Innlent Kaldasti september í 23 ár Nýliðinn septembermánuður var sá kaldasti um land allt í 23 ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og hefur ekki mælst jafn mikið í rúm 30 ár. Innlent 23.10.2005 15:02 Hnífurinn ófundinn Hnífurinn sem notaður var í grófri líkamsárás í Bæjargili í Garðabæ um síðastliðna helgi er enn ófundinn. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins þó að öðru leyti vel. Innlent 23.10.2005 15:02 Lögbannið ógnun við blaðamenn Alþjóðasamtök blaðamanna sendu í gær frá sér viðvörun til íslenskra yfirvalda þar sem segir að frelsi fjölmiðla geti verið stefnt í hættu með afskiptum yfirvalda af fjölmiðlum. Lögbann og innrás á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sé ógnun við blaðamenn og tilraun til að stöðva umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagslegt mál. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 15:02 Misnotkun á ávanalyfjum vandamál Misnotkun á ávanabindandi lyfjum er vandamál að sögn aðstoðarlandlæknis. Hann segir að lítið hafi verið fylgst með lyfjanotkun Íslendinga hingað til en vitað er til þess að allt að tíu læknar hafi ávísað ávanabindandi lyfjum til eins og sama aðila. Aðstoðarlandlæknir segir þó að með nýju kerfi sé nú hægt að fylgjast betur með sjúklingum og læknum. Innlent 23.10.2005 15:01 Vilja efla lýðheilsu Á aðalfundi sínum sen fram fór dagana 30. september til 2. október samþykkti Læknafélag Íslands ályktanir sem auka eiga lífslíkur og heilbrigði þjóðarinnar og benti félagið á að lykilatriði væri hollara mataræði og aukin hreyfing. Í ályktun þeirra segir m.a. að barátta við langvinna sjúkdóma einkenni heilbrigðisþjónustu velmegunarþjóða þar sem fáir áhættuþættir hafa mest áhrif á sjúkdóma og dánartíðni. Innlent 23.10.2005 15:01 Atlantsolía leitar réttar síns Skeljungur segir Atlantsolíu hafa brotið lög með auglýsingaskilti þar sem lofað var tveggja króna afslætti. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu segir þetta alrangt og segir fyritækið ætla að leita réttar síns vegna málsins. Hann segir einnig að Skeljungsmenn þoli illa samkeppni. Innlent 23.10.2005 15:01 Veiðibann á kanínur Dýraverndunarsambandið vill að umhverfisráðuneytið afturkalli skotveiðileyfi á kanínur í Vestmannaeyjum sem veitt hafa verið um árabil. Félagar úr skotveiðifélaginu í Eyjum hafa stundað veiðarnar, einkum til að verja lundavarp eftir því sem fréttastofan kemst næst. Innlent 23.10.2005 15:01 Una sækist eftir efsta sætinu Una María Óskarsdóttir sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Una María er varabæjarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs auk þess að vera varaformaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Una María segist leggja áherslu á að efla almenna velferð og bæta innra og ytra starf í íþrótta-, skóla- og uppeldismálum. Innlent 23.10.2005 15:01 Meint brot ekki fyrnd Meint brot einstaklinga í tengslum við Lífeyrissjóð Austurlands, sem varða almenn hegningarlög, eru ekki fyrnd, þótt meint brot stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sem varða við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða séu fyrnd. Innlent 23.10.2005 15:01 Gripinn við innbrot í Lyfju Brotist var inn í apótek Lyfju á Laugaveginum í nótt og fór þjófavarnakerfi í gang. Tveir öryggisverðir sem voru í grennd héldu þegar á vettvang og gripu þjófinn þegar hann var að skríða út um glugga sem hann hafði brotið. Innlent 23.10.2005 15:01 Útgjöld tveggja ráðuneyta lækka Útgjöld ríkissjóðs aukast hlutfallslega mest hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Útgjöld hvors ráðuneytis um sig aukast um ellefu prósent. Útgjöld umhverfisráðuneytis dragast hins vegar saman um þrjú prósent og útgjöld forsætisráðuneytis um eitt prósent. Innlent 23.10.2005 15:01 Stjórnarstefnan ógn við samninga Röng stjórnarstefna hefur leitt