Innlent Tekur við starfi aðstoðarorkumálastjóra Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir hefur verið ráðin til að gegna nýju starfi aðstoðarorkumálastjóra. Hún hóf störf í dag. Innlent 7.11.2005 20:50 Pottur brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks Pottur er víða brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks, verði það fyrir meiðslum við æfingar eða keppni. Sum félög og sérsambönd hafa keypt tryggingar fyrir sitt fólk en Ólympíu- og íþróttasambandið segir of dýrt að tryggja alla. Innlent 7.11.2005 20:40 Gengisfella stúdentsprófið til að spara Ríkið ætlar að gengisfella stúdentsprófið til að spara krónur og aura, segja framhaldsskólakennarar sem ætla að leggja niður störf í eina kennslustund á morgun. Innlent 7.11.2005 19:45 Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur neitaði tryggingasvikara um tíu milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af skaðabótakröfu manns sem var ákærður fyrir tryggingabótasvindl fyrir þrettán árum, en ekki dæmdur þar sem málið fyrntist í meðförum lögreglu og dómstóla. Innlent 7.11.2005 19:44 Frávísunarkrafan felld Hannes Hólmsteinn Gissurarson á að mati héraðsdóms að fá tækifæri til að sannfæra íslenska dómstóla um að hann þurfi ekki að greiða Jóni Ólafssyni bætur vegna meiðyrðadóms í Englandi. Innlent 7.11.2005 19:36 Vilja friða Þjórsárver Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að Þjórsárver njóti viðeigandi landverndar og að þau komist á heimsminjaskrá UNESCO. Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra geri verndun Þjósárvera að forgangsmáli. Innlent 7.11.2005 18:08 Mörður snuprar Stefán Jón "Þetta gerir maður nú eiginlega ekki, Stefán Jón", segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni og á þar við auglýsingu samflokksmanns síns, Stefáns Jóns Hafstein, í Fréttablaðinu í dag. Mörður vitnar meðal annars í línur í Passíusálmunum þar sem talað er um hræsni. Innlent 7.11.2005 17:49 Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins. Innlent 7.11.2005 17:39 Ekki enn ástæða til að vara Íslendinga gegn því að ferðast til Frakklands Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í París, segir að ekki sé ástæða til að vara Íslendinga við því að koma til Parísar eða annarra borga í Frakklandi, enn sem komið er. Hins vegar sé fylgst með framvindu mála og staðan metin. Innlent 7.11.2005 17:35 Enginn fundur ákveðinn Ekki búið að ákveða hvort eða hvenær fundur verður hjá forsvarsmönnum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar, en nú er aðeins vika þar til forsendunefnd á að skila niðurstöðum sínum. Innlent 7.11.2005 17:14 Hafa áhyggjur af erfðaefni landnámshænunnar Eigenda og ræktendafélag landnámshænsna hefur áhyggjur af gömlu erfðaefni landnámshænunnar sem gæti farið forgörðum ef H5N1 fuglaflensusmit berst til landsins. Þar sem landnámshænsnastofninn er smár er hann í mestri hættu, berist smit til landsins. Innlent 7.11.2005 17:09 Skuldabréfaútgáfa rúmir 111 milljarðar Engir erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum síðan fyrir viku, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Íslandsbanka. En þá gaf Kommunalbanken í Noregi út út þriggja milljarðar skuldabréf til fimm ára. Innlent 7.11.2005 16:11 Frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar hafnað Frávísunarkröfu lögmanns Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, máli hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málinu frestað til 25.nóvember. Lögmaður Hannesar hefur nú frest til þess tíma til að leggja fram greinagerð í málinu. Innlent 7.11.2005 15:57 Kaupmáttur launa í bílum aldrei meiri Kaupmáttur launa mældur í bifreiðum hefur aldrei verið meiri. Hefur hann aukist um tæplega tíu prósent á einu ári ef miðað er við launavísitöluna annars vegar og bifreiðaverðs í vísitölu neysluverðs hins vegar. Innlent 7.11.2005 14:17 Mestar verðhækkanir í Kópavogi Fasteignaverð í Garðabænum hækkaði