Innlent

Nektardansarar fyrir dómi

Stúlkurnar þrjár sem unnu á Bóhem mættu til skýrslutöku í héraðsdómi fyrr á árinu. Óskýrar reglur um vinnuafl frá nýjum ríkjum Evrópusambandsins valda ágreiningi fyrir dómstólum.
Stúlkurnar þrjár sem unnu á Bóhem mættu til skýrslutöku í héraðsdómi fyrr á árinu. Óskýrar reglur um vinnuafl frá nýjum ríkjum Evrópusambandsins valda ágreiningi fyrir dómstólum.

Mál Hlyns Vigfússonar, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða þrjár tékkneskar dans­meyjar til vinnu á nektardansstaðinn Bóhem, var til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stúlkurnar komu hingað til lands og hófu störf án þess að hafa atvinnuleyfi en Tékkland er eitt hinna nýju landa í Evrópusambandinu.

"Spurningin er hvort fólk frá þessum tíu löndum megi koma hingað til þess að dvelja og starfa án atvinnuleyfa eða ekki," segir Einar Laxness, fulltrúi lögreglustjóra. Einar sagði fyrir dómi að ákvæði vanti í regluverkið sem skilgreinir réttindi þessara nýju ríkja. Reglugerð er til sem kveður á um aðlögunartíma að auknum réttindum borgara frá nýju ríkjunum, en þeim tilheyra meðal annars Eystrasaltsríkin og Tékkland. Marteinn Másson, lög­maður Hlyns, telur að stúlkunum hafi verið frjálst að vinna hér án atvinnuleyfis og segir það valda óþarfa ruglingi að hér heyri útlendingalög undir dómsmálaráðherra og lög um atvinnuréttindi undir félagsmálaráðherra.Marteinn segir að af þessum sökum sé framkvæmd laganna bæði erfið og óljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×