til þess að verðbólga er tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru undirritaðir. Það er því röng stjórnarstefna sem gerir að verkum að kjarasamningum kann að verða sagt upp um áramót, segir í harðorðri ályktun frá stjórn stéttarfélagsins Eflingar. Innlent 23.10.2005 15:02 Markmiðið að lækka lyfjaverð Lyfjaverð í heildsölu á Íslandi nálgast nú meðalverð á Norðurlöndunum en fyrir ári náðist tímamótasamkomulag á milli lyfjahóps Félags Íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd frumlyfjaframleiðenda og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Innlent 23.10.2005 15:01 Slitu samstarfinu AFL, Starfsgreinafélag Austurlands, hefur slitið samstarfi við Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar og jafnframt óskað þess að félögin sameinist sem fyrst. Formaður Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar undrast tilboðið en aðalfundur félagsins mun taka afstöðu til þess í kvöld. Innlent 23.10.2005 15:01 Stefna gefin út á fimmtudag Næstkomandi fimmtudag verður gefin út stefna í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur gegn <em>Fréttablaðinu</em> þar sem hún fór fram á lögbann á birtingu persónulegra tölvuskeyta sinna sem borist höfðu <em>Fréttablaðinu</em> og birt voru í tengslum við fréttir af Baugsmálinu. Lögfræðingur Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, sagði að málið yrði síðan þingfest viku síðar. Innlent 23.10.2005 15:01 Engin starfsemi næstu daga Engin starfsemi verður í Slippstöðinni á Akureyri næstu daga. Þetta varð ljóst þegar Sigmundur Guðmundsson, skiptastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði starfsmönnum á fundi nú seinnipartinn að þrotabúið myndi ekki reka stöðina. Innlent 23.10.2005 15:01 Grímur tekur ekki sætið Grímur Atlason, sem lenti í fimmta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík um helgina, ætlar ekki að taka sætið. Grímur sóttist eftir fyrsta til þriðja sæti en lenti í því fjórða. Vegna hins svokallaða fléttufyrirkomulags, sem miðar að því að gera kynjunum jafn hátt undir höfði í uppröðun á listann, endaði Grímur aftur á móti í fimmta sæti. Innlent 23.10.2005 15:01 Kaldasti september síðan 1982 Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og þarf að fara rúm þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um slíkan kulda í höfuðborginni í september. Mánuðurinn var kaldur um land allt og hefur ekki verið kaldara í september um land allt síðan árið 1982. Innlent 23.10.2005 15:01 Búist við 14,2 milljarða afgangi Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru, þrjátíu og fimm prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:01 Þorfinnur til 365 ljósvakamiðla Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Hann mun sjá um þáttagerð á Fréttastöðinni sem hefur útsendingar innan nokkurra vikna. Þorfinnur hefur víðtæka reynslu af starfi í fjölmiðlum og var um skeið forstöðumaður meistarnáms hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands. Lífið 23.10.2005 15:01 Viðskiptahalli áfram mikill Spáð er áframhaldandi miklum hagavexti á næsta ári í nýrri þjóðhagsspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, en hún var birt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Innlent 23.10.2005 15:01 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Þrír ungir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en þeir eru allir grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás á tvo unga menn í Garðabæ aðfararnótt sunudags þar sem annar hlaut alvarlega áverka. