Innlent

Fréttamynd

Sendu Baugsgögn til skattsins

Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins og Jónína Benediktsdóttir komu gögnum um Baug til skattayfirvalda. Jón Gerald Sullenberger, sem sendi þeim gögnin, segist ekki hafa vitað að þau hefðu verið send áfram. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bakterían á þremur stöðum á LHS

Hermannaveikibaktería hefur fundist á þremur stöðum á Landspítala háskólasjúkrahúsi frá því að skipulögð leit hófst að bakteríunni innan veggja spítalans síðastliðinn vetur. Starfsmenn Landspítalans hófu snemma árs leit að hermannaveikibakteríum á sjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju miklar annir slökkviliðs

Nóttin var óvenju annasöm hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn fóru í sjö útköll frá klukkan hálf tíu í gærkvöld til klukkan hálf fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Barinn á skemmtistað

Karlmaður leitaði á náðir lögreglunnar í Keflavík og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás á skemmtistað þar í bæ rétt fyrir klukkan sex í morgun. Manninum var bent á að fara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að fá áverkavottorð og kæra árásina að því loknu.

Innlent
Fréttamynd

Brýtur gegn stjórnarskrá

Stjórnvöld brjóta gegn stjórnarskránni og fjárreiðulögum, eins og staðið er að byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. Það er mat Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Sakargiftir fyrndar vegna tafa

Tafir á rannsókn efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa orðið til þess að sakargiftir á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands eru nú að hluta til fyrndar. Málið hefur verið á borði Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Enn ekki verið yfirheyrður

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna ákæru á hendur honum og sex öðrum vegna gruns um misnotkun á fjármunum sjóðsins. Þrú ár eru liðin frá því að málið var kært.

Innlent
Fréttamynd

Sigur Rós loksins á Íslandi

Sigur Rós heldur loks tónleika hér á landi í lok nóvember. Hartnær þrjú ár eru síðan sveitin lék síðast á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Flugvöllurinn sé ekki varavöllur

Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur geri nauðsynlegar ráðstafanir til að Flugmálastjórn Íslands hætti nú þegar að skilgreina Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárásarmál naut forgangs

Líkamsárásarmál naut forgangs hjá lögreglu yfir rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu. Vika leið áður en tveir mannanna voru yfirheyrðir, þrátt fyrir að lögregla vissi deili á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaeftilit í biðstöðu

Frá því í mars hefur matvælaeftilit með vítamínbættri matvöru í Reykjavík verið í biðstöðu. Þá var sölubann á Kristal F+ fellt úr gildi og bíður matvælaeftirlitið nú eftir reglugerð frá umhverfisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eingöngu rætt um hæfi Jóns

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna frétta af samráði hans við Styrmi Gunnarssona, ritstjóra Morgunblaðsins, varðandi Jón Gerald Sullenberger.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar tjáir sig ekki

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um umfjöllun <em>Fréttablaðsins </em>í morgun, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla braut verklagsreglur

Lögreglan braut gegn eigin verklagsreglum við rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu segir Atli Gíslason, lögmaður konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Aflaverðmætið um tveir milljarðar

Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi af frystum síldarflökum til Akureyrar á föstudag en um þrír mánuðir eru síðan skipin komu síðast til hafnar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Styrmir svarar í Morgunblaðinu

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, kaus að tjá sig ekki um umfjöllum Fréttablaðsins í tengslum við Baugsmálið þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar ræddi við hann í morgun. Hann vísaði í grein sem hann er að skrifa í sunnudagsútgáfu <em>Morgunblaðsins</em>.

Innlent
Fréttamynd

Skiptir engu fyrir framvinduna

Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni.

Innlent
Fréttamynd

ESB-búar vilja Ísland í sambandið

Sjö af hverjum tíu íbúum Evrópusambandslandanna 25 vilja að Ísland fái aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar, viðhorfskönnunar sem tölfræðistofnun ESB, Eurostat, gerir reglulega í öllum aðildarríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli við álverin

Mótmæli eru fyrirhuguð við álverin í Straumsvík og á Grundartanga í dag. Þá munu þátttakendur á álráðstefnu í Reykjavík heimsækja álverin tvö. Í tilkynningu frá samtökunum Saving Iceland segir að á ráðstefnunni hafi lítill gaumur hefur verið gefinn neikvæðum og heilsuspillandi áhrifum sem álbræðsla og tengd vinnsla hafi.

Innlent
Fréttamynd

Útför þeirra sem fórust í sjóslysi

Útför Matthildar Victoríu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Þau fórust í sjóslysi á Viðeyjarsundi fyrir tveimur vikum, en þrír aðrir komust lífs af úr slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Umferð á næstunni um Svínahraun

Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður fyrir umferð á næstu dögum. Vonast er til að um helgina takist að ljúka malbikun en hún hefur tafist vegna kulda síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í bifreið á Laugavegi

Slökkvilið í Reykjavík var rétt að ljúka við að slökkva eld sem kviknaði í bifreið á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns. Um var að ræða sendibifreið frá Póstinum og er ekki vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en töluverður eldur logaði í bílnum, sem knúinn er metangasi, um tíma.

Innlent
Fréttamynd

Þónokkur umferðaróhöpp í gær

Þónokkur umferðaróhöpp urðu í gær og gærkvöldi sem öll eru rakin til hálku. Bíll valt á Suðurlandsvegi í Ölfusi, annar í Hveragerði, þá rann bíll út af veginum við Suðureyri í gærkvöldi vegna krapa og hafnaði ofan í fjöru, tveir bílar fóru út af á Öxnadalsheiði og einn festist í snjó á Fróðárheiði.

Innlent
Fréttamynd

Útgerð krefst skaðabóta

Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði ætlar að sækja fyrir dómi bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Útgerðin er fyrst til að lýsa þessu yfir en fleiri hugsa sinn gang.

Innlent
Fréttamynd

Fjallvegir ruddir í morgun

Vegagerðarmenn þurftu að dusta rykið óvenju snemma af snjóruðningstækjum sínum í haust og ruddu þeir snjó af nokkrum fjallvegum í morgun. Meðal annars þurfti að ryðja Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sinntu ekki rannsókninni

Rannsókn á hópnauðgun konu í ágúst 2002 var ýtt til hliðar vegna alvarlegrar líkamsárásar sem upp kom sömu helgi. Þetta kemur fram í skýringum lögreglu í Reykjavík til Ríkissaksóknara eftir að verjandi konunnar hafði óskað eftir frekari upplýsingum um rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

Aron Pálmi enn í rútunni

Aron Pálmi Ágústsson komst um borð í rútu á vegum Rauða krossins í gær og er enn í þeirri rútu á leið burt frá hættusvæðinu. Hann segist vera þreyttur á langsetu í rútu en nær tuttugu tímar eru síðan hann lagði af stað frá heimili sínu í Beaumont.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistar standa í stað

Biðlistar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi standa nánast í stað miðað við sama tíma í fyrra. Þó hafa þeir lengst í sumum sérgreinum. Yfirstjórn spítalans er ánægð með stöðuna.

Innlent