Standard & Poor's tilkynnir A- lánshæfismat Glitnis 28. mars 2006 10:04 Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor's. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá Standard & Poor's, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Þá segir að samkvæmt Standard & Poor's endurspegli matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. Þá segir Standard & Poor's þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera þá að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. Þá er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitnis, að bankinn sé ánægður með matið og að Glitnir sé nú kominn í „A flokk" hjá þremur stærstu lánshæfisfyrirtækjunum. „Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það," segir Bjarni. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir jafnframt: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum (sjá töflu). S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis og gefur matseinkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar og A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfurnar eru stöðugar, að mati Standard & Poor's. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá Standard & Poor's, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Þá segir að samkvæmt Standard & Poor's endurspegli matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. Þá segir Standard & Poor's þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera þá að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. Þá er haft eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitnis, að bankinn sé ánægður með matið og að Glitnir sé nú kominn í „A flokk" hjá þremur stærstu lánshæfisfyrirtækjunum. „Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það," segir Bjarni. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir jafnframt: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum (sjá töflu). S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira