni, sem send hefur verið fréttastjóra RÚV, er hann beðinn um að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja Sigmundi frá fréttskrifum. Innlent 13.10.2005 19:46 Klukkukerfið hentar ekki borginni Klukkukerfið sem tekið var í notkun á Akureyri í gær, er ekki fýsilegur kostur fyrir Reykjavíkurborg segir formaður framkvæmdaráðs borgarinnar. Hann segir að stöðumælarnir í Reykjavík séu settir upp til hagsbóta fyrir kaupmenn. Innlent 13.10.2005 19:46 Tekur samkeppni fagnandi Að minnsta kosti tveir munu bítast um leiðtogasæti á lista Samfylkingarinnar við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segist sækjast eftir fyrsta sæti listans. Stefán vann prófkjör Samfylkingarinnar fyrir fjórum árum. Innlent 13.10.2005 19:46 Reynt að smygla brennisteinssýru "Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Í vikunni voru upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu amfetamíns. Innlent 13.10.2005 19:46 Fjölmenni í Stjörnuleit Hátt í þúsund manns mættu eldsnemma á Hótel Loftleiðir í morgun þar sem fyrstu áheyrnarprufur Idol - Stjörnuleitar hófust þriðja árið í röð. Ívið fleiri tóku þátt í áheyrnarprufunum í Reykjavík en í fyrra og virðist því enginn skortur á hæfileikafólki. Innlent 13.10.2005 19:46 Öll hækkunin afturkræf Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:46 Erill í sjúkraflugi á Akureyri Sex beiðnir um sjúkraflug bárust til Slökkviliðs Akureyrar og Flugfélags Íslands í gær. Hægt var að sinna þeim öllum að einu undanskyldu sem varð að fresta vegna veðurs. Fyrsta flugið var farið snemma morguns og því síðasta lauk í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:46 Amfetamín framleitt á Íslandi Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir að maðurinn hafi verið tekin í hefðbundna tollskoðun við komuna til landsins. Innlent 13.10.2005 19:46 Samvinna í jarðhitamálum Það er margt hægt að læra af Íslendingum í jarðhitamálum segir fulltrúi sendinefndar frá Níkaragva sem kominn er til landsins til að kynna sér tækni og þekkingu á því sviði. Sendinefndin undirbýr fyrirhugaða samvinnu stjórnvalda í Níkaragva og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í jarðhitamálum. Innlent 13.10.2005 19:46 Tekinn með brennisteinssýru Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Brennisteinssýra er nauðsynlegt efni við amfetamínframleiðslu og segir Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli að þessu fundur sé skýr vísbending um að framleiðsla þess eigi sér stað hér á landi í nokkrum mæli. Innlent 13.10.2005 19:46 Í túninu heima Menningar- og útivistardagar standa yfir í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni, "Í túninu heima". Margt er þar til skemmtunar og má þar nefna tónleika, leiklist, söngvakeppni, listasýningu og íþróttakeppni. Hátíðinni lýkur á morgun með tónleikum Eyþórs Gunnarssonar, Ellenar Kristjánsdóttur og KK í Lágafellskirkju. Innlent 13.10.2005 19:46 « ‹ ›
Lélegt lundavarp í Vestmannaeyjum Kalt vor, lítið æti í sjónum og norðanhretið á stóran þátt í því að lundavarp hefur verið lélegt í Vestmannaeyjum og fáar pysjur komist á legg. Sandsílið er horfið úr sjónum og lundinn leitar nú á önnur mið en sænál hefur verið hans aðalæti í sumar. Innlent 14.10.2005 06:39
Ólæti í miðborginni Hópur manna reyndi að koma í veg fyrir handtöku tvítugs manns með því að ráðast að lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Það varð úr að fjórir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Tveir þeirra gistu fangageymslur á samt sjö öðrum sem ýmist sátu inni fyrir ölvunarakstur eða ölvunarlæti. Alls voru sjö teknir fyrir ölvun við akstur. Innlent 14.10.2005 06:39
Ísland og Víetnam semja Fyrir helgi skrifuðu Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Vu Dung, sérlegur fulltrúi forsætisráðherra Víetnam, undir tvíhliða samning Íslands og Víetnam um viðskipti milli landanna. Innlent 14.10.2005 06:39
Alfreð um könnun "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Innlent 14.10.2005 06:39
Borgarstjóri fáorður um gagnrýni Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, segist ekki mikið hafa að segja um gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar, fyrrum formanns Samfylkingarinnar, á hennar orð í gær. Innlent 14.10.2005 06:39
Fjöldi fíkla hefur þrefaldast Fjöldi fíkla sem nota ólögleg vímuefni hefur þrefaldast undanfarin tíu ár að því er fram kemur í ársriti SÁÁ. Vandinn er meiri en nokkru sinni fyrr og eru vímuefnafíklar veikari en nokkru sinni fyrr. Innlent 14.10.2005 06:39
Yrðu slæm úrslit fyrir borgarbúa "Það væri slæmt fyrir borgarbúa ef úrslit kosninga yrðu á þennan veg," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta ef kosið væri nú. Innlent 14.10.2005 06:39
Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Innlent 14.10.2005 06:39
Verðlaunahafarnir vinna saman Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Innlent 14.10.2005 06:39
Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylkingin og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsóknarflokkurinn fengi ekki mann í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39
Gísli Marteinn með fund í Iðnó Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag. Innlent 14.10.2005 06:39
Afsönnum kannanirnar "Þetta eru svipaðar tölur og birtust manni lengi fram eftir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:39