um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi, meira en á nokkrum öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7.11.2005 13:15 Enn bilar Farice-strengurinn Bilun hefur enn einu sinni orðið á Farice-sæstrengnum, að þessu sinni nærri bænum Brora í Norður-Skotlandi. Fram kemur á heimasíðu Farice að viðgerðarmenn séu á leið á vettvang en vegna bilunarinnar verður netsamband við útlönd hægara en venjulega. Innlent 7.11.2005 13:26 Þrjár blokkir byggðar í miðbæ Eskifjarðar Þrjú fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með samtals rúmlega 50 íbúðum verða byggð í miðbæ Eskifjarðar og hefur verið undirritaður samningur við Edduborgir ehf. um land á þessum stað. Innlent 7.11.2005 13:21 Kostur að kunna pólsku Það telst nú orðið til kosta íslenskra verkamanna, sem leita sér að vinnu á Mið-Austurlandi, að kunna eitthvað í pólsku og getur sú kunnátta vegið þyngra en vinnuvélaréttindi og meirapróf. Innlent 7.11.2005 12:18 Vantar stefnu um gervifrjóvgun Norðurlöndin hafa enga sameiginlega stefnu varðandi gervifrjóvgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma sér saman um slíka stefnu. Finnar hafa frjálslyndustu stefnuna því að þeir hafa engin lög. Norðmenn eru hinsvegar með ströngustu lagasetninguna. Innlent 7.11.2005 12:16 Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar. Innlent 7.11.2005 12:06 Gistinótttum fjölgaði í september Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm þrettán prósent milli ára. Í september í fyrra voru þær tæplega áttatíu og tvö prósent en í september á þessu ári tæplega níutíu og þrjúþúsund. Fjölgun gistinátta þetta árið er nánast eingöngu vegna útlendinga. Innlent 7.11.2005 10:55 Ætla að tvöfalda íbúafjöldann Hreppsstjórn Vatnsleysustrandar stefnir að því að tvöfalda íbúafjöldann á næstu fimm árum. Gangi það eftir verða íbúarnir orðnir tvöþúsund við lok þessa áratugar, hátt í þrefalt fleiri en þeir voru um miðbik síðasta áratugar. Innlent 7.11.2005 10:54 Rukka aðkomumenn meira en heimamenn Sveitarstjórn Húnaþings vestra þarf í dag að svara stjórnsýslukæru vegna þess að aðkomumenn eru rukkaðir um fimm þúsund krónur fyrir leyfi til að fá að stunda rjúpnaveiði en heimamenn um aðeins þrjú þúsund krónur. Innlent 7.11.2005 10:08 Eldur í grilli á skyndibitastað Betur fór en á horfðist þegar eldur gaus upp í grilli á skyndibitastað við Geirsgötu í Reykjavík í gærkvöld. Starfsfólk kallaði strax á slökkvilið, en beið ekki boðana og náði að kæfa eldinn áður en hann næði útbreiðslu. Þegar slökkviliðið kom á vettvang beið þess að reykræsta staðinn, en eitthvað tjón mun hafa hlotist af reyk. Engan sakaði. Innlent 7.11.2005 10:05 Fasteignaverð hækkaði mest í Garðabæ Fasteignaverð í Garðabæ hækkaði um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, meira en nokkurs staðar annar staðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Innlent 7.11.2005 08:44 Vatnsleysuströnd verður að bæ Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur. Innlent 7.11.2005 08:52 Íbúar snyrti tré sín Akureyringar skulu snyrta þau tré sín sem ná út fyrir lóðamörk þeirra eða eiga á hættu að bæjarstarfsmenn geri það og þá á kostnað íbúanna sjálfra. Innlent 7.11.2005 08:54 Byrjaður að auglýsa Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra. Innlent 7.11.2005 08:49 Byggja 50 íbúðir á Eskifirði Verktakafyrirtækið Edduborgir hefur samið við bæjarstjórn Fjarðabyggðar um að byggja þrjú fjölbýlishús í miðbæ Eskifjarðar. Húsin verða fjögurra og fimm hæða og í þeim verða rúmlega 50 íbúðir sem verða hannaðar með þarfir fólks yfir 50 ára aldri í huga. Innlent 7.11.2005 08:48 700 nýjar íbúðir Um 700 íbúðir munu rísa frá slippasvæðinu við Mýrargötuna í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri á næstu fimm árum að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagráðs Reykjavíkurborgar. "Þetta mat byggir á þeim skipulagsáætlunum sem við höfum fyrir okkur; lykilverkefnum sem eru ýmist á lokastigi eða í undirbúningi." Viðskipti innlent 6.11.2005 21:06 « ‹ ›
