Innlent Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. Innlent 28.3.2006 16:04 Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Viðskipti innlent 28.3.2006 15:29 Fons kaupir í Ticket Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson í Fons eru komnir með yfir 28 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket. KB banki keypti sjö prósenta hlut líklega af næststærsta hluthafanum Skandia Liv og framseldi hann að hluta til Fons, sem er langstærsti eigandinn í Ticket. Viðskipti innlent 28.3.2006 15:17 Fyrrverandi ritstjóri Hér og nú sakfelldur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ummæli, sem höfð voru um Bubba Morthens, í blaðinu Hér og nú, dauð og ómerk. Fyrrverandi ritstjóra blaðsins er gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk hálfrar milljónar í málskostnað. 365 - prentmiðlar, útgefendur blaðsins, eru sýknaðir af kröfum Bubba. Innlent 28.3.2006 15:13 Fannst látinn Maðurinn sem leitað hefur verið að í dag fannst á þriðja tímanum í dag í bifreiðs sinni í grennd við Flúðir. Víðtæk leit var gerð að manninum sem var 22 ára. Innlent 28.3.2006 15:10 Beðið átekta varðandi björgunarflug Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, er á Akureyri en henni tókst að lenda þar um kl. 13:18 en hún var á leið að sækja fárveikan sjómann um borð í norskt selveiðiskip. Þyrlan lenti fyrst á Dalvík vegna lélegs skyggnis en þegar vélin hafði verið þar í um tvær mínútur rofaði til og henni tókst að komast inn til Akureyrar. Áhöfn Sifjar bíður nú eftir ákvörðun um framhaldið en ráðgert er að meta stöðuna kl. 16. Innlent 28.3.2006 14:57 Hagnaður Jeratúns 7,29 milljónir Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, nam 7,29 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 8,34 milljónum króna, samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins var í samræmi við áætlanir og greiðslur sveitarfélaganna til þess voru í skilum. Viðskipti innlent 28.3.2006 14:47 Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt. Innlent 28.3.2006 13:43 Tvísýnt með björgunaraðgerðir fyrir norðan land Tvísýnt er með björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land þar sem sækja á fárveikan mann um borð í norskt selveiðiskip. Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF SIF lögðu af stað í björgunarleiðangur frá Reykjavík um ellefuleytið í morgun eftir að beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var statt í hafís 190 sjómílur norður af Skaga. Innlent 28.3.2006 13:25 Sækja fársjúkann mann í norskt selveiðiskip Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF LÍF, minni þyrla Gæslunnar, lögðu af stað frá Reykjavík fyrir rúmri klukkustund til móts við norskt selveiðiskip, en þar er fársjúkur maður um borð. Tvær þyrlur varnarliðsins eru einnig í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Innlent 28.3.2006 12:26 Aftakaveður á Suðausturlandi Aftakaveður er í vindhviðum í Öræfum og á Skeiðarársandi þar sem vindhraðinn hefur farið upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Nokkrir bílar hafa skemmst í sand- og malarfoki á Skeiðarársandi í morgun. Innlent 28.3.2006 12:23 Farið að tilmælum umboðsmanns í langflestum tilvikum Farið hefur verið að tilmælum Umboðsmanns Alþingis í langflestum tilvikum innan stjórnsýslunnar. Þetta sýna tölur í skýrslum Umboðsmanns Alþingis undanfarin ár. Innlent 28.3.2006 12:19 Lægri væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Viðskipti innlent 28.3.2006 12:17 Hagnaður Sorpu nam 54,7 milljónum Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir króna árið á undan. Viðskipti innlent 28.3.2006 12:01 Standard & Poor's veitir Glitni A- í lánshæfismat Standard & Poor’s lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor’s eru stöðugar. Innlent 28.3.2006 10:58 Standard & Poor's tilkynnir A- lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. Viðskipti innlent 28.3.2006 10:04 Avion Group skilar bættri framlegð Tap af rekstri Avion Group á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins, sem lauk í lok janúar, nam 9.942 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 715 milljónum króna. Afkoman var í takt við væntingar stjórnenda en hafa ber í huga að hagnaður fyrirtækisins myndast á seinni hluta ársins. Viðskipti innlent 27.3.2006 16:04 Eigendaskipti ökutækja skráð með hjálp heimabankans Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. Innlent 27.3.2006 22:26 Hætt við að selja Orkla Media Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla er hætt við að selja fjölmiðlafyrirtæki sitt, Orkla Media. Frá þessu var greint í norrænum fjölmiðlum um helgina. Dagsbrún, móðurfélag 365 prent- og ljósvakamiðla, hafði meðal annarra lýst yfir áhuga á hugsanlegum kaupum í fyrirtækinu. Innlent 27.3.2006 22:23 Hátt