Innlent

Um sjö milljónir söfnuðust

Börn í Úganda í Afríku.
Íslensk fermingarbörn söfnuðu 6,6 milljónum fyrr í mánuði til styrktar verkefna í Afríku á vegum Hjálparstofnun kirkjunnar.
Börn í Úganda í Afríku. Íslensk fermingarbörn söfnuðu 6,6 milljónum fyrr í mánuði til styrktar verkefna í Afríku á vegum Hjálparstofnun kirkjunnar.

Fermingarbörn um allt land gengu í hús hinn 7. nóvember og söfnuðu í bauk Hjálparstofnun Kirkjunnar. Í ár náðu fermingarbörnin að safna 6,6 milljónum króna og mun féð renna til verkefna í Afríku. Rúmlega 3.100 börn tóku þátt í söfnunni en árangur hennar hefur vaxið ár frá ári.

Í fyrra söfnuðust 5,5 milljónir en þá var þátttakendafjöldi aðeins minni en í ár. Undanfari söfnunarinna var fræðsla um aðstæður fólks í fátækum löndum heims og verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×