Tekur við starfi aðstoðarorkumálastjóra Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir hefur verið ráðin til að gegna nýju starfi aðstoðarorkumálastjóra. Hún hóf störf í dag. Innlent 7.11.2005 20:50
Pottur brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks Pottur er víða brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks, verði það fyrir meiðslum við æfingar eða keppni. Sum félög og sérsambönd hafa keypt tryggingar fyrir sitt fólk en Ólympíu- og íþróttasambandið segir of dýrt að tryggja alla. Innlent 7.11.2005 20:40
Gengisfella stúdentsprófið til að spara Ríkið ætlar að gengisfella stúdentsprófið til að spara krónur og aura, segja framhaldsskólakennarar sem ætla að leggja niður störf í eina kennslustund á morgun. Innlent 7.11.2005 19:45
Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur neitaði tryggingasvikara um tíu milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af skaðabótakröfu manns sem var ákærður fyrir tryggingabótasvindl fyrir þrettán árum, en ekki dæmdur þar sem málið fyrntist í meðförum lögreglu og dómstóla. Innlent 7.11.2005 19:44
Frávísunarkrafan felld Hannes Hólmsteinn Gissurarson á að mati héraðsdóms að fá tækifæri til að sannfæra íslenska dómstóla um að hann þurfi ekki að greiða Jóni Ólafssyni bætur vegna meiðyrðadóms í Englandi. Innlent 7.11.2005 19:36
Vilja friða Þjórsárver Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að Þjórsárver njóti viðeigandi landverndar og að þau komist á heimsminjaskrá UNESCO. Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra geri verndun Þjósárvera að forgangsmáli. Innlent 7.11.2005 18:08
Mörður snuprar Stefán Jón "Þetta gerir maður nú eiginlega ekki, Stefán Jón", segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni og á þar við auglýsingu samflokksmanns síns, Stefáns Jóns Hafstein, í Fréttablaðinu í dag. Mörður vitnar meðal annars í línur í Passíusálmunum þar sem talað er um hræsni. Innlent 7.11.2005 17:49
Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins. Innlent 7.11.2005 17:39
Ekki enn ástæða til að vara Íslendinga gegn því að ferðast til Frakklands Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í París, segir að ekki sé ástæða til að vara Íslendinga við því að koma til Parísar eða annarra borga í Frakklandi, enn sem komið er. Hins vegar sé fylgst með framvindu mála og staðan metin. Innlent 7.11.2005 17:35
Enginn fundur ákveðinn Ekki búið að ákveða hvort eða hvenær fundur verður hjá forsvarsmönnum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar, en nú er aðeins vika þar til forsendunefnd á að skila niðurstöðum sínum. Innlent 7.11.2005 17:14
Hafa áhyggjur af erfðaefni landnámshænunnar Eigenda og ræktendafélag landnámshænsna hefur áhyggjur af gömlu erfðaefni landnámshænunnar sem gæti farið forgörðum ef H5N1 fuglaflensusmit berst til landsins. Þar sem landnámshænsnastofninn er smár er hann í mestri hættu, berist smit til landsins. Innlent 7.11.2005 17:09
Skuldabréfaútgáfa rúmir 111 milljarðar Engir erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum síðan fyrir viku, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Íslandsbanka. En þá gaf Kommunalbanken í Noregi út út þriggja milljarðar skuldabréf til fimm ára. Innlent 7.11.2005 16:11
Frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar hafnað Frávísunarkröfu lögmanns Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, máli hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málinu frestað til 25.nóvember. Lögmaður Hannesar hefur nú frest til þess tíma til að leggja fram greinagerð í málinu. Innlent 7.11.2005 15:57
Kaupmáttur launa í bílum aldrei meiri Kaupmáttur launa mældur í bifreiðum hefur aldrei verið meiri. Hefur hann aukist um tæplega tíu prósent á einu ári ef miðað er við launavísitöluna annars vegar og bifreiðaverðs í vísitölu neysluverðs hins vegar. Innlent 7.11.2005 14:17