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins en einum var sleppt að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær. Innlent 23.10.2005 15:01 Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Innlent 23.10.2005 15:01 Uppsveifla efnahagslífs í hámarki Uppsveifla efnahagslífsins er í hámarki og spáð er að hagvöxtur haldist áfram mikill í ár og á næsta ári meðan stóriðjuframkvæmdir eru enn umfangsmiklar. Þetta segir í nýrri þjóðhagspá sem Fjármálaráðuneytið hefur birt. Spáin er fyrir árin 2005 til 2007 auk framreikninga fram til ársins 2010. Innlent 23.10.2005 15:01 Grunaður um afbrigðilega hegðun Að morgni laugardagsins var lögreglunni á Ísafirði tilkynnt um afbrigðilega hegðun gestkomandi manns í heimahúsi á Ísafirði. Maðurinn er grunaður um afbrigðilega hegðun fyrir framan ungan dreng, sem einnig var gestkomandi í umræddu húsi. Hinn grunaði hefur verið yfirheyrður af lögreglunni en hefur nú verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram. Innlent 23.10.2005 15:01 Gagnrýndu framkvæmd kosningar Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað. Innlent 23.10.2005 15:01 Sagnfræðingar ósáttir Sagnfræðingar eru ósáttir við að Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðinn til að rita sögu þingræðis á Íslandi, frekar en að leitað hafi verið til sagnfræðings um samningu verksins. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á að fráfarandi sendiherra og fyrrverandi ráðherra og þingmaður sé ráðinn til að semja sagnfræðirit. Innlent 23.10.2005 15:01 Slippstöðin lýst gjaldþrota Slippstöðin hf á Akureyri hefur verið lýst gjaldþrota. Búið er að skipa skiptastjóra í bú fyrirtækisins og vonast starfsmenn til þess að launamál þeirra verði rædd á fundi með honum nú í hádeginu. Innlent 23.10.2005 15:01 Síldarvertíðin hafin Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupstað landaði um 200 tonnum af síld í Neskaupstað í gær. Skip Samherja eru að veiðum út af Vestfjörðum en þar er lítið að hafa eins og stendur. Innlent 23.10.2005 15:01 Búist við 14,2 milljarða afgangi Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:01 « ‹ ›
Kaldasti september í 23 ár Nýliðinn septembermánuður var sá kaldasti um land allt í 23 ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og hefur ekki mælst jafn mikið í rúm 30 ár. Innlent 23.10.2005 15:02
Hnífurinn ófundinn Hnífurinn sem notaður var í grófri líkamsárás í Bæjargili í Garðabæ um síðastliðna helgi er enn ófundinn. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins þó að öðru leyti vel. Innlent 23.10.2005 15:02
Lögbannið ógnun við blaðamenn Alþjóðasamtök blaðamanna sendu í gær frá sér viðvörun til íslenskra yfirvalda þar sem segir að frelsi fjölmiðla geti verið stefnt í hættu með afskiptum yfirvalda af fjölmiðlum. Lögbann og innrás á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sé ógnun við blaðamenn og tilraun til að stöðva umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagslegt mál. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 15:02
Misnotkun á ávanalyfjum vandamál Misnotkun á ávanabindandi lyfjum er vandamál að sögn aðstoðarlandlæknis. Hann segir að lítið hafi verið fylgst með lyfjanotkun Íslendinga hingað til en vitað er til þess að allt að tíu læknar hafi ávísað ávanabindandi lyfjum til eins og sama aðila. Aðstoðarlandlæknir segir þó að með nýju kerfi sé nú hægt að fylgjast betur með sjúklingum og læknum. Innlent 23.10.2005 15:01
Vilja efla lýðheilsu Á aðalfundi sínum sen fram fór dagana 30. september til 2. október samþykkti Læknafélag Íslands ályktanir sem auka eiga lífslíkur og heilbrigði þjóðarinnar og benti félagið á að lykilatriði væri hollara mataræði og aukin hreyfing. Í ályktun þeirra segir m.a. að barátta við langvinna sjúkdóma einkenni heilbrigðisþjónustu velmegunarþjóða þar sem fáir áhættuþættir hafa mest áhrif á sjúkdóma og dánartíðni. Innlent 23.10.2005 15:01
Atlantsolía leitar réttar síns Skeljungur segir Atlantsolíu hafa brotið lög með auglýsingaskilti þar sem lofað var tveggja króna afslætti. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu segir þetta alrangt og segir fyritækið ætla að leita réttar síns vegna málsins. Hann segir einnig að Skeljungsmenn þoli illa samkeppni. Innlent 23.10.2005 15:01
