Innlent

Fréttamynd

Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur

Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýnir sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuverndarstöðin á tæpan milljarð

Reykajvíkurborg hefur tekið tilboði Mark-húss ehf. í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Tilboðið hljóðar upp á rétt tæpan milljarð króna. Alls buðu átta aðilar í húseignina. Kauptilboðinu hefur verið tekið með fyrirvara um samþykki borgarráðs og framkvæmdaráðs, en framkvæmdaráð samþykkti tilboðið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsdeild SPES samtakanna stofnuð

Íslandsdeild alþjóðlegu SPES samtakanna var stofnuð nýverið. Samtökin vinna að uppbyggingu barnaþorps fyrir munaðarlaus börn í höfuðborg Togo í Afríku. Njörður P. Njarðvík er forseti alþjóðasamtakanna en hann var jafnframt frumkvöðull að stofnun þeirra og stofnun íslensku deildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Öðrum drengjanna sem brenndist illa er enn haldið sofandi

Öðrum drengjanna sem brenndist illa fyrir rúmri viku síðan er enn haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans-háskólasjúkrahúss. Líðan hans er óbreytt. Hinn drengurinn, sem brenndist ekki eins mikið, er á Barnadeild Hringsins en þangað var hann fluttur frá gjörgæslu um miðja síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Lítið í forvarnir

Íslendingar eyða hlutfallslega mun minna í forvarnir í heilbrigðismálum en flestar þjóðir innan OECD. Aðeins rúmlega eitt og hálft prósent allra útgjalda Íslendinga í heilbrigðismálum fer í forvarnir, en meðaltalið innan OECD er um þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu

"Framsetning Hjartar Magna veldur ákveðnum misskilningi," segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Þjóðkirkjunni. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sagði það hróplega mismunun að þjóðkirkjan fengi hátt á fjórða milljarð frá ríkinu meðan trúfélög fengju aðeins sóknargjöld.

Innlent
Fréttamynd

KB banki ætlar að stofna banka í Noregi

KB banki ætlar að stofna banka í Noregi undir eigin nafni í náinni framtíð, að því er Hreiðar Már Sigurðsson segir í viðtali við Aftenposten. Hann segir það vænlegri kost en að kaupa einhvern norskan banka til að auka umsvið KB banka í Noregi, því vænleg kauptækifæri liggi ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin bótaskyld vegna Héðinsfjarðaganga

Vegagerðin stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða Íslenskum aðalverktökum og erlendnu verktakafyrirtæki, sem áttu saman lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng, nokkur hundruð milljónir króna í skaðabætur vegna þess að ákveðið var að hætta við verkið.

Innlent
Fréttamynd

Forsetafrúin kveikti ljósin

Kveikt var á ljósunum á jólatré Kringlunnar í gær og var það Dorrit Moussaieff forsetafrú sem tendraði ljósin. Hin árlega pakkasöfnun til styrktar Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd hófst við sama tækifæri. Landsmenn eru hvattir til að leggja pakka undir tréð.

Lífið
Fréttamynd

Aukin afþreying í farsímum

Og Vodafone kynnti á föstudag nýja þjónustu fyrir farsímanotendur sem gerir þeim kleift að spila tölvuleiki, sækja fréttir og nálgast aðra afþreyingu í gegnum símann sinn í mun meira magni og betri gæðum en áður hefur þekkst. Þjónustan sem nefnist Vodalive! var fyrst kynnt í Bretlandi árið 2002.

Lífið
Fréttamynd

Hugsanlega á leið í framboð

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun hugsanlega taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi í vor.

Innlent
Fréttamynd

Búið að finna nafn mannsins

Lögreglunni í Reykjavík tókst í gærkvöldi að komast að nafni mannsins, sem stór slasaðist þegar ekið var á hann á Miklubraut í fyrrinótt. Hann er 51 árs og einhleypur. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæsludeild frá því að slysið varð, en verður væntanlega vakinn í dag. Læknum tókst fljótt að stöðva alvarlegar innvortis blæðingar en ljóst er að hann verður að dvelja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur, því hann er meðal annars mjaðmargrindarbrotinn.

Innlent
Fréttamynd

Ókunnur maður á gjörgæslu

Ekið var á gangandi vegfaranda á Miklubraut um hálf þrjú leytið í fyrrinótt. Slysið varð rétt austan við gatnamótin á Rauðarárstíg. Bíll á vesturleið keyrði á vegfaranda sem slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur nú á gjörgæslu. Sá slasaði hafi engin skilríki á sér og því er ekki vitað hvert nafn mannsins er eða hvar hann er búsettur.