Mestar verðhækkanir í Kópavogi Fasteignaverð í Garðabænum hækkaði um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi, meira en á nokkrum öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7.11.2005 13:15
Enn bilar Farice-strengurinn Bilun hefur enn einu sinni orðið á Farice-sæstrengnum, að þessu sinni nærri bænum Brora í Norður-Skotlandi. Fram kemur á heimasíðu Farice að viðgerðarmenn séu á leið á vettvang en vegna bilunarinnar verður netsamband við útlönd hægara en venjulega. Innlent 7.11.2005 13:26
Þrjár blokkir byggðar í miðbæ Eskifjarðar Þrjú fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með samtals rúmlega 50 íbúðum verða byggð í miðbæ Eskifjarðar og hefur verið undirritaður samningur við Edduborgir ehf. um land á þessum stað. Innlent 7.11.2005 13:21
Kostur að kunna pólsku Það telst nú orðið til kosta íslenskra verkamanna, sem leita sér að vinnu á Mið-Austurlandi, að kunna eitthvað í pólsku og getur sú kunnátta vegið þyngra en vinnuvélaréttindi og meirapróf. Innlent 7.11.2005 12:18
Vantar stefnu um gervifrjóvgun Norðurlöndin hafa enga sameiginlega stefnu varðandi gervifrjóvgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma sér saman um slíka stefnu. Finnar hafa frjálslyndustu stefnuna því að þeir hafa engin lög. Norðmenn eru hinsvegar með ströngustu lagasetninguna. Innlent 7.11.2005 12:16
Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar. Innlent 7.11.2005 12:06
Gistinótttum fjölgaði í september Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm þrettán prósent milli ára. Í september í fyrra voru þær tæplega áttatíu og tvö prósent en í september á þessu ári tæplega níutíu og þrjúþúsund. Fjölgun gistinátta þetta árið er nánast eingöngu vegna útlendinga. Innlent 7.11.2005 10:55
Ætla að tvöfalda íbúafjöldann Hreppsstjórn Vatnsleysustrandar stefnir að því að tvöfalda íbúafjöldann á næstu fimm árum. Gangi það eftir verða íbúarnir orðnir tvöþúsund við lok þessa áratugar, hátt í þrefalt fleiri en þeir voru um miðbik síðasta áratugar. Innlent 7.11.2005 10:54
Rukka aðkomumenn meira en heimamenn Sveitarstjórn Húnaþings vestra þarf í dag að svara stjórnsýslukæru vegna þess að aðkomumenn eru rukkaðir um fimm þúsund krónur fyrir leyfi til að fá að stunda rjúpnaveiði en heimamenn um aðeins þrjú þúsund krónur. Innlent 7.11.2005 10:08
Eldur í grilli á skyndibitastað Betur fór en á horfðist þegar eldur gaus upp í grilli á skyndibitastað við Geirsgötu í Reykjavík í gærkvöld. Starfsfólk kallaði strax á slökkvilið, en beið ekki boðana og náði að kæfa eldinn áður en hann næði útbreiðslu. Þegar slökkviliðið kom á vettvang beið þess að reykræsta staðinn, en eitthvað tjón mun hafa hlotist af reyk. Engan sakaði. Innlent 7.11.2005 10:05
Fasteignaverð hækkaði mest í Garðabæ Fasteignaverð í Garðabæ hækkaði um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, meira en nokkurs staðar annar staðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Innlent 7.11.2005 08:44
Vatnsleysuströnd verður að bæ Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur. Innlent 7.11.2005 08:52
Íbúar snyrti tré sín Akureyringar skulu snyrta þau tré sín sem ná út fyrir lóðamörk þeirra eða eiga á hættu að bæjarstarfsmenn geri það og þá á kostnað íbúanna sjálfra. Innlent 7.11.2005 08:54
Byrjaður að auglýsa Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra. Innlent 7.11.2005 08:49
Byggja 50 íbúðir á Eskifirði Verktakafyrirtækið Edduborgir hefur samið við bæjarstjórn Fjarðabyggðar um að byggja þrjú fjölbýlishús í miðbæ Eskifjarðar. Húsin verða fjögurra og fimm hæða og í þeim verða rúmlega 50 íbúðir sem verða hannaðar með þarfir fólks yfir 50 ára aldri í huga. Innlent 7.11.2005 08:48
700 nýjar íbúðir Um 700 íbúðir munu rísa frá slippasvæðinu við Mýrargötuna í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri á næstu fimm árum að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagráðs Reykjavíkurborgar. "Þetta mat byggir á þeim skipulagsáætlunum sem við höfum fyrir okkur; lykilverkefnum sem eru ýmist á lokastigi eða í undirbúningi." Viðskipti innlent 6.11.2005 21:06