Innlent

Ægir tekur skip við veiðar

Norræna og Ægir á Seyðisfirði.
Talsverður stærðarmunur er á skipunum.
Norræna og Ægir á Seyðisfirði. Talsverður stærðarmunur er á skipunum.

Varðskipið Ægir tók skip um síðastliðna helgi fyrir meintar ólölegar veiðar úti fyrir Norðurlandi. Skipið var við veiðar á svæði þar sem smáfiskaskilja er skilyrði. Skipið reyndist ekki út­búið slíkri skilju og var það fært til hafnar á Siglufirði þar sem sýslumaður tók við málinu.

Ægir og áhöfn tóku síðan þátt í æfingu í vettvangsstjórnun sem haldin var á Seyðisfirði en æfingin var hluti undirbúnings vegna almannavarnaæfingarinnar Seyðis­fjörður 2005 þar sem líkt verður eftir ferjuslysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×