í tvö þúsund sæti í boði SAS hóf í dag áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar og lenti flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í dag. SAS hyggst fljúga reglulega til Íslands fram í októbermánuð en í boði eru í kringum eitt þúsund og níu hundruð flugsæti. Innlent 27.3.2006 22:18 Einfalda þarf umræðu um evruna Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn. Innlent 27.3.2006 21:10 Kröfu fyrrverandi bæjarstjóra hafnað Bæjarráð Vestmanneyjabæjar ákvað á fundi sínum í kvöld að hafna kröfu Inga Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, um greiðslu ríflega tuttugu og sex milljóna króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Ingi segist bíða formlegs svars áður en ákvörðun um málsókn verði tekin. Innlent 27.3.2006 20:56 Öll flugmálastjórn sameinuð undir Flugmálastjórn Íslands Starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli verður færð undir Flugmálastjórn Íslands, við brottför hersins frá Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt undir utanríkisráðuneytið en með breytingunni mun hún heyra undir Flugmálastjórn Íslands. Innlent 27.3.2006 20:06 Íslensk hlutabréf hækkuðu í dag Íslensk hlutabréf hækkuðu talsvert í dag og gengi krónunnar styrktist um rúmt prósent. Innlent 27.3.2006 19:07 Maður á sjötugsaldri numinn á brott Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán. Innlent 27.3.2006 18:46 Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri. Innlent 27.3.2006 18:13 Lést í sprengingu við Kárahnjúka 27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum. Innlent 27.3.2006 18:36 Sýni tekin úr 1700 fuglum Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag. Innlent 27.3.2006 17:15 Krefur Vestmannaeyjabæ um 26 milljónir vegna starfsloka Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum krefur bæinn um rúmar 26 milljónir króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Bænum hefur borist bréf þessa efnis og það verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðar í dag. Innlent 27.3.2006 17:10 Forðaði ráðherra sér úr ráðherrastólnum vegna álits Umboðsmanns? Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, segir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafa forðað sér úr ráðherrastólnum til að þurfa ekki að svara fyrir ráðningu sína á ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 27.3.2006 17:10 « ‹ ›
Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. Innlent 28.3.2006 16:04
Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Viðskipti innlent 28.3.2006 15:29
Fons kaupir í Ticket Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson í Fons eru komnir með yfir 28 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket. KB banki keypti sjö prósenta hlut líklega af næststærsta hluthafanum Skandia Liv og framseldi hann að hluta til Fons, sem er langstærsti eigandinn í Ticket. Viðskipti innlent 28.3.2006 15:17
Fyrrverandi ritstjóri Hér og nú sakfelldur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ummæli, sem höfð voru um Bubba Morthens, í blaðinu Hér og nú, dauð og ómerk. Fyrrverandi ritstjóra blaðsins er gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk hálfrar milljónar í málskostnað. 365 - prentmiðlar, útgefendur blaðsins, eru sýknaðir af kröfum Bubba. Innlent 28.3.2006 15:13
Fannst látinn Maðurinn sem leitað hefur verið að í dag fannst á þriðja tímanum í dag í bifreiðs sinni í grennd við Flúðir. Víðtæk leit var gerð að manninum sem var 22 ára. Innlent 28.3.2006 15:10
Beðið átekta varðandi björgunarflug Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, er á Akureyri en henni tókst að lenda þar um kl. 13:18 en hún var á leið að sækja fárveikan sjómann um borð í norskt selveiðiskip. Þyrlan lenti fyrst á Dalvík vegna lélegs skyggnis en þegar vélin hafði verið þar í um tvær mínútur rofaði til og henni tókst að komast inn til Akureyrar. Áhöfn Sifjar bíður nú eftir ákvörðun um framhaldið en ráðgert er að meta stöðuna kl. 16. Innlent 28.3.2006 14:57
Hagnaður Jeratúns 7,29 milljónir Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, nam 7,29 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 8,34 milljónum króna, samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins var í samræmi við áætlanir og greiðslur sveitarfélaganna til þess voru í skilum. Viðskipti innlent 28.3.2006 14:47
Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt. Innlent 28.3.2006 13:43
Tvísýnt með björgunaraðgerðir fyrir norðan land Tvísýnt er með björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land þar sem sækja á fárveikan mann um borð í norskt selveiðiskip. Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF SIF lögðu af stað í björgunarleiðangur frá Reykjavík um ellefuleytið í morgun eftir að beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var statt í hafís 190 sjómílur norður af Skaga. Innlent 28.3.2006 13:25
