Innlent Neysla efna eykst um tvítugt Neysla hvers kyns vímuefna eykst umtalsvert um tvítugsaldur samkvæmt nýrri úttekt sem Rannsóknir og greining hafa unnið fyrir Lýðheilsustofnun og birt var í vikunni. Innlent 16.11.2005 21:09 Höfnuðu nýjum kjarasamningi Félagar í Starfsmannafélagi Garðabæjar felldu kjarasamning við bæinn nú nýlega. 177 greiddu atkvæði og var það 88 prósenta þátttaka. Nei sögðu 93, já sögðu 64. Auðir seðlar voru 20. Þetta þýðir að samningurinn er felldur og munu samningsaðilar því endurmeta stöðuna og hittast fljótlega aftur. Innlent 16.11.2005 21:09 Takmarkanir felldar úr gildi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur allar líkur á því að lögbundnar takmarkanir á flæði fólks í atvinnuleit frá nýjum ríkjum innan Evrópusambandsins verði ekki endurnýjaðar næsta vor. Innlent 16.11.2005 21:10 Nýtt fjölþjóðlegt samstarf um vetni Unnið er að stofnun samráðsvettvangs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna um vetnisrannsóknir. NORA, Norræna Atlantsnefndin, hefur styrkt verkefnið um tæpar 2,5 milljónir króna. Íslensk nýorka er tengiliður hér. Innlent 16.11.2005 21:10 Ölvun kemur málinu ekki við Jón Ólafsson athafnamaður hefur beðið Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóra velvirðingar á ummælum sínum. Jón sagði skattrannsóknarstjóra hafa verið ölvaðan þegar hann sagði frá því í gleðskap að embættinu hafi verið boðnar tvær tuttugu milljón króna fjárveitingar sérstaklega ætlaðar til þess að rannsaka starfsemi Jóns Ólafssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í yfirlýsingu segir Jón að ölvun komi málinu ekkert við og biður hlutaðeigandi velvirðingar. Innlent 16.11.2005 21:10 Eðlilegt að gera kröfur Óttar Guðmundsson geðlæknir telur gagnrýni Önnu Kristjánsdóttur á forræðishyggju og íhaldssemi heilbrigðisyfirvalda hvað varðar leiðréttingaraðgerðir á kyni óréttmæta sleggjudóma. Hann segir það ábyrgðarleysi af Önnu að fara fram með þessa gagnrýni því að um stórkostlegt inngrip í líf fólks sé að ræða. Anna viti það best sjálf. Innlent 16.11.2005 21:10 Skuldastaðan áhyggjuefni Margrét Sverrisdóttir, sem nú er fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn í fjarveru Ólafs F. Magnússonar, segir margt jákvætt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hún segir þó augljóst að bókhaldsbrellum sé beitt til þess að fegra stöðuna. Innlent 16.11.2005 21:10 Krakkarnir vildu Smáralind Íbúaþing verður haldið í Lindaskóla í Kópavogi á laugardaginn kemur en þá gefst íbúum tækifæri til að tjá sig um það sem þeim liggur á hjarta varðandi málefni bæjarins. Innlent 16.11.2005 21:10 Samkynhneigð pör fái að ættleiða börn Samkvæmt nýju frumvarpi til laga öðlast lesbískur maki móður sem gengist hefur undir tæknifrjóvgun sömu réttindi og hún gagnvart barninu. Þá verður heimild samkynhneigðra til ættleiðinga sú sama og gagnkynhneigðra para. Innlent 17.11.2005 01:28 Tryggvi telur að sér vegið Tryggvi Sigtryggsson, trúnaðarmaður kennara við Menntaskólann á Ísafirði, er ósáttur við það að Ólína Þorvarðardóttir skólameistari skuli hafa óskað eftir útskýringum á því hvers vegna tilkynning um veikindaforföll Ingibjargar Ingadóttur kennara barst skólanum seint. Innlent 16.11.2005 21:10 80 fyrirlestrar á einum degi Hugvísindaþing 2005 verður haldið í sjö kennslustofum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan hálfníu að morgni föstudags. Á þinginu verða fluttir um áttatíu fyrirlestrar á sviði hugvísindanna, um guðfræði, málvísindi, tungumál, sagnfræði og heimspeki. Innlent 16.11.2005 21:10 Senda styrk til Pakistan Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur ákveðið að gefa andvirði fimmtán tjalda til hjálparstarfsins í Pakistan samtals að verðmæti 150 þúsund króna. Stjórnin brást þar með