Innlent

Íslensk fuglaflensulyf?

Hægt verður að framleiða flensulyf hér á landi, - á svig við einkaleyfi - þegar mikið liggur við. Ríkisstjórnin samþykkti þetta fyrir sitt leyti í morgun, meðal annars til að bregðast við hugsanlegum fuglaflensufaraldri.

Öll lyf njóta einkaleyfisverndar, líkt og önnur hugverk, enda leggja lyfjafyrirtækin oft gríðarlegar fjárhæðir í hönnum og þróun lyfja. Því má ekki, -undir venjulegum eða óvenjulegum kringumstæðum, -framleiða mikilvæg lyf án samþykkis einkaleyfishafans, -jafnvel þótt upp komi faraldur eins og fuglaflensa.

Þessu á hins vegar að breyta á Íslandi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bar á ríkisstórnarfundi í morgun, upp frumvarp um afnám lyfja-einkaleyfis ef vá ber að höndum, - fulgaflensu eða aðrar álíka plágur.

Hægt verður, samýkki þingflokkar stjórnarflokkanna og alþingi í kjölfarið, tillögu Valgerðar, að framleiða þessi lyf án samþykkis einkaleyfishafans.

Þá yrði veitt sérstakt nauðungarleyfi til að framleiða einkaleyfisvernduð lyf. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um viðbrögð vegna hugsanlegs heimsfaraldurs svo sem inflúensu, en þá má búast við að innflutningur lyfja takmarkist eða stöðvist alveg um nokkurn tíma. Þá er samtímis, líkt og í norskum lögum um einkaleyfi, gert ráð fyrir þeim möguleika að lyf séu framleidd hér á landi fyrir þróunarlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×