Innlent ASÍ fundar með ríkisstjórn um kjaramál Fulltrúar Alþýðusambands Íslands funda með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í dag eða á morgun en endanleg tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála á vinnumarkaði. Innlent 8.11.2005 09:37 Línur farnar að skýrast í málum Pólverja Línur eru farnar að skýrast í málum Pólverjanna 17 sem störfuðu hjá verktakafyrirtækinu Suðurverki á Kárahnjúkum á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Fimm þeirra eru farnir úr landi, þrír fengu vinnu í Vogunum, tveir í Kópavogi, tveir í Reykjavík og fimm eru á leið í starfsviðtöl hjá Bechtel á Reyðarfirði í dag. Innlent 8.11.2005 07:52 Ók á spennistöð Rjúfa varð rafmagn á Stórhöfða í Reykjavík í tuttugu mínútur í morgun eftir að ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni í mikilli hálku og lenti á háspennistöð. Ökumaðurinn slasaðist ekki en spennistöðin færðist til og þurfti að taka rafmagn af henni meðan gert var við skemmdir á spennistöðinni. Innlent 8.11.2005 09:11 Óskar eftir utandagskrárumræðu um þorskstofn Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um ástand þorskstofnsins. Innlent 8.11.2005 07:50 Ekið á hross á Norðurlandsvegi Ekið var á hross um níuleytið í gærkvöldi í Húnavatnssýslum á Norðurlandsvegi við afleggjarann heim að Þingeyrarkirkju. Hrossið meiddist mikið en hvarf þó út í myrkrið. Það fannst nokkru síðar og þurfti að aflífa það. Bíllinn skemmdist eitthvað við áreksturinn en engan mann sakaði. Innlent 8.11.2005 07:25 Hlutafélagavæðing dulbúin einkavæðing Kristinn H. Gunnarsson segir að hægt sé að ná fram nauðsynlegum breytingum hjá RÚV án þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi, eins og menntamálaráðherra hefur boðað. Hann segir hlutafélagavæðingu RÚV ekkert annað en dulbúna einkavæðingu. Innlent 8.11.2005 07:42 Áströlsk skúta í óveðri við Grænland Áströlsk skúta hreppti óveður úti af vesturströnd Grænlands í gær og komst sjór ofan í hana og í neyðarsendinn sem fór í gang við það. Í kjölfarið var kölluð út þyrla frá Halifax í Kanada og Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, en rétt í sama mund kom í ljós að skipverjar þurftu ekki aðstoð, sem var þá afturkölluð. Innlent 8.11.2005 07:14 BBC hætti Blackberrynotkun Breska ríkisútvarpið, BBC, sagðist nýverið hafa þurft að hætta að nota Blackberry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvupóstsamskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum. Innlent 7.11.2005 22:19 Sífellt fleiri sækja um fræðslustyrki Sjöundi hver félagsmaður í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur sótti um fræðslustyrk fyrstu níu mánuði ársins. Þetta eru alls 3.800 einstaklingar, sem er fimmtíu prósentum meira en á sama tíma á síðasta ári. Innlent 8.11.2005 07:12 Forsetinn situr stjórnarfund Forseti Íslands situr stjórnarfund í Special Olympis samtökunum, í Washington DC, en fundurinn hófst í gær og lýkur í dag. "Forsetinn mun jafnframt eiga fundi með þingmönnum í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings meðan á dvöl hans í Washington stendur," segir í tilkynningu forsetaembættisins. Innlent 7.11.2005 22:19 Efasemdir þaggaðar niður Gagnrýnendur kalla afmælisráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar í gær jábræðrasamkomu. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar slíku á bug og segir margvísleg sjónarmið fá að blómstra. Innlent 7.11.2005 22:19 Strætó 115 milljónir fram úr áætlunum Björk Vilhelmsdóttir segir sveitarfélögin ekki vilja borga nægilega fyrir þá þjónustu sem krafist sé af Strætó. Tekjur af farþegum voru 40 milljónum lægri en áætlað var og útgjöld voru 75 milljónum hærri. Innlent 7.11.2005 22:19 Draga verði úr loðnuveiðum til að bjarga þorski Draga verður verulega úr loðnuveiðum ef einhver árangur á að verða af því að draga stórlega úr þorskveiðum til að byggja þorskstofninn upp, eins