skjótt við neyðarkalli frá kvenskátum þar í landi sem óskuðu eftir liðsinni skáta allra landa. Innlent 16.11.2005 21:10 Endurbætt og tekur ofan "Hún kann sig kirkjan og tekur ofan fyrir fólkinu," segir Páll Ágústsson, formaður sóknarnefndar, en turn Bíldudalskirkju var tekinn niður í síðustu viku. Ástæðan er sú að timbrið í turninum er farið að fúna og verður að endursmíða hann að mestu leyti. Stefnt er að því að þeim viðgerðum ljúki fyrir áramót. Innlent 16.11.2005 21:10 Sala á Malt-O-Meal stöðvuð Neytendastofa hefur bannað frekari sölu á morgunkorninu Malt-O-Meal þar sem innflutningsaðila hefur ekki tekist að sanna fullyrðingar þær er fram koma í auglýsingum og á umbúðum vörunnar. Innlent 16.11.2005 21:10 Brandugla hjá Guðbrandi "Ég er nú bara ósköp feginn að hafa hana, það veitir ekkert af smá hjálp við að halda músunum í skefjum," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum á Ströndum, en þar hefur brandugla vanið komur sínar undanfarið. Innlent 16.11.2005 21:09 Neytendastofa vísar kæru frá Neytendastofa hefur vísað frá kæru Harðviðar ehf. á hendur Sifjar ehf. vegna notkunar þess síðarnefnda á léninu hardvidur.is. Var kæran lögð fram þar sem fyrirtækið Harðviður taldi sig eiga tilkall til lénsins á grundvelli þess að það heiti væri nátengt tilgangi félagsins. Innlent 16.11.2005 21:10 Líkt og að fljúga yfir landið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð til móttöku að Bessastöðum í tilefni af því að í gær kom út Íslandsatlas. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri hjá Eddu, sem gefur bókina út, segir að í bókinni sé landið kortlagt frá ystu annesjum til hæstu tinda en 132 kort eru í bókinni og 43 þúsund örnefni sem vísað er til í örnefnaskrá. Lífið 16.11.2005 21:10 Hitaveita í stað olíukyndingar Stórframkvæmdir fara nú fram í Akrahreppi, einu fámennasta sveitarfélagi landsins, en þar er verið að leggja hitaveitu. "Búið er að koma heimtaug í nítján hús. Þó er ekki búið að hleypa vatni ennþá á en menn vonast til að geta baðað sig á jólunum með vatni úr öðru sveitarfélagi," segir Agnar Gunnarsson oddviti. Innlent 16.11.2005 21:10 Gervigras í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að leggja gervigras á gamla malarknattspyrnuvöllinn í Neskaupstað og er stefnt á að framkvæmdum verði lokið næsta vor. Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað (SÚN) fjármagnar framkvæmdina en Samvinnufélagið mun einnig greiða fyrir girðingu sem sett verður upp sunnan vallarins. Innlent 16.11.2005 21:09 Opna söluskrifstofu í Kanada Landsbankinn hyggst opna söluskrifstofu í Halifax í Kanada. Bankinn hyggst bjóða reynslu sína í tengslum við sjávarútveg til að þjónusta viðskiptavinum á austurströnd Kanada. Innlent 18.11.2005 00:25 Handtekin fyrir að reykja kannabisefni Par á þrítugsaldri var handtekið um níu leytið í kvöld en þau voru að reykja kannabisefni. Tilkynning barst lögreglunni í Reykjavík um að parið væri í bíl og að vegfarendur hefðu orðið varir við undarlega hegðun þeirra. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 16.11.2005 23:14 NFS fer í loftið á föstudag Næsta föstudag munu 365 miðlar efna til byltingar í íslensku sjónvarpi. Þá hefjast útsendingar frá nýrri sjónvarpsstöð, NFS eða Nýju fréttastöðinni, sem mun svala fréttaþorsta Íslendinga frá morgni til miðnættis með ýtarlegri hætti en áður hefur tíðkast á Íslandi. Innlent 16.11.2005 21:17 Stöðugleiki tryggður segir Halldór Að mati forsætisráðherra er efnahagslegur stöðugleiki tryggður og bagalegri óvissu rutt úr vegi með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá í gær. Innlent 16.11.2005 20:55 Deilt um hæfi Björns Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Innlent 16.11.2005 21:03 Réttur samkynhneigðra jafnaður Þjóðkirkjan verður ekki þvinguð til að gefa saman samkynhneigð pör, en hins vegar verður réttur þeirra að öðru leiti jafnaður á við rétt gagnkynhneigðra, segir forsætisráðherra. Innlent 16.11.2005 20:49 Varnarviðræður í lausu lofti Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi. Innlent 16.11.2005 18:42 Nýr Íslandsatlas Íslandsatlas, viðamesta kortabók yfir Ísland sem gefin hefur verið út, sýnir landið eins og enginn hefur séð það áður. