Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar 19. september 2025 10:46 Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun