Innlent

Uppsveifla efnahagslífs í hámarki

Uppsveifla efnahagslífsins er í hámarki og spáð er að hagvöxtur haldist áfram mikill í ár og á næsta ári meðan stóriðjuframkvæmdir eru enn umfangsmiklar. Þetta segir í nýrri þjóðhagspá sem Fjármálaráðuneytið hefur birt. Spáin er fyrir árin 2005 til 2007 auk framreikninga fram til ársins 2010. Í spánni segir jafnframt að árið 2007 dragi úr hagvextinum vegna samdráttar í framkvæmdum og innlendri eftirspurn. Árið 2007 sé því gert ráð fyrir mun hægari hagvexti eða 2,5 prósent. Reiknað er með að hagvöxtur árið 2005 verði áfram mikill, eða sex prósent, en að það hægi á hagvexti árið 2006 þar sem það muni þá draga úr vexti einkaneyslunnar. Spáin gerir ráð fyrir minni hagvexti en spár Landsbanka Íslands og Íslandsbanka. Landsbankinn spáir 7,6 prósenta hagvexti árið 2005 en Íslandsbanki 6,1 prósenta hagvexti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×