og var niðurstaða málþings Hafrannsóknastofnunar í gær. Innlent 8.11.2005 07:10 Þrjátíu innherjamál skoðuð Tólf fyrirtæki voru beitt fjársektum af Fjármálaeftirlitinu á síðasta starfstímabili vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Alls voru 30 mál rannsökuð sem vörðuðu ákvæði um rannsóknar- og tilkynningarskyldu innherja fyrirtækja og skil á innherjalistum. Viðskipti innlent 7.11.2005 22:19 Hannes fær endurupptöku "Það var ekki fallist á okkar beiðni um frávísun í héraðsdómi í gær," segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Arngrímur Ísberg héraðsdómari hafnaði í gær að vísa frá endurupptökubeiðni Hannesar en Hannes reynir að fá því hnekkt að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna meiðyrðadóms í Englandi. Innlent 7.11.2005 22:19 Neita að elta skottið á verðbólgunni Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til að bregðast við brostnum forsendum kjarasamninga á svipaðan hátt og gert var við svipaðar aðstæður árið 2001. Þá var samið um eins prósents launahækkun, mest í formi lífeyrisgreiðslna. Innlent 7.11.2005 22:19 Ægir tekur skip við veiðar Varðskipið Ægir tók skip um síðastliðna helgi fyrir meintar ólölegar veiðar úti fyrir Norðurlandi. Skipið var við veiðar á svæði þar sem smáfiskaskilja er skilyrði. Skipið reyndist ekki útbúið slíkri skilju og var það fært til hafnar á Siglufirði þar sem sýslumaður tók við málinu. Innlent 7.11.2005 22:19 Góð aukning frá því í fyrra Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm þrettán prósent að meðaltali miðað við september í fyrra. Aukningin var hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900, sem er tæplega fjórðungsaukning. Innlent 7.11.2005 22:19 Dýrkeyptar breytingarnar Þegar nýja leiðakerfi Strætó var sett á í ágúst gat starfsfólkið á kvöldvöktum á Hrafnistu við Kleppsveg ekki tekið strætisvagninn heim þar sem hann fór ekki lengur um Sæbraut. Sveinn Skúlason forstjóri segir að stofnunin hafi þurft að borga 200 þúsund krónur á mánuði í leigubíla vegna þessa. Innlent 7.11.2005 22:19 Nýr bæklingur um eldsvoða Eftir áfallið heitir nýr bæklingur sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út, en í honum er fjallað um eldsvoða, vatnstjón og viðbrögð við slíkum áföllum. Innlent 7.11.2005 22:19 Nektardansarar fyrir dómi Mál Hlyns Vigfússonar, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða þrjár tékkneskar dansmeyjar til vinnu á nektardansstaðinn Bóhem, var til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stúlkurnar komu hingað til lands og hófu störf án þess að hafa atvinnuleyfi en Tékkland er eitt hinna nýju landa í Evrópusambandinu. Innlent 7.11.2005 22:19 Stopul nettenging við Ísland "Þessi bilun er eins og svo oft áður hjá samstarfsaðilum okkar í Skotlandi," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice. Það fyrirtæki rekur samnefndan sæstreng sem er annar tveggja strengja sem mestöll fjarskipti Íslands fara um. Farice-strengurinn bilaði í gærmorgun skammt hjá bænum Wick í Skotlandi og það hafði þær afleiðingar að allt netsamband hér á landi var mun hægvirkara en ella. Innlent 7.11.2005 22:19 Segir öldruðum mismunað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að engin stefnubreyting hafi orðið af hálfu stjórnvalda í málefnum aldraðra og engin ákvörðun hafi verið tekin sem leitt geti til mismununar eftir efnahag aldraðra. Þetta kom fram í svari Halldórs við óundirbúinni fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær. Innlent 7.11.2005 22:19 Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum Fjársvika- og bókhaldsbrotamáli á hendur Sveini Eyjólfssyni og fleirum var vísað frá héraðsdómi í gær. Ragnar Hall, einn verjenda, telur að ákæruskjalið hafi aldrei verið lesið yfir. Jón H. B. Snorrason saksóknari vill efnislega meðferð. Innlent 7.11.2005 22:19 Vil ekki með Samfylkinguni "Samfylkingin er varla fýsilegur samstarfsflokkur