Sækja fársjúkann mann í norskt selveiðiskip Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF LÍF, minni þyrla Gæslunnar, lögðu af stað frá Reykjavík fyrir rúmri klukkustund til móts við norskt selveiðiskip, en þar er fársjúkur maður um borð. Tvær þyrlur varnarliðsins eru einnig í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Innlent 28.3.2006 12:26
Aftakaveður á Suðausturlandi Aftakaveður er í vindhviðum í Öræfum og á Skeiðarársandi þar sem vindhraðinn hefur farið upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Nokkrir bílar hafa skemmst í sand- og malarfoki á Skeiðarársandi í morgun. Innlent 28.3.2006 12:23
Farið að tilmælum umboðsmanns í langflestum tilvikum Farið hefur verið að tilmælum Umboðsmanns Alþingis í langflestum tilvikum innan stjórnsýslunnar. Þetta sýna tölur í skýrslum Umboðsmanns Alþingis undanfarin ár. Innlent 28.3.2006 12:19
Lægri væntingavísitala Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Viðskipti innlent 28.3.2006 12:17
Hagnaður Sorpu nam 54,7 milljónum Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir króna árið á undan. Viðskipti innlent 28.3.2006 12:01
Standard & Poor's veitir Glitni A- í lánshæfismat Standard & Poor’s lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor’s eru stöðugar. Innlent 28.3.2006 10:58
Standard & Poor's tilkynnir A- lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. Viðskipti innlent 28.3.2006 10:04
Avion Group skilar bættri framlegð Tap af rekstri Avion Group á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins, sem lauk í lok janúar, nam 9.942 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 715 milljónum króna. Afkoman var í takt við væntingar stjórnenda en hafa ber í huga að hagnaður fyrirtækisins myndast á seinni hluta ársins. Viðskipti innlent 27.3.2006 16:04
Eigendaskipti ökutækja skráð með hjálp heimabankans Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. Innlent 27.3.2006 22:26
Hætt við að selja Orkla Media Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla er hætt við að selja fjölmiðlafyrirtæki sitt, Orkla Media. Frá þessu var greint í norrænum fjölmiðlum um helgina. Dagsbrún, móðurfélag 365 prent- og ljósvakamiðla, hafði meðal annarra lýst yfir áhuga á hugsanlegum kaupum í fyrirtækinu. Innlent 27.3.2006 22:23
Hátt í tvö þúsund sæti í boði SAS hóf í dag áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar og lenti flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í dag. SAS hyggst fljúga reglulega til Íslands fram í októbermánuð en í boði eru í kringum eitt þúsund og níu hundruð flugsæti. Innlent 27.3.2006 22:18
Einfalda þarf umræðu um evruna Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn. Innlent 27.3.2006 21:10
Kröfu fyrrverandi bæjarstjóra hafnað Bæjarráð Vestmanneyjabæjar ákvað á fundi sínum í kvöld að hafna kröfu Inga Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, um greiðslu ríflega tuttugu og sex milljóna króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Ingi segist bíða formlegs svars áður en ákvörðun um málsókn verði tekin. Innlent 27.3.2006 20:56
Öll flugmálastjórn sameinuð undir Flugmálastjórn Íslands Starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli verður færð undir Flugmálastjórn Íslands, við brottför hersins frá Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt undir utanríkisráðuneytið en með breytingunni mun hún heyra undir Flugmálastjórn Íslands. Innlent 27.3.2006 20:06
Íslensk hlutabréf hækkuðu í dag Íslensk hlutabréf hækkuðu talsvert í dag og gengi krónunnar styrktist um rúmt prósent. Innlent 27.3.2006 19:07
Maður á sjötugsaldri numinn á brott Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán. Innlent 27.3.2006 18:46
Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri. Innlent 27.3.2006 18:13
Lést í sprengingu við Kárahnjúka 27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum. Innlent 27.3.2006 18:36
Sýni tekin úr 1700 fuglum Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag. Innlent 27.3.2006 17:15
Krefur Vestmannaeyjabæ um 26 milljónir vegna starfsloka Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum krefur bæinn um rúmar 26 milljónir króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Bænum hefur borist bréf þessa efnis og það verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðar í dag. Innlent 27.3.2006 17:10
Forðaði ráðherra sér úr ráðherrastólnum vegna álits Umboðsmanns? Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, segir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafa forðað sér úr ráðherrastólnum til að þurfa ekki að svara fyrir ráðningu sína á ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 27.3.2006 17:10