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, tóku við fyrstu eintökunum að Bessastöðum í dag. Landið, allt frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á kortum í mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Með starfrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo unnt er að skynja hæð fjalla, dýpt dala og víðaáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir. Innlent 16.11.2005 19:18 Vinnuslys á Eskifirði Vinnuslys varð við höfnina á Eskifirði á sjötta tímanum í dag. Maður sem vann við að hífa bíl féll þrjá metra af fletinu og bæði handleggs- og fótbrotnaði. Hann var fluttur með sjúkarflugi til Akureyrar skömmu eftir slysið og er líðan hans eftir atvikum. Innlent 16.11.2005 19:13 Vinna stöðvaðist hjá Fjarðaráli Rafmagn fór af framkvæmdasvæði Fjarðaráls á Reyðarfirði í um klukkutíma nú fyrir kvöldmat. Stöðvaðist vinna á svæðinu á meðan. Rafmagn fór einnig starfmannaþorpinu en þar búa í kringum sjö hundruð manns. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar í dreifikerfi RARIK. Innlent 16.11.2005 18:57 Tafir á fréttum Stöðvar 2 Tafir urðu á útsendingu frétta Stöðvar 2 í kvöld vegna tæknilegra vandamála í tengslum við flutninga fréttastofunnar frá Lynghálsi 5 í Skaftahlíð 24. Það fórst fyrir að breyta tengingum í línumiðstöð í gömlu höfuðstöðvum Stöðvar 2 sem varð til þess að hljóð var ekki sent út með fréttunum fyrr en 18:53. Innlent 16.11.2005 18:54 « ‹ ›
Neysla efna eykst um tvítugt Neysla hvers kyns vímuefna eykst umtalsvert um tvítugsaldur samkvæmt nýrri úttekt sem Rannsóknir og greining hafa unnið fyrir Lýðheilsustofnun og birt var í vikunni. Innlent 16.11.2005 21:09
Höfnuðu nýjum kjarasamningi Félagar í Starfsmannafélagi Garðabæjar felldu kjarasamning við bæinn nú nýlega. 177 greiddu atkvæði og var það 88 prósenta þátttaka. Nei sögðu 93, já sögðu 64. Auðir seðlar voru 20. Þetta þýðir að samningurinn er felldur og munu samningsaðilar því endurmeta stöðuna og hittast fljótlega aftur. Innlent 16.11.2005 21:09
Takmarkanir felldar úr gildi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur allar líkur á því að lögbundnar takmarkanir á flæði fólks í atvinnuleit frá nýjum ríkjum innan Evrópusambandsins verði ekki endurnýjaðar næsta vor. Innlent 16.11.2005 21:10
Nýtt fjölþjóðlegt samstarf um vetni Unnið er að stofnun samráðsvettvangs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna um vetnisrannsóknir. NORA, Norræna Atlantsnefndin, hefur styrkt verkefnið um tæpar 2,5 milljónir króna. Íslensk nýorka er tengiliður hér. Innlent 16.11.2005 21:10
Ölvun kemur málinu ekki við Jón Ólafsson athafnamaður hefur beðið Skúla Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóra velvirðingar á ummælum sínum. Jón sagði skattrannsóknarstjóra hafa verið ölvaðan þegar hann sagði frá því í gleðskap að embættinu hafi verið boðnar tvær tuttugu milljón króna fjárveitingar sérstaklega ætlaðar til þess að rannsaka starfsemi Jóns Ólafssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í yfirlýsingu segir Jón að ölvun komi málinu ekkert við og biður hlutaðeigandi velvirðingar. Innlent 16.11.2005 21:10
Eðlilegt að gera kröfur Óttar Guðmundsson geðlæknir telur gagnrýni Önnu Kristjánsdóttur á forræðishyggju og íhaldssemi heilbrigðisyfirvalda hvað varðar leiðréttingaraðgerðir á kyni óréttmæta sleggjudóma. Hann segir það ábyrgðarleysi af Önnu að fara fram með þessa gagnrýni því að um stórkostlegt inngrip í líf fólks sé að ræða. Anna viti það best sjálf. Innlent 16.11.2005 21:10
