Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa 28. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira