Innlent

Fréttamynd

Sex grömm af hassi fundust

Um sex grömm af hassi fundust við leit í bifreið manns í Keflavík eftir að lögregla þar handtók hann vegna gruns um fíkniefnamisferli skömmu fyrir klukkan ellefu á þriðjudagskvöld.Maðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Veilan er hjá notandanum

Hægt er að stelast í heimabanka eftir fjölda leiða. Tengingin við bankann er örugg en notendur gæta sín ekki. Þjófnaðurinn nú gæti átt upptök í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Hjúskaparlög þjóni öllum

Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra skora á alþingi Íslendinga að breyta hjúskaparlögum á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki.

Innlent
Fréttamynd

Láta plata sig

Ný könnun sýn­ir að í hverjum mánuði fær einn af hverjum fjórum Banda­rík­ja­mönn­um tölvupóst þar sem reynt er að veiða upp úr þeim per­sónu­upp­lýs­ing­ar, svo sem notendanöfn og lykil­orð. Sjö af hverju tíu sem fá slíkar sendingar láta svo glepjast af þeim og telja þær frá raunverulegum fyrirtækjum, en ekki netþrjótum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk sýni árvekni

Friðrik Skúlason er sérfróður um tölvu­öryggi, en hann segir tækni­lausnir ekki duga nema að hluta. Einnig þurfi að koma til árvekni not­enda.

Innlent
Fréttamynd

Læknafélagið kærði Jóhann

Jóhann Tómasson læknir segist hafa undir höndum gögn sem hann segir að sanni að Kári Stefánsson, forstjóri Erfðagreiningar, hafi ekki gilt lækningaleyfi. Læknafélagið hefur kært Jóhann til siðanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Samningar gengið lipurlega

"Allnokkrir samningar eru enn lausir og losna nú í desember. Þar er kannski fyrst og fremst um smærri hópa að ræða," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Margir aðilar hafa gengið frá samningum sínum í þetta skiptið og síðast í fyrradag samþykktu blaðamenn nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

185 milljónum úthlutað

Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, úthlutaði í gær 185 milljónum króna til rannsókna á sviði erfðatækni og örtækni. Fjórtán rannsóknarverkefni hlutu styrk til næstu tveggja ára. Fjögur verkefni sem fá styrk voru kynnt á blaðamannafundi í tilefni af styrkveitingunum.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu eiturgufur og ólykt

Fjölskylda með fimmtán mánaða dreng varð að flýja úr íbúð sinni vegna fnyks sem barst inn í húsið meðan verið var að fóðra skólplagnir í grenndinni. Eftirlitsmaður segir grunn vandans liggja í skólplögn.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp í flýtimeðferð

Atvinnuflugmenn telja frumvarp um starfsmannaleigur vera illa unnið í óvenjulegri flýtimeðferð. Sjómannasambandið segir þetta vera þrautalendingu.

Innlent
Fréttamynd

Grunnurinn að fjármálamiðstöð

"Sé ætlunin að koma á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð hér á Íslandi er fyrsta skrefið að fjölga tvísköttunarsamningum sem fyrst," segir Halldór Benjamín Þorbergsson hjá Viðskiptaráði. Ráðið hefur bent á að Ísland er eftirbátur nágrannalanda þegar kemur að slíkum samningum.

Innlent
Fréttamynd

Vefur aðgengilegur fötluðum

Nýr vefur Tryggingamiðstöðvarinnar hlaut í gær gæðavottun vegna góðs aðgengis fatlaðra að honum. Það voru Öryrkjabandalag Íslands og ráðgjafafyrirtækið Sjá ehf. sem veittu Tryggingamiðstöðinni vottun þess efnis að vefur fyrirtækisins stæðist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða.

Innlent
Fréttamynd

Refsilaust innbrot

22 ára manni var ekki gerð sérstök refsing fyrir innbrot í leikskóla í Hafnarfirði í marslok og fyrir að hafa verið með tæpt gramm af kókaíni í bíl sínum, þar sem hann hafði eftir brotið verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir önnur brot.

Innlent
Fréttamynd

Hafa úthlutað átján milljónum á árinu

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti síðastliðinn laugardag 26 einstaklingum og fulltrúum félagasamtaka styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga en alls bárust 128 umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg í fyrsta sinn

Hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er hafinn undir­­bún­ing­ur að ráðstefnunni Björgun 2006, en hana á að halda dagana 20. til 22. október á næsta ári. Talsmenn Landsbjargar segja ráðstefnuna nú í fyrsta skipti alþjóðlega. Vegna þessa verða þau ný­mæli að boðið verður upp á túlka­þjón­ustu bæði á ensku og íslensku, auk þess sem fyrirlestrar verða á báðum tungumálunum.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Akureyri í febrúar

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað á fundi sínum í kvöld að efna til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 16. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar eiga erfitt með að fóta sig í dönskunni

Margir Íslendingar í Danmörku eiga í erfiðleikum með að fóta sig í dönskunni og tala ensku í staðinn. Geti þeir stundað nám sitt á ensku hafa þeir minni þörf fyrir dönskuna í daglega lífinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður NFS, kannaði tungu Íslendinga í Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Óháðir sérfræðingar beri saman skýrslur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að bera saman nýlegar skýrslur um öryrkja á Íslandi. Hann segir skýrslu Stefáns Ólafssonar fela í sér ónákvæman og villandi samanburð og hefur sent frá sér langa greinargerð um málið.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl

Ríkisstjórnin hefur fallist á beiðni Atlantshafsbandalagsins um að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Íslendingar munu gegna víðtæku ráðgjafarhlutverki við uppbyggingu flugvallarins og víðtækara hlutverki en þeir hafa áður gegnt.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðuneytið snuprar Félag framhaldsskólakennara

Forysta Félags framhaldsskólakennara þarf að læra að fara rétt með staðreyndir. Einungis með því móti þjónar hún hagsmunum umbjóðenda sinna og skólasamfélagsins alls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu í tilefni ályktunar framhaldsskólakennara frá því í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Heimild til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt.

Heimild í íslenskum lögum til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt. Nágrannalönd okkar á borð við Svíþjóð, Noreg og Finnland, hafa sett það sérstaklega í lög að hægt sé að lögsækja fólk fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis og er það gert til að stemma stigu við vaxandi kynlífsiðnaði og mansali. Nýlega var finnskur maður dæmdur af finnskum dómstólum fyrir kynferðisglæpi gegn börnum sem hann framdi á Taílandi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtum ekki refsiheimildir

Heimild í íslenskum lögum til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt. Nágrannalönd okkar hafa þó lagt áherslu á að taka hart á slíkum málum.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur sveitarfélaga hækka

Tekjur sveitarfélaganna aukast um tvöhundruð milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu.

Innlent
Fréttamynd

Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi

Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Menntamálaráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið borgar sveitarfélögunum

Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin með stefnu gegn landsbyggðinni?

Tillaga um að veita fé til Byggðastofnunar var felld á Alþingi fyrir stundu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði það ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að ljúka þingstörfum fyrir jól án þess að bæta eiginfjár stöðu stofnunarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að aðstoða Byggðastofnun ekki til að rétta af fjárhaginn og sagði stjórnina reka stefnu gegn landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Launaskriðið er hjá stjórnendum

Launaskriðið er hjá stjórnendum fyrirtækja en ekki almennum launþegum segir borgarstjóri. Laun hundrað stjórnenda hækkuðu um hálfan milljarð króna í fyrra en samningur borgarinnar við fimm þúsund starfsmenn sína skilar þeim samanlagt einum og hálfum milljarði í launahækkun á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Landsmenn minntir á skiladag vegna jólakorta

Íslandspóstur vill minna landsmenn á að síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólakortin til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn 8. desember. Til að vera viss um að jólakortin til Evrópu skili sér fyrir jól er best að senda þau fimmtudaginn 15. desember eða fyrr. Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum innanlands er miðvikudagurinn 21. desember.

Innlent
Fréttamynd

Barónessa heiðursgestur á tónleikum

Frú Valerie Amos barónessa, talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar í Lávarðadeildinni verður heiðursgestur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld.

Innlent