Innlent

Fréttamynd

Lögreglan gleymdi að senda beiðni

Krefjist rannsóknarhags­munir þess að úrskurðir hér­aðs­dóms fylgi ekki dómum Hæsta­­réttar á netinu þarf lögregla að fara fram á það fyrir fram, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrif­stofu­stjóra Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir manni sem situr í haldi vegna fíkniefna í póstsendingum. Stúlku, starfsmanni pósthúss, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi var hins vegar sleppt, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög­reglu­þjóns í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

66 milljarða hagnaður

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins nam 66 milljörðum króna.Bankarnir hafa því hagnast um 240 milljónir á hverjum degi tímabilsins. KB banki og Landsbankinn birtu uppgjör sín í gær. KB banki hefur hagnast mest, um 34,5 milljarða frá áramótum til loka september, sem er aðeins meira en hagnaður allra bankanna fyrir sama tímabil í fyrra. Heildareignir bankanna eru nú 4.700 milljarðar króna, um fimmföld landsframleiðsla þjóðarinnar. Þær hafa aukist um 3.600 milljarða frá ársbyrjun. Eigið fé bankanna er tæpir 350 milljarðar króna, sem er ríflega fjárlög íslenska ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri kærur vegna efnahagsbrota

Fjárframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra voru tvöfalt hærri í fyrra en fyrir fimm árum og kærumál eru sömuleiðis rúmlega tvöfalt fleiri. Starfsmönnum hefur hins vegar aðeins fjölgað um fjórðung á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirséð lokun NMT-kerfis

"Innan tveggja til þrigg­ja ára verðu NMT farsímakerfinu lokað," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskipta­stofn­unarinnar. Hrafnkell segir að vegna þessa hafi stofnunin opnað á vef sínum fyrir umræðu um mögulega fram­tíð­ar­notkun 450 MHz tíðni­sviðs­ins sem NMT netið not­ar og óskað eftir umsögnum.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin hugsar málið

Um miðja næstu viku er fyrirhugaður fundur lögmanns Reykjavíkurborgar og lögmanna olíufélaganna um skaðabótakröfu borgarinnar vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns borgarinnar, varð ekki af fyrirhuguðum fundahöldum í vikunni sem er að líða. Borgin krefur félögin þrjú, Skeljungs, Esso og Olís, eða eignarhaldsfélög þeirra um 150 milljón krónur í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Lítið um slys í tugum árekstra

Tuttugu árekstrar urðu milli klukkan fjögur og fimm í Reykjavík í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þrír fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru minniháttar. Margir eru enn á sumardekkjunum og telur lögregla að snjórinn hafi komið fólki nokkuð í opna skjöldu. Vesturlandsvegur lokaðist sunnan Hvalfjarðarganga um tíma eftir hádegið vegna bílveltu sem þar varð. Ekki reyndist um alvarleg meiðsl að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjórar DV dæmdir

Ritstjórar DV þurfa að greiða 600.000 krónur vegna ummæla sem viðhöfð voru á forsíðu blaðsins um Ásmund Gunnlaugsson jógakennara 8. október í fyrra. Ómerk voru ummælin "var fjarlægður af lögreglu," en þau taldi dómurinn bersýnilega röng. Mikael Torfasyni og þáverandi ritstjóra, Illuga Jökulssyni, var hvorum um sig gert að greiða 50.000 krónur í sekt. Þá þurfa þeir að borga Ásmundi 200.000 krónur í miskabætur og 300.000 krónur í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af varnarviðræðum

Bandaríkjamenn skilja nauðsyn þess að hafa viðbúnað í Keflavík og varnarviðræðurnar eru í góðum farvegi. Þetta segir Halldór Blöndal formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir fund nefndarinnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta óveður vetrarins

Fyrsta óveður vetrarins á Suður- og Vesturlandi skall á í dag. Á Kjalarnesi fór vindhraði í 42 metra á sekúndu í hviðum og í Vestmannaeyjum hafa björgunarsveitarmenn hjálpað fólki við að losa bíla sína úr snjósköflum.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmannaleigan "2+1" borin þungum sökum

Þýskir farandverkamenn, sem unnið hafa á Íslandi, bera starfsmannaleiguna "2+1" þungum sökum. Þeir segjast hafa verið sviknir um laun og búa við afar þröngar aðstæður en þeir eru ellefu saman í lítilli íbúð. Starfsmannaleigan vísar öllum ásökunum á bug.