fyrir okkur í Frjálslynda flokknum eftir þessa u-beygju í sjávarútvegsmálunum," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður. Innlent 7.11.2005 22:19 Þrjú fyrirtæki Atorku sameinast Um næstu áramót munu þrjú fyrirtæki Atorku Group sameinast, en það eru fyrirtækin Austurbakki, Icepharma og Ismed, sem öll starfa á sviði heilbrigðismála og verður nýtt nafn fyrirtækisins Icepharma hf. Velta nýja félagsins er áætluð um 4 milljarðar króna. Forstjóri þess verður Margrét Guðmundsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Austurbakka hf. Atorka Group hefur á undanförnum árum fjárfest í fyrirtækjum á sviði heilbrigðismála. Innlent 8.11.2005 14:10 Tíu þúsund gestir Fjölmenni lagði leið sína á afmælishátíð Glerártorgs á Akureyri um helgina en fimm ár eru síðan verslunarmiðstöðin var tekin í gagnið. Starfsmenn Glerártorgs telja að alls hafi hátt í tíu þúsund manns komið í verslunarmiðstöðina og þegar líða tók á daginn voru öll bifreiðastæði full. Innlent 7.11.2005 22:20 Íslensk fuglaflensulyf? Hægt verður að framleiða flensulyf hér á landi, - á svig við einkaleyfi - þegar mikið liggur við. Ríkisstjórnin samþykkti þetta fyrir sitt leyti í morgun, meðal annars til að bregðast við hugsanlegum fuglaflensufaraldri. Innlent 8.11.2005 19:27 Ákvörðun um lokun Já stendur Ekki hefur verið rætt um að endurskoða þá ákvörðun að loka útibúi upplýsingaveitunnar Já á Ísafirði, þrátt fyrir hörð viðbrögð margra ráðamanna. Innlent 7.11.2005 23:03 Björgunarbeiðni vegna skútu afturkölluð Neyðarskeyti frá neyðarsendi um borð í ástralskri skútu barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga kl. 6:47 í morgun. Skútan var staðsett suðvestur af Nassasuaq á Suður Grænlandi og var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um tíuleitið. Skútan fannst að lokum og björgunarbeiðnin var afturkölluð áður en Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í loftið. Innlent 7.11.2005 21:14 « ‹ ›
ASÍ fundar með ríkisstjórn um kjaramál Fulltrúar Alþýðusambands Íslands funda með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í dag eða á morgun en endanleg tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála á vinnumarkaði. Innlent 8.11.2005 09:37
Línur farnar að skýrast í málum Pólverja Línur eru farnar að skýrast í málum Pólverjanna 17 sem störfuðu hjá verktakafyrirtækinu Suðurverki á Kárahnjúkum á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Fimm þeirra eru farnir úr landi, þrír fengu vinnu í Vogunum, tveir í Kópavogi, tveir í Reykjavík og fimm eru á leið í starfsviðtöl hjá Bechtel á Reyðarfirði í dag. Innlent 8.11.2005 07:52
Ók á spennistöð Rjúfa varð rafmagn á Stórhöfða í Reykjavík í tuttugu mínútur í morgun eftir að ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni í mikilli hálku og lenti á háspennistöð. Ökumaðurinn slasaðist ekki en spennistöðin færðist til og þurfti að taka rafmagn af henni meðan gert var við skemmdir á spennistöðinni. Innlent 8.11.2005 09:11
Óskar eftir utandagskrárumræðu um þorskstofn Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um ástand þorskstofnsins. Innlent 8.11.2005 07:50
Ekið á hross á Norðurlandsvegi Ekið var á hross um níuleytið í gærkvöldi í Húnavatnssýslum á Norðurlandsvegi við afleggjarann heim að Þingeyrarkirkju. Hrossið meiddist mikið en hvarf þó út í myrkrið. Það fannst nokkru síðar og þurfti að aflífa það. Bíllinn skemmdist eitthvað við áreksturinn en engan mann sakaði. Innlent 8.11.2005 07:25
Hlutafélagavæðing dulbúin einkavæðing Kristinn H. Gunnarsson segir að hægt sé að ná fram nauðsynlegum breytingum hjá RÚV án þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi, eins og menntamálaráðherra hefur boðað. Hann segir hlutafélagavæðingu RÚV ekkert annað en dulbúna einkavæðingu. Innlent 8.11.2005 07:42
