Innlent

Eðlilegt að gera kröfur

Kröfur eðlilegar. Óttar Guðmundsson geðlæknir telur eðlilegt að gera ákveðnar kröfur áður en fólk fer í leiðréttingaraðgerð á kyni.
Kröfur eðlilegar. Óttar Guðmundsson geðlæknir telur eðlilegt að gera ákveðnar kröfur áður en fólk fer í leiðréttingaraðgerð á kyni.

Óttar Guðmundsson geðlæknir telur gagnrýni Önnu Kristjánsdóttur á forræðishyggju og íhaldssemi heilbrigðisyfirvalda hvað varðar leiðréttingaraðgerðir á kyni óréttmæta sleggjudóma. Hann segir það ábyrgðarleysi af Önnu að fara fram með þessa gagnrýni því að um stórkostlegt inngrip í líf fólks sé að ræða. Anna viti það best sjálf.

"Þær reglur sem gilda hér eru svo til orðrétt teknar upp úr dönsku og sænsku reglunum. Þegar það verða svo ótrúlega miklar breytingar á lífi og högum einnar manneskju verður að hafa mjög ákveðnar reglur. Reynslan hefur sýnt að slíkar aðgerðir hafa mistekist. Fólk hefur séð eftir að fara í aðgerðina og einstaklingar hafa fyrirfarið sér vegna óhamingju eftir hana," segir hann.

Óttar segir að á Vesturlöndum séu umsóknir transgender-fólks skoðaðar af gaumgæfni og gagnrýni. Eðlilegt sé að gera ákveðnar kröfur, til dæmis um að einstaklingar hafi náð ákveðnum og aldri og þroska og hafi ákveðið félagslegt net í kringum sig til að geta tekist á við svo miklar breytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×