Innlent
Fréttamynd

Hér og nú birti myndir í heimildarleysi

Tímaritið Hér og nú birti myndir af Strákunum á Stöð 2 og Eiði Smára Guðjohnssen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna. Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnubrögð blaðsins standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Farice verður stöðugur í janúar

Farice-sæstrengurinn bilaði enn eina ferðina í morgun og lá niðri í nokkra klukkutíma. Hann er þó kominn í fullt gagn aftur. Jón Birgir Jónsson hjá Farice ehf. segir ekki hafa verið um kerfisbilun að ræða heldur hafi strengurinn slitnað í óhappi við landtengingu í Skotlandi.

Innlent
Fréttamynd

Greiða ekki skatta

Verið er að stofnsetja íslenskt útibú portúgölsku starfsmannaleigunnar Elpalmo frá Portúgal hér á landi. Samkvæmt heimlidum fréttastofu starfa nú þegar á milli 90 og 100 menn á vegum Elpalmo hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

DV áfrýjar dóminum

Forráðamenn DV hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag þar sem Mikael Torfason, núverandi ritstjóri DV, og Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, voru dæmdir til að greiða manni 200 þúsund krónur fyrir ummæli í frétt sem blaðið birti í október í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Enginn alvarlega slasaður

Enginn fjórmenninganna sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið er alvarlega slasaður. Þeir munu líklega allir verða útskrifaðir síðar í dag, að sögn læknis a slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla leitar neyðarsendis

Þyrla Landhelgisgælunnar, TF-LIF, leitar nú að neyðarsendi sem byrjaði að senda frá sér neyðarmerki um gervihnött í morgun. Þyrlan fór í loftið tíu mínútur fyrir tvö til að reyna að finna neyðarsendinn, en svo virðist sem hann sé staðsettur suður af Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir fluttir á sjúkrahús vegna bílveltu

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir að jeppi valt á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin laust eftir hádegið. Tveir farþeganna festust í bílnum við veltuna svo nota þurfti klippur til að ná þeim lausum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fólkið hafi slasast mikið.

Innlent
Fréttamynd

Vesturlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Vesturlandsvegur verður lokaður um óákveðin tíma sunnanmegin við Hvalfjarðargöng vegna umferðarslyss sem varð þar í hádeginu. Þar valt bíll og mun tvennt vera fast í honum en lögregla og slökkvilið vinna að því að losa fólkið.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpið rukkar sama og það borgar

Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður gagnrýnir RÚV fyrir að okra á starfsstétt hans. RÚV greiddi Ólafi 1,5 milljónir fyrir sýningu á Blindskeri en rukkaði hann um 1,4 milljónir fyrir not á efni úr myndasafni Sjónvar

Innlent
Fréttamynd

Stjúpættleiddir oftast yfir lögaldri

Fjöldi stjúpættleiddra yfir lögaldri er áberandi hér á Íslandi miðað við nágrannalöndin. Meðalaldur stjúpættleiddra hér á landi er ríflega tuttugu ár og einnig eru áberandi fleiri konur stjúpættleiddar hérlendis en karlar.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta nærri Hvalfjarðargöngum

Bíll valt á veginum skammt frá Hvalfjarðargöngum, sunnanmegin, fyrir stundu. Lögegla og sjúkralið frá Reykjavík og Akranesi eru komin á staðinn. Tvennt er fast í bílnum og er tækjabíll frá Reykjavík rétt ókominn á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Málþing um skólagöngu hjartveikra barna

Skólaganga hjartveikra barna er um margt ólík skólagöngu heilbrigðra barna og koma þarf til móts við þau í skólakerfinu. Í dag verður haldið málþing í Gerðubergi þar sem skólaganga þeirra verður til umfjöllunar. Tilefnið er tíu ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Innlent
Fréttamynd

Veður að versna á Suður- og Vesturlandi

Veturinn hefur heldur betur minnt á sig á Suður- og Vesturlandi í nótt og í morgun. Borgarbúar vöknuðu við fyrstu snjókomuna þetta haustið og nokkuð var um árekstra í morgun. Spáð er stormi á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn með töluverðri ofankomu sem færir sig svo yfir á Norðurland en búist er við að veðrið gangi niður eftir hádegi á morgun.

Innlent