Veiðibann á kanínur Dýraverndunarsambandið vill að umhverfisráðuneytið afturkalli skotveiðileyfi á kanínur í Vestmannaeyjum sem veitt hafa verið um árabil. Félagar úr skotveiðifélaginu í Eyjum hafa stundað veiðarnar, einkum til að verja lundavarp eftir því sem fréttastofan kemst næst. Innlent 23.10.2005 15:01
Una sækist eftir efsta sætinu Una María Óskarsdóttir sækist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Una María er varabæjarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs auk þess að vera varaformaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Una María segist leggja áherslu á að efla almenna velferð og bæta innra og ytra starf í íþrótta-, skóla- og uppeldismálum. Innlent 23.10.2005 15:01
Meint brot ekki fyrnd Meint brot einstaklinga í tengslum við Lífeyrissjóð Austurlands, sem varða almenn hegningarlög, eru ekki fyrnd, þótt meint brot stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sem varða við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða séu fyrnd. Innlent 23.10.2005 15:01
Gripinn við innbrot í Lyfju Brotist var inn í apótek Lyfju á Laugaveginum í nótt og fór þjófavarnakerfi í gang. Tveir öryggisverðir sem voru í grennd héldu þegar á vettvang og gripu þjófinn þegar hann var að skríða út um glugga sem hann hafði brotið. Innlent 23.10.2005 15:01
Útgjöld tveggja ráðuneyta lækka Útgjöld ríkissjóðs aukast hlutfallslega mest hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Útgjöld hvors ráðuneytis um sig aukast um ellefu prósent. Útgjöld umhverfisráðuneytis dragast hins vegar saman um þrjú prósent og útgjöld forsætisráðuneytis um eitt prósent. Innlent 23.10.2005 15:01
Stjórnarstefnan ógn við samninga Röng stjórnarstefna hefur leitt til þess að verðbólga er tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru undirritaðir. Það er því röng stjórnarstefna sem gerir að verkum að kjarasamningum kann að verða sagt upp um áramót, segir í harðorðri ályktun frá stjórn stéttarfélagsins Eflingar. Innlent 23.10.2005 15:02
Markmiðið að lækka lyfjaverð Lyfjaverð í heildsölu á Íslandi nálgast nú meðalverð á Norðurlöndunum en fyrir ári náðist tímamótasamkomulag á milli lyfjahóps Félags Íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd frumlyfjaframleiðenda og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Innlent 23.10.2005 15:01
Slitu samstarfinu AFL, Starfsgreinafélag Austurlands, hefur slitið samstarfi við Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar og jafnframt óskað þess að félögin sameinist sem fyrst. Formaður Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar undrast tilboðið en aðalfundur félagsins mun taka afstöðu til þess í kvöld. Innlent 23.10.2005 15:01
Stefna gefin út á fimmtudag Næstkomandi fimmtudag verður gefin út stefna í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur gegn <em>Fréttablaðinu</em> þar sem hún fór fram á lögbann á birtingu persónulegra tölvuskeyta sinna sem borist höfðu <em>Fréttablaðinu</em> og birt voru í tengslum við fréttir af Baugsmálinu. Lögfræðingur Jónínu, Hróbjartur Jónatansson, sagði að málið yrði síðan þingfest viku síðar. Innlent 23.10.2005 15:01
Engin starfsemi næstu daga Engin starfsemi verður í Slippstöðinni á Akureyri næstu daga. Þetta varð ljóst þegar Sigmundur Guðmundsson, skiptastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði starfsmönnum á fundi nú seinnipartinn að þrotabúið myndi ekki reka stöðina. Innlent 23.10.2005 15:01
Grímur tekur ekki sætið Grímur Atlason, sem lenti í fimmta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík um helgina, ætlar ekki að taka sætið. Grímur sóttist eftir fyrsta til þriðja sæti en lenti í því fjórða. Vegna hins svokallaða fléttufyrirkomulags, sem miðar að því að gera kynjunum jafn hátt undir höfði í uppröðun á listann, endaði Grímur aftur á móti í fimmta sæti. Innlent 23.10.2005 15:01
