Skíðaíþróttir

Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum
Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu.

Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði
Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni.

Sprenging í áhuga á útivist og Sportval stækkar
Útivistar- og íþróttavöruverslunin Sportval er flutt á Smiðjuveg 1. Ný vefsíða er komin í loftið og vöruúrvalið stóraukið. Sportval byrjaði sem áhugamál sem vatt hratt upp á sig.

Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum.

Leikmaður Fram fékk far með KA/Þór á Skíðamót Íslands og vann tvenn verðlaun þar
Helgin var afar viðburðarík hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur. Á laugardaginn spilaði hún með Fram gegn Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Eftir leikinn fór hún til Dalvíkur þar sem Skíðamót Íslands fór fram og vann þar tvenn verðlaun.

Fríða Kristín og Matthías báru sigur úr býtum
Keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands lauk í dag með keppni í samhliðasvigi. Keppt var á Dalvík við góðar aðstæður. Matthías Kristinsson og Fríða Kristín Jónsdóttir unnu samhliðasvigið á meðan Kristrún Guðnadóttir og Snorri Einarsson sigruðu í sprettgöngu.

Notaðar útivistarvörur í umboðssölu rjúka út hjá Fjallamarkaðnum
Í Fjallamarkaðnum, Kringlunni 7 er hægt að kaupa og selja notaðan útivistarfatnað og -búnað fyrir bæði börn og fullorðna. Fjallamarkaðurinn er í eigu Fjallakofans og hefur slegið í gegn. Áhugi á útvist er mikill og Íslendingar vilja út að hreyfa sig í öllum veðrum.

Keppti í svigi á ÓL á nærbuxunum
Franskur keppandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra fór afar sérstaka leið að því að mótmæla því að keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fá ekki að upplifa það sama og þeir sem keppa á sjálfum Ólympíuleikunum.

Metárangur hjá úkraínska íþróttafólkinu á ÓL á meðan ráðist er inn í land þeirra
Úkraína hefur aldrei unnið fleiri verðlaun á einum Ólympíuleikum en á Vetrarmóti fatlaðra sem lauk um helgina. Aðeins heimafólk frá Kína vann fleiri verðlaun á leikunum í ár.

Besti árangur Íslands frá upphafi
Hilmar Snær Örvarsson, frá skíðadeild Víkings, átti frábæra nótt í Kína á vetrarólympíuleiknum fatlaðra. Hilmar keppti í svigi þar sem hann endaði fimmti með samanlagðan tíma upp á eina mínútu og 36,92 sekúndur.

Lokaður inni í átta fermetra gámi í viku
Eftir þrotlausa vinnu, undirbúning og æfingar mátti skíðakappinn Sturla Snær Snorrason sætta sig við að verja meirihluta tíma síns á Ólympíuleikunum lokaður inni í átta fermetra gluggalausum gámi eftir að hafa greinst með covid smit á versta mögulega tíma.

Treysti sér ekki til að keppa á ÓL eftir að Rússar tóku föður hennar
Anastasia Laletina var að keppa fyrir Úkraínu á Vetrarólympíumóti fatlaða þegar hún fékk slæmar fréttir. Fréttir sem enduðu þáttöku hennar á leikunum.

Úkraínsk íþróttakona sýnir Rússum sannleikann á Instagram reikningi Þjóðverja
Rússnesk stjórnvöld gera allt til þess að þegnar þeirra fái ekki að vita sannleikann um hvað er í gangi í innrás þeirra í Úkraínu.

Gulldrottning Vetrarólympíuleikanna í Peking er hætt
Norska skíðagöngudrottningin Therese Johaug hefur ákveðið að setja keppnisskíðin sín upp á hillu. Hún keppir í síðasta skiptið á ferlinum á morgun.

Tóku Ólympíubronsið af Maier mörgum dögum eftir að leikunum lauk
Þýska skíðakonan Daniela Maier fékk bronsverðlaunin um hálsinn eftir keppi í skíðaati á Vetrarólympíuleikunum í Peking á dögunum. Hún þarf nú að skila verðlaunum sínum.

Missti ömmu sína daginn eftir að hún varð drottning Ólympíuleikana
Hin norska Marte Olsbu Røiseland átti magnaða Vetrarólympíuleika í Peking þar sem hún vann alls fimm verðlaun í skíðaskotfimi. Engin kona vann fleiri verðlaun á leikunum. Eftir að Marte vann síðustu verðlaun sín bárust henni hins vegar sorgarfréttir frá Noregi.

Komst á Verðlaunapall á ÓL eftir hafa slitið krossband fjórum sinnum
Norska skíðakonan Maria Therese Tviberg hefur sýnt mikla þrautseigju á ferlinum sem hefur einkennst af endalausum meiðslum. Á nýloknum Vetrarólympíuleikunum vann hún ekki gull en samt mjög stóran og táknrænan sigur.

Snjóprinsessan skrifaði söguna á svo margan hátt á ÓL í Peking
Skíðakonan Eileen Gu var ein stærsta stjarna Vetrarólympíuleikunum í Peking og hún skilaði heimamönnum í Kína tveimur af níu gullverðlaunum sínum.

Hent úr landsliðinu en vann sem lögga með æfingunum og vann tvö gull á ÓL
Johannes Strolz kom sér og pabba sínum í sögubækurnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hann vann alls tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leikunum.

Mun ekki sakna neins frá þessum Ólympíuleikum
Keppnisfólkið á Vetrarólympíuleikunum er nú á heimleið og það er ljós á viðtölum við þá flesta að þau eru guðslifandi fegin að komast úr prísundinni sem leikarnir virðast hafa verið.