Áströlsk skúta í óveðri við Grænland Áströlsk skúta hreppti óveður úti af vesturströnd Grænlands í gær og komst sjór ofan í hana og í neyðarsendinn sem fór í gang við það. Í kjölfarið var kölluð út þyrla frá Halifax í Kanada og Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, en rétt í sama mund kom í ljós að skipverjar þurftu ekki aðstoð, sem var þá afturkölluð. Innlent 8.11.2005 07:14
BBC hætti Blackberrynotkun Breska ríkisútvarpið, BBC, sagðist nýverið hafa þurft að hætta að nota Blackberry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvupóstsamskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum. Innlent 7.11.2005 22:19
Sífellt fleiri sækja um fræðslustyrki Sjöundi hver félagsmaður í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur sótti um fræðslustyrk fyrstu níu mánuði ársins. Þetta eru alls 3.800 einstaklingar, sem er fimmtíu prósentum meira en á sama tíma á síðasta ári. Innlent 8.11.2005 07:12
Forsetinn situr stjórnarfund Forseti Íslands situr stjórnarfund í Special Olympis samtökunum, í Washington DC, en fundurinn hófst í gær og lýkur í dag. "Forsetinn mun jafnframt eiga fundi með þingmönnum í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings meðan á dvöl hans í Washington stendur," segir í tilkynningu forsetaembættisins. Innlent 7.11.2005 22:19
Efasemdir þaggaðar niður Gagnrýnendur kalla afmælisráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar í gær jábræðrasamkomu. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar slíku á bug og segir margvísleg sjónarmið fá að blómstra. Innlent 7.11.2005 22:19
Strætó 115 milljónir fram úr áætlunum Björk Vilhelmsdóttir segir sveitarfélögin ekki vilja borga nægilega fyrir þá þjónustu sem krafist sé af Strætó. Tekjur af farþegum voru 40 milljónum lægri en áætlað var og útgjöld voru 75 milljónum hærri. Innlent 7.11.2005 22:19
Draga verði úr loðnuveiðum til að bjarga þorski Draga verður verulega úr loðnuveiðum ef einhver árangur á að verða af því að draga stórlega úr þorskveiðum til að byggja þorskstofninn upp, eins og var niðurstaða málþings Hafrannsóknastofnunar í gær. Innlent 8.11.2005 07:10
Þrjátíu innherjamál skoðuð Tólf fyrirtæki voru beitt fjársektum af Fjármálaeftirlitinu á síðasta starfstímabili vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Alls voru 30 mál rannsökuð sem vörðuðu ákvæði um rannsóknar- og tilkynningarskyldu innherja fyrirtækja og skil á innherjalistum. Viðskipti innlent 7.11.2005 22:19
Hannes fær endurupptöku "Það var ekki fallist á okkar beiðni um frávísun í héraðsdómi í gær," segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Arngrímur Ísberg héraðsdómari hafnaði í gær að vísa frá endurupptökubeiðni Hannesar en Hannes reynir að fá því hnekkt að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna meiðyrðadóms í Englandi. Innlent 7.11.2005 22:19
Neita að elta skottið á verðbólgunni Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til að bregðast við brostnum forsendum kjarasamninga á svipaðan hátt og gert var við svipaðar aðstæður árið 2001. Þá var samið um eins prósents launahækkun, mest í formi lífeyrisgreiðslna. Innlent 7.11.2005 22:19
Ægir tekur skip við veiðar Varðskipið Ægir tók skip um síðastliðna helgi fyrir meintar ólölegar veiðar úti fyrir Norðurlandi. Skipið var við veiðar á svæði þar sem smáfiskaskilja er skilyrði. Skipið reyndist ekki útbúið slíkri skilju og var það fært til hafnar á Siglufirði þar sem sýslumaður tók við málinu. Innlent 7.11.2005 22:19
Góð aukning frá því í fyrra Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm þrettán prósent að meðaltali miðað við september í fyrra. Aukningin var hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900, sem er tæplega fjórðungsaukning. Innlent 7.11.2005 22:19
Dýrkeyptar breytingarnar Þegar nýja leiðakerfi Strætó var sett á í ágúst gat starfsfólkið á kvöldvöktum á Hrafnistu við Kleppsveg ekki tekið strætisvagninn heim þar sem hann fór ekki lengur um Sæbraut. Sveinn Skúlason forstjóri segir að stofnunin hafi þurft að borga 200 þúsund krónur á mánuði í leigubíla vegna þessa. Innlent 7.11.2005 22:19