Skuldastaðan áhyggjuefni Margrét Sverrisdóttir, sem nú er fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn í fjarveru Ólafs F. Magnússonar, segir margt jákvætt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hún segir þó augljóst að bókhaldsbrellum sé beitt til þess að fegra stöðuna. Innlent 16.11.2005 21:10
Krakkarnir vildu Smáralind Íbúaþing verður haldið í Lindaskóla í Kópavogi á laugardaginn kemur en þá gefst íbúum tækifæri til að tjá sig um það sem þeim liggur á hjarta varðandi málefni bæjarins. Innlent 16.11.2005 21:10
Samkynhneigð pör fái að ættleiða börn Samkvæmt nýju frumvarpi til laga öðlast lesbískur maki móður sem gengist hefur undir tæknifrjóvgun sömu réttindi og hún gagnvart barninu. Þá verður heimild samkynhneigðra til ættleiðinga sú sama og gagnkynhneigðra para. Innlent 17.11.2005 01:28
Tryggvi telur að sér vegið Tryggvi Sigtryggsson, trúnaðarmaður kennara við Menntaskólann á Ísafirði, er ósáttur við það að Ólína Þorvarðardóttir skólameistari skuli hafa óskað eftir útskýringum á því hvers vegna tilkynning um veikindaforföll Ingibjargar Ingadóttur kennara barst skólanum seint. Innlent 16.11.2005 21:10
80 fyrirlestrar á einum degi Hugvísindaþing 2005 verður haldið í sjö kennslustofum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan hálfníu að morgni föstudags. Á þinginu verða fluttir um áttatíu fyrirlestrar á sviði hugvísindanna, um guðfræði, málvísindi, tungumál, sagnfræði og heimspeki. Innlent 16.11.2005 21:10
Senda styrk til Pakistan Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur ákveðið að gefa andvirði fimmtán tjalda til hjálparstarfsins í Pakistan samtals að verðmæti 150 þúsund króna. Stjórnin brást þar með skjótt við neyðarkalli frá kvenskátum þar í landi sem óskuðu eftir liðsinni skáta allra landa. Innlent 16.11.2005 21:10
Endurbætt og tekur ofan "Hún kann sig kirkjan og tekur ofan fyrir fólkinu," segir Páll Ágústsson, formaður sóknarnefndar, en turn Bíldudalskirkju var tekinn niður í síðustu viku. Ástæðan er sú að timbrið í turninum er farið að fúna og verður að endursmíða hann að mestu leyti. Stefnt er að því að þeim viðgerðum ljúki fyrir áramót. Innlent 16.11.2005 21:10
Sala á Malt-O-Meal stöðvuð Neytendastofa hefur bannað frekari sölu á morgunkorninu Malt-O-Meal þar sem innflutningsaðila hefur ekki tekist að sanna fullyrðingar þær er fram koma í auglýsingum og á umbúðum vörunnar. Innlent 16.11.2005 21:10
Brandugla hjá Guðbrandi "Ég er nú bara ósköp feginn að hafa hana, það veitir ekkert af smá hjálp við að halda músunum í skefjum," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum á Ströndum, en þar hefur brandugla vanið komur sínar undanfarið. Innlent 16.11.2005 21:09
Neytendastofa vísar kæru frá Neytendastofa hefur vísað frá kæru Harðviðar ehf. á hendur Sifjar ehf. vegna notkunar þess síðarnefnda á léninu hardvidur.is. Var kæran lögð fram þar sem fyrirtækið Harðviður taldi sig eiga tilkall til lénsins á grundvelli þess að það heiti væri nátengt tilgangi félagsins. Innlent 16.11.2005 21:10
Líkt og að fljúga yfir landið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð til móttöku að Bessastöðum í tilefni af því að í gær kom út Íslandsatlas. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri hjá Eddu, sem gefur bókina út, segir að í bókinni sé landið kortlagt frá ystu annesjum til hæstu tinda en 132 kort eru í bókinni og 43 þúsund örnefni sem vísað er til í örnefnaskrá. Lífið 16.11.2005 21:10
