
Lenti í rannsókn lögreglu fyrir klúran brandara
Breski uppistandarinn Joe Lycett lenti í því á dögunum að áhorfandi á sýningu hjá honum hringdi á lögregluna eftir að Lycett sagði óviðurkvæmilegan brandara.

Tók upp leynilegt uppistand ef ske kynni að hann félli frá
Grínistinn Norm Macdonald lést í september í fyrra en þrátt fyrir það mun hann gefa út nýtt uppistand á næstu dögum.

„Þetta er bara heilög stund“
Uppistandarinn Bergur Ebbi er kominn aftur á svið með uppistandið sitt í Tjarnarbíó þar sem hann hefur sýnt fyrir fullu húsi síðan í mars. Við ræddum við Berg Ebba um tilurð sýningarinnar, en nú eru aðeins örfáar sýningar eftir fyrir sumarfrí.

Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles
Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum.

Þórhallur Þórhallsson með glænýja uppistandssýningu
Þann 12. Maí næstkomandi mun Þórhallur Þórhallsson frumsýna glænýja uppistandssýningu í Tjarnarbíó sem einfaldlega kallast „Þórhallur“

„Það hefur gerst að fólk þuklar á mér og fer beint í klofið“
Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Léttir að mega sýna fyrir fullum sal
Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum.

Ari Eldjárn frestar aftur: Sóttvarnahringekjan heldur áfram að koma á óvart
Áramótaskopi Ara Eldjárns hefur verið frestað aftur. Ari segir þetta miður en ekki sé hægt með góðu móti að uppfylla sóttvarnir í salnum. Þá segir hann sóttvarnahringekjuna halda áfram að koma öllum á óvart.

Bob Saget er látinn
Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær.

Áramótaskopi Ara frestað og verður febrúarskop
Til stóð að Ari Eldjárn stigi á stokk í Háskólabíói um áramót, frá 26. desember til 7. janúar en nýjar og strangar sóttvarnarreglur hafa sett strik í reikninginn.

Bylgja Babýlons þriðji fyndnasti grínistinn í Skotlandi
Grínistinn Bylgja Babýlons hafnaði í þriðja sæti á lista Rotunda Comedy Club í Skotlandi yfir bestu grínistana árið 2021.

Sveppi reyndi fyrir sér í uppistandi
Þátturinn Stóra sviðið er fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Ari Eldjárn fór á kostum í Stóra sviðinu
Þátturinn Stóra sviðið er fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Á bólakafi, aðeins veiðistöngin upp úr og sonurinn sofandi inni í hjólhýsi
Pétur Jóhann Sigfússon fer yfir alla sína bresti í Tjarnarbíói í sýningu sinni, Óhæfur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fór Pétur Jóhann um víðan völl og fór meðal annars yfir ferilinn og umfjöllunarefni sýningarinnar sem er í raun hann sjálfur.

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn
Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Sóli Hólm hringdi í kjósendur sem Sigmundur Davíð
Sóli Hólm og Máni eru gestir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið. Sóli Hólm er nýlega farinn af stað með nýtt eftirhermuuppistand og því var við hæfi að fá hann til þess að taka eitt símaat.

Með mölbrotna sjálfsmynd og lifir fyrir samþykki fólks
„Við höfum svolítið talað um að fólk eigi að búa sig undir ótrúlegasta uppistand Íslandssögunar, ég held mig við það,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon uppistandari og meðlimur VHS.

Uppistandi Jimmy Carr frestað
Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári.

Fannst grínið orðið að rútínu: „Mér leið eins og burkna á bak við sófa“
Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínisti og sálfræðingur, er gestur í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum segir Þorsteinn meðal annars frá því hvers vegna hann tók þá U-beygju að fara í sálfræði eftir farsælan feril sem leikari og grínisti. Þá ræða þeir Þorsteinn og Beggi um húmorinn, skilgreiningar, þunglyndi og margt fleira.

Uppistandi aflýst eftir þrjá og hálfan tíma
Áform Senu um að bjóða upp á uppistand með bandaríska leikaranum T.J. Miller urðu ekki öldungis langlíf. Miðarnir voru settir í sölu í morgun í um þrjár og hálfa klukkustund. Svo hætti Sena við viðburðinn, að líkindum vegna fortíðar uppistandarans.