Innlent
Fréttamynd

Thelma er maður ársins

Thelma Ásdísardóttir er maður ársins að mati Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. Karl gerði hugrekki Thelmu að umtalsefni í predikun í Hallgrímskirkju í gær, á fyrsta degi aðventu. Thelma Ásdísardóttir ætti að vera maður ársins vegna hugrekkis síns að segja sögu sína, sögu af ólýsanlegum hryllingi bernsku sinnar, misnotkun og ofbeldi, sagði Karl.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtækin ábyrgist laun starfsmanna

Samiðn vill að fyrirtæki sem leigja starfsmenn af starfsmannaleigum beri ábyrgð á launum þeirra. Samþykkt þess efnis hefur verið send félagsmálaráðherra. "Frumvarp um starfsmannaleigur er annars gott," segir formaður Samiðnar.

Innlent
Fréttamynd

Kemur ekki til umræðu á þessu ári

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir útilokað að frumvarp um Ríkisútvarpið verði að lögum fyrir jól. Ráðherrann sagði í Silfri Egils á NFS í gær að engin slík neyð væri uppi að það kallaði á lagasetningu fyrir jólaleyfi þingsins en það hefst 10. desember. Hann útilokaði þó ekki að frumvarpið kæmi fram á næstu vikum þó umræður um það og afgreiðsla biðu nýs árs.

Innlent
Fréttamynd

Sex ungmenni slösuðust

Klukkan rúmlega fjögur á aðfaranótt sunnudags keyrði fólksbíll út af Laugarvatnsvegi innan við Laugarvatn. Í bifreiðinni voru sex ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára. Fólksbílinn rúmar eingöngu fimm manns. Bifreiðin fór út af í beygju og lenti í skurði.

Innlent
Fréttamynd

Dýrari og ótraustari nettenging Farice

Flutningsgjöld um Farice eru dýrari en í nágrannalöndunum. Verðlækkanir verða ekki nema með auknum viðskiptum. Óhagstætt viðskiptaumhverfi skapar pattstöðu sem ekki verður leyst nema með samstarfi ríkis og atvinnulífs.

Innlent
Fréttamynd

Flosi meðal umsækjenda

Hátt í átta hundruð umsóknir bárust Kópavogsbæ um byggingarétt á Kópavogstúninu svonefnda en það stendur uppi af sjálfum Kópavoginum. Á því eru meðal annars byggingar gamla Kópavogshælisins sem Landspítalinn hefur nú til umráða.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðuneytið ásælist Íbúðalánasjóð

Fundur er fyrirhugaður í vikunni með fjármála- og félagsmálaráðuneytum til þess að koma ró á málefni íbúðalánasjóðs. Fjármálaráðuneytið hefur sóst eftir undirtökunum í rekstri sjóðsins með því að færa hann til Lánasýslu ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Þróunarverðlaun miðborgar

Þróunarfélag miðborgarinnar afhenti síðastliðinn föstudag Hótel Reykjavík Centrum viðurkenningu fyrir að "hafa með framúrskarandi hætti stuðlað að þróun og uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur," eins og segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Um sjö milljónir söfnuðust

Fermingarbörn um allt land gengu í hús hinn 7. nóvember og söfnuðu í bauk Hjálparstofnun Kirkjunnar. Í ár náðu fermingarbörnin að safna 6,6 milljónum króna og mun féð renna til verkefna í Afríku. Rúmlega 3.100 börn tóku þátt í söfnunni en árangur hennar hefur vaxið ár frá ári.

Innlent
Fréttamynd

Mannleg réttindi verði skýrð

Alþjóðleg samtök launafólks í almannaþjónustu (PSI) vilja að Almennt samkomulag um verslun á sviði þjónustu (GATS) verði stöðvað uns ríkisstjórnir þróuðu ríkjanna hafa gert samkomulag við verkalýðshreyfinguna og samtök sem berjast fyrir almannahag um Almennt samkomulag um almannaþjónustu (GAPS).

Innlent
Fréttamynd

Langflest brot á höfuðborgarsvæðinu

Langflestar tilkynningar um brot gegn börnum berast frá höfuðborgarsvæðinu, rúm sjötíu prósent. Af öllum tilkynningum um brot gegn börnum berast 95 prósent tilkynninganna beint til barnaverndarnefnda.

Innlent
Fréttamynd

Vistvæn orka á Akureyri

Orkustofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa sett nýtt orkufyrirtæki á laggirnar á Akureyri, með fjárhagslegri aðstoð KEA, Samorku og Evrópusambandsins. Fyrirtækið Orkusetrið tók til starfa á fimmtudag undir stjórn Sigurðar Inga Friðleifssonar.

Innlent
Fréttamynd

Umburðarlyndi og virðing

Fulltrúar fimm trúfélaga á Íslandi veittu nýjasta tölublaði blaðs Alþjóðahússins, Eins og fólk er flest, móttöku við formlega athöfn á föstudaginn. Sérstakt viðfangsefni þessa tölublaðs er trúarbrögð og er markmiðið að fjalla um trúarbrögð á aðgengilegan hátt ásamt því að vekja athygli á gildi þeirra fyrir samfélag og einstakling.

Innlent