Nema land á fíkniefnamarkaði hér Glæpahópar í Eystrasaltslöndunum eru með afkastamestu framleiðendum amfetamíns og e-taflna í Evrópu. Smygltilraun Litháa á brennisteinssýru til landsins er talin vísbending um að erlendir glæpamenn vilji flytja þekkingu sína hingað Innlent 14.10.2005 06:39
Hryggskekkja æ algengari Tuttugu og sex prósent 15 ára stúlkna horfa meira en fjóra klukkutíma á dag á sjónvarp og tæp fjörutíu prósent 15 ára drengja eru fjóra tíma eða meira í tölvuleikjum á degi hverjum. Sjúkraþjálfarar segja hryggskekkju hjá unglingum orðna mun algengari vegna langvarandi setu og hreyfingarleysis. Innlent 13.10.2005 19:46
Össur: Höfnuðu Stefáni Jóni! Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar fullyrðir að Framsóknarflokkurinn hafi hafnað Stefáni Jóni Hafstein, sem borgarstjóra í fyrra í stað Þórólfs Árnasonar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa verið hræddan um að með því væri verið að búa til enn einn hershöfðingjann fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:46
Órói á Suðurnesjum Tveir menn ruddust inn í hús í Sandgerði í nótt en þeir áttu óuppgerðar sakir við húsráðanda. Lögreglan var kölluð á staðinn þar sem henni tókst að handsama annan manninn. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:46
Akkur að hafa verkið á Íslandi "Til skamms tíma hef ég verið með stærri kaupendum íslenskrar myndlistar og stuðningsmaður," segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður. Hann stefnir nú að því að kaupa Blind Pavillion eftir Ólaf Elíasson og er það eitt dýrasta verk sem einstaklingur hér á landi hefur fjárfest í. Innlent 13.10.2005 19:46
Minna haldlagt en oft áður Lögregla lagði hald á tvö hundruð grömm af fíkniefnum í Kópavogi í fyrrinótt. Lítið hefur verið um stóra fíkniefnafundi lögreglu undanfarið og segir yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík að stór mál komi í bylgjum. Innlent 13.10.2005 19:46
Amfetamínframleiðsla á Íslandi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli telur öruggt að amfetamín sé framleitt hér á landi með skipulögðum hætti. Hann segir vísbendingar um að erlend glæpasamtök séu að ná hér fótfestu. Lithái sem var tekinn í Leifsstöð með tvær flöskur af brennisteinssýru í vikunni, hefur verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. Innlent 13.10.2005 19:46
Sumir blaðamenn styðja Sigmund Á vef Eyjafrétta er birt stuðningsyfirlýsing blaðamanna á Suðurlandi við Sigmund Sigurgeirsson. Í yfirlýsingunni, sem send hefur verið fréttastjóra RÚV, er hann beðinn um að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja Sigmundi frá fréttskrifum. Innlent 13.10.2005 19:46
Klukkukerfið hentar ekki borginni Klukkukerfið sem tekið var í notkun á Akureyri í gær, er ekki fýsilegur kostur fyrir Reykjavíkurborg segir formaður framkvæmdaráðs borgarinnar. Hann segir að stöðumælarnir í Reykjavík séu settir upp til hagsbóta fyrir kaupmenn. Innlent 13.10.2005 19:46
Tekur samkeppni fagnandi Að minnsta kosti tveir munu bítast um leiðtogasæti á lista Samfylkingarinnar við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segist sækjast eftir fyrsta sæti listans. Stefán vann prófkjör Samfylkingarinnar fyrir fjórum árum. Innlent 13.10.2005 19:46
Reynt að smygla brennisteinssýru "Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Í vikunni voru upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu amfetamíns. Innlent 13.10.2005 19:46
Fjölmenni í Stjörnuleit Hátt í þúsund manns mættu eldsnemma á Hótel Loftleiðir í morgun þar sem fyrstu áheyrnarprufur Idol - Stjörnuleitar hófust þriðja árið í röð. Ívið fleiri tóku þátt í áheyrnarprufunum í Reykjavík en í fyrra og virðist því enginn skortur á hæfileikafólki. Innlent 13.10.2005 19:46
Öll hækkunin afturkræf Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:46
Erill í sjúkraflugi á Akureyri Sex beiðnir um sjúkraflug bárust til Slökkviliðs Akureyrar og Flugfélags Íslands í gær. Hægt var að sinna þeim öllum að einu undanskyldu sem varð að fresta vegna veðurs. Fyrsta flugið var farið snemma morguns og því síðasta lauk í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:46
Amfetamín framleitt á Íslandi Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir að maðurinn hafi verið tekin í hefðbundna tollskoðun við komuna til landsins. Innlent 13.10.2005 19:46
Samvinna í jarðhitamálum Það er margt hægt að læra af Íslendingum í jarðhitamálum segir fulltrúi sendinefndar frá Níkaragva sem kominn er til landsins til að kynna sér tækni og þekkingu á því sviði. Sendinefndin undirbýr fyrirhugaða samvinnu stjórnvalda í Níkaragva og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í jarðhitamálum. Innlent 13.10.2005 19:46
Tekinn með brennisteinssýru Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Brennisteinssýra er nauðsynlegt efni við amfetamínframleiðslu og segir Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli að þessu fundur sé skýr vísbending um að framleiðsla þess eigi sér stað hér á landi í nokkrum mæli. Innlent 13.10.2005 19:46
Í túninu heima Menningar- og útivistardagar standa yfir í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni, "Í túninu heima". Margt er þar til skemmtunar og má þar nefna tónleika, leiklist, söngvakeppni, listasýningu og íþróttakeppni. Hátíðinni lýkur á morgun með tónleikum Eyþórs Gunnarssonar, Ellenar Kristjánsdóttur og KK í Lágafellskirkju. Innlent 13.10.2005 19:46