Innlent

Nýr bæklingur um eldsvoða

Eftir áfallið heitir nýr bæklingur sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gef­ið út, en í honum er fjallað um elds­voða, vatnstjón og viðbrögð við slík­um áföllum.

Hér eftir afhenda slökkvi­liðs­menn fólki sem lendir í tjóni ritið þegar á vettvangi, en ætlunin er að auð­velda fólki að "skilja umgjörð at­burð­ar af þessu tagi og hjálpa því að bregðast við til lengri og skemm­ri tíma," að því er segir í til­kynn­ingu. "Við gerum okkur ljóst að við höf­um skyldur við almenning umfram það að koma og slökkva elda og þessi útgáfa er liður í að uppfylla þær skyldur," segir Jón Viðar Matt­hías­son, slökkviliðsstjóri. Höf­und­ur bæklingsins er Garðar H. Guð­jóns­son kynningarráðgjafi en hann hefur um árabil unnið fyrir slökkviliðið og fleiri skylda aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×