Hitaveita í stað olíukyndingar Stórframkvæmdir fara nú fram í Akrahreppi, einu fámennasta sveitarfélagi landsins, en þar er verið að leggja hitaveitu. "Búið er að koma heimtaug í nítján hús. Þó er ekki búið að hleypa vatni ennþá á en menn vonast til að geta baðað sig á jólunum með vatni úr öðru sveitarfélagi," segir Agnar Gunnarsson oddviti. Innlent 16.11.2005 21:10
Gervigras í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að leggja gervigras á gamla malarknattspyrnuvöllinn í Neskaupstað og er stefnt á að framkvæmdum verði lokið næsta vor. Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað (SÚN) fjármagnar framkvæmdina en Samvinnufélagið mun einnig greiða fyrir girðingu sem sett verður upp sunnan vallarins. Innlent 16.11.2005 21:09
Opna söluskrifstofu í Kanada Landsbankinn hyggst opna söluskrifstofu í Halifax í Kanada. Bankinn hyggst bjóða reynslu sína í tengslum við sjávarútveg til að þjónusta viðskiptavinum á austurströnd Kanada. Innlent 18.11.2005 00:25
Handtekin fyrir að reykja kannabisefni Par á þrítugsaldri var handtekið um níu leytið í kvöld en þau voru að reykja kannabisefni. Tilkynning barst lögreglunni í Reykjavík um að parið væri í bíl og að vegfarendur hefðu orðið varir við undarlega hegðun þeirra. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 16.11.2005 23:14
NFS fer í loftið á föstudag Næsta föstudag munu 365 miðlar efna til byltingar í íslensku sjónvarpi. Þá hefjast útsendingar frá nýrri sjónvarpsstöð, NFS eða Nýju fréttastöðinni, sem mun svala fréttaþorsta Íslendinga frá morgni til miðnættis með ýtarlegri hætti en áður hefur tíðkast á Íslandi. Innlent 16.11.2005 21:17
Stöðugleiki tryggður segir Halldór Að mati forsætisráðherra er efnahagslegur stöðugleiki tryggður og bagalegri óvissu rutt úr vegi með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá í gær. Innlent 16.11.2005 20:55
Deilt um hæfi Björns Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Innlent 16.11.2005 21:03
Réttur samkynhneigðra jafnaður Þjóðkirkjan verður ekki þvinguð til að gefa saman samkynhneigð pör, en hins vegar verður réttur þeirra að öðru leiti jafnaður á við rétt gagnkynhneigðra, segir forsætisráðherra. Innlent 16.11.2005 20:49
Varnarviðræður í lausu lofti Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi. Innlent 16.11.2005 18:42
Nýr Íslandsatlas Íslandsatlas, viðamesta kortabók yfir Ísland sem gefin hefur verið út, sýnir landið eins og enginn hefur séð það áður. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, tóku við fyrstu eintökunum að Bessastöðum í dag. Landið, allt frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á kortum í mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Með starfrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo unnt er að skynja hæð fjalla, dýpt dala og víðaáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir. Innlent 16.11.2005 19:18
Vinnuslys á Eskifirði Vinnuslys varð við höfnina á Eskifirði á sjötta tímanum í dag. Maður sem vann við að hífa bíl féll þrjá metra af fletinu og bæði handleggs- og fótbrotnaði. Hann var fluttur með sjúkarflugi til Akureyrar skömmu eftir slysið og er líðan hans eftir atvikum. Innlent 16.11.2005 19:13
Vinna stöðvaðist hjá Fjarðaráli Rafmagn fór af framkvæmdasvæði Fjarðaráls á Reyðarfirði í um klukkutíma nú fyrir kvöldmat. Stöðvaðist vinna á svæðinu á meðan. Rafmagn fór einnig starfmannaþorpinu en þar búa í kringum sjö hundruð manns. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar í dreifikerfi RARIK. Innlent 16.11.2005 18:57
Tafir á fréttum Stöðvar 2 Tafir urðu á útsendingu frétta Stöðvar 2 í kvöld vegna tæknilegra vandamála í tengslum við flutninga fréttastofunnar frá Lynghálsi 5 í Skaftahlíð 24. Það fórst fyrir að breyta tengingum í línumiðstöð í gömlu höfuðstöðvum Stöðvar 2 sem varð til þess að hljóð var ekki sent út með fréttunum fyrr en 18:53. Innlent 16.11.2005 18:54