Kaldasti september síðan 1982 Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og þarf að fara rúm þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um slíkan kulda í höfuðborginni í september. Mánuðurinn var kaldur um land allt og hefur ekki verið kaldara í september um land allt síðan árið 1982. Innlent 23.10.2005 15:01
Búist við 14,2 milljarða afgangi Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru, þrjátíu og fimm prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:01
Þorfinnur til 365 ljósvakamiðla Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Hann mun sjá um þáttagerð á Fréttastöðinni sem hefur útsendingar innan nokkurra vikna. Þorfinnur hefur víðtæka reynslu af starfi í fjölmiðlum og var um skeið forstöðumaður meistarnáms hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands. Lífið 23.10.2005 15:01
Viðskiptahalli áfram mikill Spáð er áframhaldandi miklum hagavexti á næsta ári í nýrri þjóðhagsspá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, en hún var birt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Innlent 23.10.2005 15:01
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Þrír ungir menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en þeir eru allir grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás á tvo unga menn í Garðabæ aðfararnótt sunudags þar sem annar hlaut alvarlega áverka. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins en einum var sleppt að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær. Innlent 23.10.2005 15:01
Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Innlent 23.10.2005 15:01
Uppsveifla efnahagslífs í hámarki Uppsveifla efnahagslífsins er í hámarki og spáð er að hagvöxtur haldist áfram mikill í ár og á næsta ári meðan stóriðjuframkvæmdir eru enn umfangsmiklar. Þetta segir í nýrri þjóðhagspá sem Fjármálaráðuneytið hefur birt. Spáin er fyrir árin 2005 til 2007 auk framreikninga fram til ársins 2010. Innlent 23.10.2005 15:01
Grunaður um afbrigðilega hegðun Að morgni laugardagsins var lögreglunni á Ísafirði tilkynnt um afbrigðilega hegðun gestkomandi manns í heimahúsi á Ísafirði. Maðurinn er grunaður um afbrigðilega hegðun fyrir framan ungan dreng, sem einnig var gestkomandi í umræddu húsi. Hinn grunaði hefur verið yfirheyrður af lögreglunni en hefur nú verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram. Innlent 23.10.2005 15:01
Gagnrýndu framkvæmd kosningar Þingmenn Frjálslynda flokksins gagnrýndu harðlega kosningu forseta Alþingis við þingsetningu á laugardag. Gagnrýndu þingmenn meðal annars framkvæmdina og segjast ekki hafa getað sagt nei því svokallaður nei-hnappur hafi ekki virkað. Innlent 23.10.2005 15:01
Sagnfræðingar ósáttir Sagnfræðingar eru ósáttir við að Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðinn til að rita sögu þingræðis á Íslandi, frekar en að leitað hafi verið til sagnfræðings um samningu verksins. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á að fráfarandi sendiherra og fyrrverandi ráðherra og þingmaður sé ráðinn til að semja sagnfræðirit. Innlent 23.10.2005 15:01
Slippstöðin lýst gjaldþrota Slippstöðin hf á Akureyri hefur verið lýst gjaldþrota. Búið er að skipa skiptastjóra í bú fyrirtækisins og vonast starfsmenn til þess að launamál þeirra verði rædd á fundi með honum nú í hádeginu. Innlent 23.10.2005 15:01
Síldarvertíðin hafin Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupstað landaði um 200 tonnum af síld í Neskaupstað í gær. Skip Samherja eru að veiðum út af Vestfjörðum en þar er lítið að hafa eins og stendur. Innlent 23.10.2005 15:01
Búist við 14,2 milljarða afgangi Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru 35 prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:01