Nýr bæklingur um eldsvoða Eftir áfallið heitir nýr bæklingur sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út, en í honum er fjallað um eldsvoða, vatnstjón og viðbrögð við slíkum áföllum. Innlent 7.11.2005 22:19
Nektardansarar fyrir dómi Mál Hlyns Vigfússonar, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða þrjár tékkneskar dansmeyjar til vinnu á nektardansstaðinn Bóhem, var til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stúlkurnar komu hingað til lands og hófu störf án þess að hafa atvinnuleyfi en Tékkland er eitt hinna nýju landa í Evrópusambandinu. Innlent 7.11.2005 22:19
Stopul nettenging við Ísland "Þessi bilun er eins og svo oft áður hjá samstarfsaðilum okkar í Skotlandi," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice. Það fyrirtæki rekur samnefndan sæstreng sem er annar tveggja strengja sem mestöll fjarskipti Íslands fara um. Farice-strengurinn bilaði í gærmorgun skammt hjá bænum Wick í Skotlandi og það hafði þær afleiðingar að allt netsamband hér á landi var mun hægvirkara en ella. Innlent 7.11.2005 22:19
Segir öldruðum mismunað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að engin stefnubreyting hafi orðið af hálfu stjórnvalda í málefnum aldraðra og engin ákvörðun hafi verið tekin sem leitt geti til mismununar eftir efnahag aldraðra. Þetta kom fram í svari Halldórs við óundirbúinni fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær. Innlent 7.11.2005 22:19
Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum Fjársvika- og bókhaldsbrotamáli á hendur Sveini Eyjólfssyni og fleirum var vísað frá héraðsdómi í gær. Ragnar Hall, einn verjenda, telur að ákæruskjalið hafi aldrei verið lesið yfir. Jón H. B. Snorrason saksóknari vill efnislega meðferð. Innlent 7.11.2005 22:19
Vil ekki með Samfylkinguni "Samfylkingin er varla fýsilegur samstarfsflokkur fyrir okkur í Frjálslynda flokknum eftir þessa u-beygju í sjávarútvegsmálunum," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður. Innlent 7.11.2005 22:19
Þrjú fyrirtæki Atorku sameinast Um næstu áramót munu þrjú fyrirtæki Atorku Group sameinast, en það eru fyrirtækin Austurbakki, Icepharma og Ismed, sem öll starfa á sviði heilbrigðismála og verður nýtt nafn fyrirtækisins Icepharma hf. Velta nýja félagsins er áætluð um 4 milljarðar króna. Forstjóri þess verður Margrét Guðmundsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Austurbakka hf. Atorka Group hefur á undanförnum árum fjárfest í fyrirtækjum á sviði heilbrigðismála. Innlent 8.11.2005 14:10
Tíu þúsund gestir Fjölmenni lagði leið sína á afmælishátíð Glerártorgs á Akureyri um helgina en fimm ár eru síðan verslunarmiðstöðin var tekin í gagnið. Starfsmenn Glerártorgs telja að alls hafi hátt í tíu þúsund manns komið í verslunarmiðstöðina og þegar líða tók á daginn voru öll bifreiðastæði full. Innlent 7.11.2005 22:20
Íslensk fuglaflensulyf? Hægt verður að framleiða flensulyf hér á landi, - á svig við einkaleyfi - þegar mikið liggur við. Ríkisstjórnin samþykkti þetta fyrir sitt leyti í morgun, meðal annars til að bregðast við hugsanlegum fuglaflensufaraldri. Innlent 8.11.2005 19:27
Ákvörðun um lokun Já stendur Ekki hefur verið rætt um að endurskoða þá ákvörðun að loka útibúi upplýsingaveitunnar Já á Ísafirði, þrátt fyrir hörð viðbrögð margra ráðamanna. Innlent 7.11.2005 23:03
Björgunarbeiðni vegna skútu afturkölluð Neyðarskeyti frá neyðarsendi um borð í ástralskri skútu barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga kl. 6:47 í morgun. Skútan var staðsett suðvestur af Nassasuaq á Suður Grænlandi og var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um tíuleitið. Skútan fannst að lokum og björgunarbeiðnin var afturkölluð áður en Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í loftið. Innlent 7.11.2005 21:14