Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum Snæbjörn Brynjarsson skrifar 28. október 2024 11:32 Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjárlagafrumvarp 2025 Leikhús Uppistand Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun