Innlent

Mannleg réttindi verði skýrð

Ögmundur Jónasson situr í stjórn PSI.
Ögmundur Jónasson situr í stjórn PSI.

Alþjóðleg samtök launafólks í almannaþjónustu (PSI) vilja að Almennt samkomulag um verslun á sviði þjónustu (GATS) verði stöðvað uns ríkisstjórnir þróuðu ríkjanna hafa gert samkomulag við verkalýðshreyfinguna og samtök sem berjast fyrir almannahag um Almennt samkomulag um almannaþjónustu (GAPS).

Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og þingmaður Vinstri grænna, á sæti í stjórn PSI en stjórnarfundi samtakanna er nýlokið. Á fundinum kom fram að lítill vilji væri innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar til að hægja á kröfunni um einkavæðingu almannaþjónustu, hvað þá að vinna að samkomulagi um GAPS. Af hálfu launþegasamtakanna snýst hugmyndin um GAPS um að skilgreina mannleg, félagsleg og efnahagsleg réttindi, skylda ríkis­stjórnir til að tryggja réttindin og fjalla um leiðir til að ná skilgreindum markmiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×