Verðlaunahafarnir vinna saman 28. ágúst 2005 00:01 Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Ingi Björnsson hafnaði í fyrsta sæti en það voru faðir hans og afi sem stofnuðu fyrirtækið. Er Ingi smiður að mennt og þriðji smiðurinn í beinan karllegg í fjölskyldunni. Ingi er sonur Björns Bjarnasonar sem aftur er sonur Bjarna Björnssonar. "Þetta var mjög gaman og ég er ánægður með sigurinn," sagði Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Hann hefur gaman af að stjórna krana og segir starfið ekki einmanalegt eins og sumir kunna að halda. "Það er liðin tíð að menn fari upp í kranana, nema kannski þá allra stærstu," segir hann. "Maður er bara niðri með strákunum og stjórnar með fjarstýringu." Feðgar hafa yfir fimm krönum að ráða, eiga þrjá og leigja tvo. Í flotanum er meðal annars Liebherr 42 K1 krani en á slíkum verður keppt á Evrópumeistaramótinu í kranastjórnun sem fram fer í Þýskalandi í haust. Ingi Íslandsmeistari verður vitaskuld okkar fulltrúi þar og sú keppni leggst vel í hann. "Ég hef komið til bæjarins þar sem mótið verður og þekki því aðstæður. Svo erum við með 42 K1 krana þannig að ég get æft mig á honum." Ómar Theodórsson, samstarfsmaður Inga hjá Feðgum, varð annar og vakti árangur hans talsverða athygli þar sem Ómar hefur aðeins sinnt kranastjórnun í fimm mánuði. Í þriðja sæti hafnaði svo Bjarni Bjarnason en hann er einmitt föðurbóðir Inga Íslandsmeistara. Yfir 40 keppendur tóku þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti í kranastjórnun, meðal annars einn frá Akureyri. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Ingi Björnsson hafnaði í fyrsta sæti en það voru faðir hans og afi sem stofnuðu fyrirtækið. Er Ingi smiður að mennt og þriðji smiðurinn í beinan karllegg í fjölskyldunni. Ingi er sonur Björns Bjarnasonar sem aftur er sonur Bjarna Björnssonar. "Þetta var mjög gaman og ég er ánægður með sigurinn," sagði Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Hann hefur gaman af að stjórna krana og segir starfið ekki einmanalegt eins og sumir kunna að halda. "Það er liðin tíð að menn fari upp í kranana, nema kannski þá allra stærstu," segir hann. "Maður er bara niðri með strákunum og stjórnar með fjarstýringu." Feðgar hafa yfir fimm krönum að ráða, eiga þrjá og leigja tvo. Í flotanum er meðal annars Liebherr 42 K1 krani en á slíkum verður keppt á Evrópumeistaramótinu í kranastjórnun sem fram fer í Þýskalandi í haust. Ingi Íslandsmeistari verður vitaskuld okkar fulltrúi þar og sú keppni leggst vel í hann. "Ég hef komið til bæjarins þar sem mótið verður og þekki því aðstæður. Svo erum við með 42 K1 krana þannig að ég get æft mig á honum." Ómar Theodórsson, samstarfsmaður Inga hjá Feðgum, varð annar og vakti árangur hans talsverða athygli þar sem Ómar hefur aðeins sinnt kranastjórnun í fimm mánuði. Í þriðja sæti hafnaði svo Bjarni Bjarnason en hann er einmitt föðurbóðir Inga Íslandsmeistara. Yfir 40 keppendur tóku þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti í kranastjórnun, meðal annars einn frá Akureyri.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira